Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Side 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Side 13
heilbrigðiseftirliti og vamaraðgerðum. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hefur haft til viðmiðunar að á bakvið fullt starf skólahjúkrunarfræðings séu 800 - 1000 grunnskólanemendur. Stöðuhlutfall minnkar svo í réttu hlutfalli við fjölda nemenda. Þetta hlutfall er misjafnt milli heilsugæslustöðva. í rannsókn sem ég gerði til meistaragráðu 1988, kom fram að skóla- hjúkrunarfræðingar á Stór-Reykjavíkursvæðinu töldu rétt að miða fullt starf við 650 börn. Ætlað að starfa að forvörnum og fræðslu Þegar staða skólayfirlæknis var lögð niður mælti Landlæknisembættið með því, árið 1992, að dregið yrði úr líkamlegu eftirliti skólabarna þannig að hjúkmnarfræðingum gæfist meiri tími til að sinna forvömum og fræðslu. Einnig til að sinna andlegum og félagslegum vandamálum nemenda sem oft krefjast skjótra úrlausna. Eftir þessum tilmælum Land- læknisembættisins er starfað á lang flestum stöðum landsins. Þetta fyrirkomulag kemur til móts við óskir skólahjúkrunar- fræðinga því kröfur samfélagsins til skólans og skólaheilsu- gæslunnar hafa aukist jafnt og þétt og félagsleg vandamál nemenda em umfangsmeiri en áður var. Starfssvið skólahjúkrunarfræðinga felst aðallega í þremur þáttum sem allir skarast: heilbrigðiseftirliti, heilbrigðisráðgjöf og heilbrigðisfræðslu. Landlæknisembættið mælir með eftirfarandi varðandi heilbrigðiseftirlit hjá skólabömum: 6 ára: Hæð og þyngd Sjón og heyrn Læknisskoðun og viðtöl við foreldra Bólusetning (DT). 7 ára: Sjón 8 ára: Mantoux-berklapróf. 9 ára: Hæð og þyngd Sjón Mænusóttarbólusetning 12 ára: Hæð og þyngd Sjón Litaskyn hjá drengjum athugað Mótefnamæling vegna rauðra hunda hjá stúlkum og bólusetning ef með þarf. 13 ára: Mótefnamæling hjá þeim stúlkum sem áður fengu bólusetningu gegn rauðum hundum. 14 ára: Sjón og heyrn Mantoux-berklapróf Mænusóttarbólusetning Viðtal við hjúkrunarfræðing/lækni Fylgst er með því að ekki vanti upp á bólusetningar hjá börnunum og bætt úr því sem á vantar í skólanum. Auk þess er fylgst nánar með þeim bömum sem vegna andlegra, líkamlegra eða félagslegra frávika þurfa sérstaklegrar athygli við. (Landlæknisembættið, 1992). Börnin koma af sjólfsdáðum Skólahjúkurnarfræðingar sinna andlegum og félagslegum vandamálum nemenda. Við störfum innan veggja skólans og bömin vita því af okkur og koma mikið til okkar. Oft koma þau og kvarta um líkamlega vanlíðan t.d. höfuðverk, magaverk, verki í stoðkerfi, kvef, slappleika og vegna slysa. Þessi líkam- legu einkenni em oft afleiðing af andlegri vanlíðan og þegar RYÐFRÍTT GÆÐASTÁL Verkfæri til fótaaðgerða Verkfæri til hand- og fótsnyrtinga ÁRÆÐI ehf., Höfóabakka 9, 112 Reykjavík sími: 567 0000 / fax: 567 4300 ' rætt er við þau þá kemur ýmislegt fram t.d. að þau hafa áhyggjur af foreldrum sínum, sofa illa og hafa jafnvel verið ein heima um nóttina, eiga enga vini eða þeim leiðist. Börn leita mikið til skólahjúkrunarfræðings. Sjálf er ég í 60% starfi og til mín á skrifstofuna koma 10-30 börn á hverjum degi án þess að ég hafi kallað til þeirra. Inn í þessa tölu tek ég einungis börn sem koma með vandamálið til mín en oft koma þau í fylgd einhvers. Heimsóknir bamanna taka oft drjúgan tíma en ég tel mjög mikilvægt að börnin fái góða þjónustu þegar þau koma því þama em þau oftast að kynnast heilsugæslunni í fyrsta skipti án foreldra sinna. Hvernig þeim er tekið getur skipt sköpum um það hvort þau nýti sér þjónustu heilsugæslunnar í framtíðinni eða ekki. í rannsókn Sólfríðar Guðmundsdóttur (1995) kemur fram að böm koma oftast vegna höfuðverkja, magaverkja og verkja í stoðkerfinu. Þar kemur fram að 67% nemendanna komu ótilkallaðir til skólahjúkmnar- fræðings allt frá einu sinni upp í 76 sinnum yfir veturinn. Stúlkur koma oftar en drengir. Sólfríður segir að „afleiðingar illskeyttra orða og ofbeldis virðist valda grunnskólanemendum mestu hugarangri og vanlíðan. Föll og högg em algengustu slysavaldar, ásamt íþróttaslysum sem em næstalgengasta orsök slysa“(1995: 31, Sólfriður Guðmundsdóttir). Þetta sýnir hversu mikilvægt er að hafa góða skráningu og með markvissri upplýsingasöfnun geta skólahjúkrunar- fræðingar greint vandamál barna á byrjunarstigi og ef til vill fyrirbyggt alvarlegri vandamál. í þessu starfi er nauðsynlegt að hafa gott samstarf við marga aðila t.d. foreldra, kennara, sálfræðing og annað starfsfólk heilsugæslunnar. í flestum gmnnskólum starfa TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.