Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 25
„Strax á fæðingardeildinni fá foreldrar upplýsingahefti
frá miðstöðinni auk þess sem þeim er sagt frá henni þegar þeir
koma á heilsugæslustöðvamar. Foreldrar em hvattir til að fara
og kynnast stöðinni af eigin raun og þurfi þeir ekki á sérhæfð-
um upplýsingum að halda þá sjá sjálfboðaliðar um að kynna
þeim stöðina, annars einhver af starfskonunum þremur. Á
sama hátt eru gefnar upplýsingar sfmleiðis. Miðstöðin hefur
komið sér upp mjög góðum gagnagrunni og þar er einnig gott
bókasafn. Öll símtöl, sem stöðinni berast, eru skráð og nægi
þeim sem hringja, eða koma, að fá upplýsingar f tölvutæku
formi þá geta sjálfboðaliðarnir annast slíkt. Mjög strangar
reglur gilda í Ástralíu varðandi slysavarnir en sfðan er það
undir fylkjunum sjálfum komið hvernig þeir framfylgja þeim. I
Viktoríufylki er þessu framfylgt m.a. með því að starfrækja
þessa öryggismiðstöð og samkvæmt lögum fylkisins -og
kannski á þetta einnig við um alla Ástralíu- þá verður að
rannsaka öll slys sem böm eða fullorðnir verða fyrir. Starfs-
konur miðstöðvarinnar em kallaðar til sem faglegir umsagnar-
aðilar áður en dæmt er í slíkum slysamálum, t.d. hversu oft
göngugrindur hafa bilað eða um annað sem tengist umhverfi
eða aðbúnaði barna.
Allur öryggisbúnaður barna ó einum stað
í miðstöðinni er allur öryggisbúnaður sem foreldrum er
bent á að nota til að vemda böm sín. Á einum stað geta
foreldrar skoðað og mátað allar gerðir bílstóla sem em á
markaðnum og fengið um þá umsögn miðstöðvarinnar. Til
hagræðis liggur síðan frammi listi yfir söluaðila sem selja
viðkomandi vöm. Þama er hægt að fá allar mögulegar
upplýsingar um íþróttaslys og hvað beri að hafa í huga þegar
börn em að byrja að stunda íþróttir; hvað þarf að varast og
hvaða öryggisbúnaður sé nauðsynlegur. Umferðarfræðsla er
þarna mikil og upplýsingar um allar gerðir reiðhjóla og
hjálma. Þarna eru uppsett heilt eldhús og baðherbergi og
frætt um þær hættur sem þar leynast og hvernig megi forðast
þær. Á lóð spítalans er sundlaug og heitur pottur og þar er
frætt um hættur vegna þessa og nýverið vom sett þar upp
leiktæki sem miðstöðin ætlar að fá að nota líka í tengslum
við fræðslu um leiksvæði barna.“
Herdís sagði einnig að það hefði verið eftirminnilegt
hversu jákvæð stofnun þessi bamaspítali er. Það væri allt í
hjörtum og fallegum litum og að allar innréttingar og
umhverfi væri auðsjáanlega hannað með það í huga að þama
liði bömum og þeim sem þau önnuðust vel. Ennþá er enginn
sérstakur barnaspítali til hér á landi og því ekki hægt að gera
ráð fyrir öryggismiðstöð barna þar, enda segir Herdís að alls
ekki sé nauðsynlegt að slík stöð sé starfrækt við sjúkrahús.
Aðalatriðið sé að það starf sem snýr að slysavörnum barna sé
unnið á markvissan hátt
og ljóst sé að
öryggismiðstöð sem
þessi myndi þar gera
gæfumuninn -en væri
hægt að hugsa sér slíka
stöð án Herdísar?
B.K.
Mesl allan daginn verða börn í Ástralíu að vera með hatt til varnar
sólbruna. Bórn voru fengin til að gera áróðursskilti um þelta sem síðan voru
Sefin iít af miðslöðinni með tilstyrk olíufélags.
Karmelsystur sauma
hátíðarfána Félagsins
Akveðið var að láta sauma hátíðarfána fyrir Félag
íslenskra hjúkmnarfræðinga. Leitað var til nokkuiTa
aðila sem taka að sér gerð slíkra fána og var ákveðið að
taka lilboði Karmelsystranna í Hafnarfirði. Fáninn er
allur handsaumaður og þykir forkunnarfagur enda
handbragðið afar fallegt. Það tók systurnar um 1/2 ár að
sauma fánann og fékk Félagið hann afhentan nú í vor.
Hér á myndunum
sést vel hið fallega
handbragð
systranna.
Ljósm.:
Fáni -Magnús Hjörleifsson.
Karmelsystur - Mbl/Ásdís.
v___________________________
TÍMAUIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996