Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 12
Barnavernd fjölskyldunnar og hrósa fyrir það sem vel er gert. Auk þess er, eins og áður hefur komið fram, haft samstarf við aðra fagaðila ef þörf krefur og hjúkrunarfræðingarnir hafa einnig mikið faglegt samstarf innbyrðis. Barnaverndarlögin Lög um vemd barna og ungmenna (Lög nr. 58/1992, sbr. lög nr. 22/1995) kafla IV, grein 13, kveða á um tilkynningaskyldu þeirra sem afskipti hafa af bömum og ungmennum á eftirfarandi hátt: „Hverjum sem stöðu sinnar vegna hefur afskipti af mdlefnum barna og ungmenna og verður í starfi sínu var við óviðunandi misfellur á uppeldi og aðbúnað barna eða ungmenna, er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart...", Tilkynningarskylda gengur að þessu leyti framar ákvæðum laga um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. í sama lagabálki um vemd barna og ungmenna, XI kafla 60. grein segir: „Nú lœtur maður hjá l(ða að tilkynna barnaverndarnefnd um svo illa meðferð eða slœman aðbúnað barns eða ungmennis að lífi þess eða heilsu sé hœtta búin þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að tveim árum“. Þessar lagagreinar verða hjúkmnarfræðingar í ung- og smábamavernd að hafa í huga í starfi sínu og auðvelda þær okkur oft að takast á við erfið og viðkvæm mál sem snerta ef til vill heila fjölskyldu. Fæst mál verða að bamavemdarmálum. Áður en það gerist hafa margir fagaðilar komið að málinu og má segja að öll úrræði séu reynd í samvinnu við fjölskylduna. Gagnist það ekki og ekki reynist unnt að búa barninu ömggar og þroskavænlegar aðstæður verður málið bamaverndarmál. Hjúkmnarfræðingar í heilsugæslu sinna einstaklingshæfði hjúkrun á heimavelli skjólstæðings þar sem hann er mun öruggari í sfnu eigin umhverfi en inn á stofnun. Hlutverk hjúkrunarfræðings er mjög mikilvægt í því ferli sem hér er verið að fjalla um. Við erum yfirleitt í þeirri jákvæðu stöðu að vera „góða fólkið“ í kerfinu og þess vegna höfum við mikla möguleika á að vinna með fjölskyldunum. I flestum tilfellum taka þær okkur vel og bera til okkar traust. Þessi vinna er oftast mjög krefjandi en einnig jákvæð og gefandi fyrir hjúkrunarfræðinga ef vel tekst til. Björg Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur Heilsugæsla í skólum -Crflaust em margir sem liafa góða þekkingu á heilsugæslu í skólum. Ég held þó að það séu fleiri sem haldi fyrst og fremst að starf skólahjúkrunarfræðings felist í því að mæla hæð og þyngd, sjón og heyrn, sem og að sinna skólaslysum. Senni- lega myndi ég hafa þessa ímynd af skólahjúkmnarfræðingum hefði ég ekki kynnst þessu starfi í námi mínu erlendis og séð hversu áhugaverð og spennandi skólaheilsugæsla getur verið. Heilsugæsla skólabarna er f beinu framhaldi af heilsugæslu ungbarna og heilsufarsskýrsla bamsins fylgir því áfram upp skólann. Á námskeiði sem haldið var fyrir skólahjúkrunar- fræðinga í október 1995, þar sem saman voru komnir um 70 hjúkrunarfræðingar víðs vegar af landinu, kom fram að hjúkrunarfræðingar í skólum starfa mjög mismunandi. Þessa umfjöllun mína um skólahjúkmn byggi ég á eigin reynslu og þekkingu sem skólahjúkrunarfræðingur, en ég starfa nú í Langholtsskóla á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Ekki er til skilgreining á starfssviði skólahjúkrunar- fræðinga fyrir allt landið. í starfslýsingu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur (1991) fyrir skólahjúkmnarfræðinga kemur fram að markmið heilsugæslu í skólum sé að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Megin áhersla er lögð á að fræða nemendur og foreldra þeirra til að gera hvern og einn ábyrgan fyrir eigin heilsu og bama sinna. Hjúkmnarfræðingur sé þeim til stuðnings og leiðbeiningar og sér til þess að til reiðu sé sú þjónusta sem þeir eiga rétt á. Jafnframt er sinnt beinu 132 t 'ÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.