Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Síða 42
Ásta Möller, formaður Félags íslenskra lijúkrunarfræðinga Um skipan heilsuverndarmála í Reykjavík Nýverið lagði stjórn Heilsuvernda- rstöðvar Reykjavíkur fram tillögur um framtíðarhlutverk stofnunarinnar og voru þær kynntar í fjölmiðlum á þeim tíma. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga ákvað að skipa nefnd til að skoða tillögur stjómar Heilsuverndarstöðvar- innar og að setja fram hugmyndir félagsins um framtíðarskipan heilsu- verndar í Reykjavík. í nefndinni áttu sæti eftirtaldir stjórnarmenn: Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Hjördís Guðbjörns- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri og Jóhanna Rernharðsdóttir, lektor. Auk þess sat í nefndinni Þómnn Ólafsdóttir, hjúkmnarforstjóri, formaður fagdeildar hjúkrunarforstjóra í heilsugæslu innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga leggur hér fram tillögur um framtíðar- skipan heilsuvemdarmála í Reykjavík, en þær tillögur taka jafnframt til sam- ræmingar á heilsuverndarþjónustu um allt land: Tillögur Félags Cslenskra hjúkrunar- frœðinga um framtíðarskipan heilsu- verndar í Reykjavík. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur að breytingar á skipulagi heilsu- verndarþjónustu í Reykjavík skuli miða að því að auka samræmingu á starfsemi heilsugæslustöðva, efla forvarnastarf og skapa aðstæður til að þróa þekkingu sem nýtist öllum skjólstæðingum heilsugæsl- unnar með jafnræði og gæði í þjónustu í huga. í meginatriðum er Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga sammála tillögu stjórnar HR að aðalþættir lögbundinnar heilsugæsluþjónustu þ.e. heimahjúkrun, skólaheilsugæsla, ungbamavernd og mæðravemd eigi að flytjast til heilsu- gæslustöðva. Þess verður þó að gæta að jafnhliða slíkri ákvörðun verður að setja á laggirnar stofnun sem taki m.a. formlega við þvf óformlega hlutverki sem HR hefur haft í krafti sérhæfingar m.a. á sviði heimahjúkrunar, ungbarnaverndar, mæðraverndar og skólaheilsugæslu. Félag íslenskra hjúkrunarfrœðinga leggur því til eftirfarandi: 1. Heilsuverndarmiðstöð/ Forvarnastofnun sem starfi á landsvísu Sérstök Heilsuverndarmiðstöð/ Forvarnastofnun verði sett á laggirnar, sem starfi á landsvCsu, og taki yfir eftirfarandi þœtti heilsugœslu og forvarna: • Hlutverki sem HR hefur haft óformlega í ýmsum þáttum heilbrigðis- þjónustu t.d. varðandi samræmingu á þjónustu og ráðgjöf. • Hlutverki ýmissa ráða og nefnda á vegum hins opinbera sem hafa unnið að ýmsum forvamaverkefnum , s.s. heilsueflingu, slysavömum, manneldis- málum, tannvernd, kynfræðslu og smitsjúkdómavörnum, tóbaks- áfengis- og fíkniefnavörnum og etv. forvörnum vegna umferðarmála. • Hlutverki sem landlæknis- embættið hefur haft varðandi samræm- ingu á framkvæmd einstakra þátta heilsugæslu og forvama. Með framangreindu fyrirkomulagi er verkaskipting skýr milli hinnar nýju stofnunar annars vegar og landlæknis- embættisins hins vegar, þar sem stofn- unin hefur með höndum samræmingu á framkvæmd heilsuvemdarþjónustu, en landlæknir sinnir eftirliti með heilsu- verndarstarfi sem liann lögum samkvæmt ber ábyrgð á. Skýr verkaskipting styrkir eftirlitshlutverk landlæknis með framkvæmd heilbrigðisþjónustu. Stofhunin hefði eftirfarandi hlutverki að gegna gagnvart heilsugœslunni: • Mótun og samræming á heilsu- gæsluþjónustu og hafi t.d. ábyrgð á að setja staðla um framkvæmd einstakra þátta heilsugæslu (sbr. handbók heilsugæslustöðva). •Rannsóknir og þróun í heilsugæslu. • Utgáfustarfsemi fyrir heilsu- gæsluna; t.d. útgáfu upplýsingarita fyrir almenning sem og fyrir starfsfólk heilsugæslunnar. • Sérhæfð ráðgjafaþjónusta við starfsfólk heilsugæslu. • Ábyrgð á þjálfun og endur- menntun starfsfólks í heilsugæslu , í samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk og endurmenntunarstofnanir. • Skipulagning á menntun nemenda í heilbrigðisfræðum innan heilsugæslunnar í samvinnu við viðkomandi menntastofnanir. • Þróun á námskeiðum og fræðsluefni vegna hópstarfs innan heilsugæslunnar, s.s. fyrir ungar mæður, nýbakaða foreldra, stuðningshópa vegna sorgar og missis, þunglyndis eftir fæðingu eða vegna sérstakra aðstæðna barna og unglinga t.d. vegna eineltis eða vimuefnaneyslu o.s.frv. • Skipulagning á fræðslu fyrir sérstaka hópa, sem hafa sértæk eða sjaldgæf vandamál sem glímt er við utan sjúkrahúsa, s.s. fyrir foreldra fatlaðra bama, foreldra langveikra barna eða á hinn bóginn fræðslu fyrir skjól- stæðinga heimahjúkrunar sem eiga við tiltekin heilbrigðis- vandamál að glíma. Hlutverk stofnunarinnar yrði sambærilegt gagnvart öðru forvamastarfi og framan er lýst t gagnvart frumheilsugæslunni. Mikilvægt er að beina forvama- starfi í gegnum heilsugæsluna, þar sem hún er í sá aðili sem hefur mesta yfirsýn yfir heilbrigðisþarfir almennings í landinu. Heilsu- 162 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. tbl. 72. árg. 19%

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.