Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 29
Sviss, til Genf og hittum ítalska vini okkar sem höfðu flúið þangað. En það var skelfilegt að sjá bágan aðbúnað þeirra. Margir höfðu verið lokaðir inni með geðveiku fólki og þeir drógust áfram líkast því sem enn vœru þeir með hlekki um fœtur. Ég hugleiddi mikið á hvern hátt við gcetum hjálpað þeim: Gert eitthvað til að auka frjálsrœði manna. Ég hafði brennandi löngum til að lála eitthvað af mér leiða. En ég var nú bara ósköp ung ensk slúlka á viðhafnarferðalagi með foreldrum mínum ... Það einasta sem ég gat gert var að reyna að setja mtg (spor þeirra og láta mér ekki úr minni líða hvernig undirokun er í raun og veru. Mikil óvissa ríkti í Evrópu. Ófriðlegt var í álfunni og ef til átaka kæmi gæti Sviss auðveldlega dregist inn þau. Ekki var öruggt að dveljast lengur í Genf og Nightingale fjölskyldan vildi hraða för sinni áfram til Parísar. En það reyndist hœgara sagt en gjört. Á fáeinum klukkutímum skipaðist veður (lofti og erftðleikum varð bundið að komast úr borginni, auk þess sem nœr útilokað var að fá hesta og við sem vorum með þennan risastóra vagn þurftum minnst sex hesta til að draga hann! Að lokum náði pabbi í eitthvert eyki sem virtist heldur lítiljjörlegt en kostaði offjár og við urðum höndum seinni að koma farangri okkar fyrir. Göturnar ( nágrenni hótelsins, þar sem við bjuggum, voru þvergirtar en til allrar hamingju tókst okkur að sleppa burt... Við grétum, eiginlega voru allir hágrátandi... Það varð ekki stríð í þetta sinn, hættan leið hjá og aftur grélu allir en nú af einskærum feginleik. Flo skrifaði í dagbókina: „Heima í Englandi erum við algjörlega utan við það sem gerisí á meginlandi Evrópu. Við virðumst svo örugg handan Surulsins og sýslum þar með okkar eigin málefni. Óeirðirnar ( Evrópu líkjast helst slormi sem fréttir berasl af svona eins og vindhviðum (Jjarska ...“ Parísarborg var síðasti en einn helsti viðkomustaðurinn á ferð Nightingale fjölskyldunnar. Þau tóku dýrindis íbúð á leigu til fjögurra mánaða og voru full tilhlökkunar. Fanny gat að nýju tekið til við samkvæmishaldið og kynnt stúlkumar sfnar fyrir eftirsóknarverðu fólki... því auðvitað var París morandi af Hiikilsháttar fólki, auðugu og kátu. Sérstaklega var þar ein ung kona á allra vörum. Það var Mary Clark. Hún var eins konar miðdepill Parísarborgar. Mamma þekkti einhvern sem þekkti hana og gat koni ið því ( kring að við voru boðin til hennar. Hún bjó með móður sinni og svo virtist sem allir þekktu einnig móðurina. Af henni var undarleg saga. Hún hafði eitt sinn átt við veikindi að stríða og lœknir sagt henni að ferskt loft vœri hœttulegt heilsu hennar og skyldi húnforðast útiveru. Þegar hér var komið hafði hún haldið sig innan dyra ( níu ár. Það heyrir til þessarar frásögu að gera uppskátt að konan varð níutíu og tveggja ára gömul. Svo getur fólk farið að spá í hversu háum aldri hún hefði getað náð ef hún einhvern tíma hefði farið út úr húsi. Áttum við virkilega að fá að hitta Mary Clark? Ég verð að viðurkenna að ég var óskaplega forvitin. Við höfðum heyrt að hún vœri skemmtilegasta og áhugaverðasta sálan undir sólunni Hún orkaði sem segull á alla sem höfðu áhrif og þekkingu, völd og auðæfi. Smávaxin og grönn líkust barni með stór skær Yfirsléltardœturnar ungu. Fljótlega átti Florence eftir að leggja hannyrðir á hilluna fyrir fullt og alll. (Vatnslitamynd eftir William Wfiite) augu. Og stuttklippt með ennistopp! Bara það! „Ætla mætti að hún hefði sama hárskera og kjölturakkinn hennar!“ var viðkvæðið. Minna þurfti nú en þetta til að góðborgararnir fæm á hvolf af vandlætingu! Var hún í raun og veru almennileg kona? Hún hafði afdráttarlausar skoðanir sem hún gerði ekki minnstu tilraun til að draga dul á og þekkingu á öllum sköpuðum hlutum, allt frá sögu fjarlægra heimsálfa að frönskum stjórnmálum og persneskum köttum. Mary var hrifin af karlmönnum og þeir af henni. En henni var lítið um konur gefið. „Ég þoli ekki kvenfólk,“ sagði hún. „Að þær skuli ekki reyna að nota skynsemina og síðan halda sér saman þegar þær hafa ekkert að segja!“ Þegar hún var beðin um að taka á móti Nightingale fólkinu, þar sem þrjá konur voru í einni fjölskyldu sagði hún umsvifalaust: „Við bjóðum þeim auðvitað í stóra barnaboðið á jólunum." Mary Clarke unni bömum og það gerði Flo einnig. Þar með áttu þær samleið. Við fórum í blindingsleik, ég rakst á Mary og það varð ákeyrsla til lifstíðar. Síðasta skiptið sem ég sá hana var hún að dansa vals við undirleik lúðrasveitar, þá áttatíu og sex ára gömul! Clarkey, eins og þau kölluðu hana, heillaðist af Nightingale fólkinu, einkum Flo. Tvær mjög sérstæðar og áhugaverðar ungar stúlkur höfðu kynnst. Þær vom saman hvern einasta dag meðan báðar vom í Parfs. Clarkey fór með þær um allar jarðir og Fanny var himinlifandi. Ekkert gat verið heppilegra en einmitt að þær Pop og Flo, gjafvaxta yngismeyjamar, hittu sem flesta er máli skiptu af sinni eigin stétt. Hins vegar var Fanny óviðbúin þvf að einmitt við þessar aðstæður varð Flo fyrir miklum áhrifum, kynntist nýjum hugmyndum og mótaði sér skoðanir sem ung stúlka á þeirri tíð átti helst ekki að tileinka sér. Til dæmis að við hæfi væri að taka þátt í rökræðum um málefni sem einhverju skiptu, láta skoðun sína í ljós og vera tekin gild. Flo varð þetta dásamleg og Óvænt reynsla. (Framhald á bls. 151) TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.