Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 11
Hallveig Finnbogadóttir og Kolbrún Jónsdóttir hj ú k ru narfræði ngar Vernd ungra barna ur var falið að fjalla í örstuttu máli um það hvernig hjúkrunarfræðingar á bamadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur vinna með fjölskyldum í ung- og smábarnavemd, þar sem gmnur er um vanrækslu og/eða illa meðferð á börnum. Ung- og smábarnavemd er einn af mörgum þáttum heilsuvemdar sem hefur það að markmiði að efla og styrkja heilbrigði einstaklingsins, fjölskyldunnar og þjóðfélagsins. Unnið er að því að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys svo hver einstaklingur búi við þá bestu heilsu sem unnt er. I nýútkomn- um leiðbeiningum Landlæknisembættisins um ung- og smábarnavemd (maí 1996) kemur fram að tilgangur og markmið hennar sé að fylgjast reglulega með heilsu og þroskaframfömm bama, jafnt andlegum, líkamlegum og félagslegum. Samhliða ung- og smábarnavemdinni er lögð áhersla á stuðning við fjölskylduna í heild sinni. Samkvæmt skilgreiningu Dr. Guðrúnar Marteinsdóttur hjúkmnarfræðings er fjölskylda „hópur tveggja eða fleiri einstaklinga, sem em tengdir tilfinninga- og/eða ættarböndum, hafa sérstök sam- skipti, eiga oftast sameiginlegt heimili um lengri eða skemmri tima og eru á einhvern hátt háðir hvor öðrum um uppfyllingu grundvallarþarfa“. A íslandi em hjúkmnarfræðingar í ung- og smábama- vernd í þeirri sérstöku aðstöðu að koma inn á heimili allra nýfæddra barna fyrstu þrjá mánuðina og hefur skapast sterk hefð fyrir þeirri þjónustu. Eins og flestum er kunnugt starfa hjúkrunarfræðingar að ung- og smábarnavernd í samvinnu við bamalækna og heilsugæslulækna. Yfirleitt em hjúkrunarfræð- ingarnir velkomnir inn á heimilin og em í lykilaðstöðu til að styðja við bakið á ungum fjölskyldum, ekki síst ef upp koma vandamál varðandi heilsu og þroska barnanna. Mikilvægt er að uppgvöta sem fyrst frávik er varða heilsu °g þroska barnsins. Þá er oftast hægt að gera viðeigandi ráðstafanir, finna möguleg úrræði í samvinnu við fjölskylduna °g vinna þannig á jákvæðan hátt að settum markmiðum. Oft tengjast frávik varðandi heilsu og þroska bamsins, fjölskyldum sem eru illa staddar félagslega eða þeim sem tilheyra ákveðn- um áhættuhópi varðandi t.d. vanrækslu og/eða illa meðferð á bömum. Þegar við tölum um áhættuhópa má nefna: • Foreldra sem mynda lítil eða engin tengsl við barn sitt af einhverjum ástæðum. • Mjög unga foreldra með lítinn stuðning, sérstaklega þá Barnavernd sem koma úr „brotnum“ fjölskyldum. • Foreldra með lélegan fjárhag t.d. vegna atvinnuleysis eða mikilla skulda. • Foreldra með áfengis- og/eða vímuefnaneyslu að baki og ef til vill afbrot. • Geðfatlaða foreldra. • Greindarskerta foreldra. • Foreldra fyrirbura, veikra eða óværra barna eða foreldra „óvelkominna" barna. Þegar við tölum um illa meðferð á börnum er átt við vanrækslu hvers konar og líkamlegt, tilfinningalegt eða kynferðislegt ofbeldi. Rétt er að benda á að erfitt getur verið að greina vandamál sem tengjast vanrækslu og/eða illri meðferð barna þar sem þau eru oft dulin en sjá má vísbendingar eins og tengslamyndun móður og/eða föður og barns er ábótavant. (Metið samkvæmt M.C. Stainton). Barn þyngist illa. Ráðlegg- ingum hjúkrunarfræðings illa eða ekki framfylgt og oft fara þessi þrjú atriði saman. Áhersla lögð á gagnkvæmt traust Hjúkrunarfræðingar barnadeildarinnar vinna með bamalæknum deildarinnar og em í samvinnu við félagsráðgjafa á Félagsmálastofnun Reykjavíkur og funda reglulega með þeim varðandi sameiginlega skjólstæðinga og hafa oftar símasam- band ef þöif er á. Oft er það svo að félagsráðgjafi er skjól- stæðingum til stuðnings frá upphafi vegna félagslegra vandamála þeima og í mörgum tilfellum eru aðstæður fjölskyldunnar þekktar og fleiri fagaðilar vinna með henni. Ekki er alltaf augljóst í upphafi að um áhættuhóp sé að ræða en ef svo reynist er lögð áhersla á að heimsækja fjölskylduna sem fyrst eftir heimkomuna bæði til að meta aðstæður og ekki síst til að mynda gagnkvæmt traust milli hjúkrunarfræðingsins og fjölskyldunnar. Slíkt traust er gmndvöllur að áframhaldandi samstarfi þeirra. Veittur er sérstakur stuðningur, farið í tíðari heimsóknir og ekki miðað við að hætta heimavitjunum við þriggja mánaða aldur barnsins. Rétt er að vekja athygli á því að foreldrar eru ekki síður í þörf fyrir stuðning eftir því sem börnin eldast og gera meiri kröfur. Fræðsla eða ráðgjöf er veitt eftir því sem við á í hverju lillelli fyrir sig. Eitt það mikilvægasta er að ýta undir styrkleikaþætti TtMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.