Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 21
Barnavernd Kenna sér um vímuefnaneyslu foreldranna Björk: „Andfélagsleg hegðun bama er oft hróp á hjálp en oft em þau ekki greind rétt. Hér gæti verið um að ræða „reiða“ barnið í alkóhólistafjölskyldunni sem er líklega „heilbrigða" barnið. Þetta em börnin sem hjúkrunarfræðingamir ættu að leita að í skólunum. Einnig er ástæða til að líta líka á fyrirmyndarbarnið -barnið sem lærir svo vel og er alltaf með háar einkunnir. Stundum væri athugandi fyrir hjúkrunar- fæðinga að tala við þessi börn og adiuga hvernig þeim líður andlega/ tilfinningalega/félagslega. Það er algengt að börn frá þessum fjölskyldum tali ekki um sig og þekki ekki tilfinningar sínar. Claudia benti á að skólahjúkrunarfræðingar eigi að leggja áherslu á að ná til þessara bama til að leyfa þeim að tala, kenna þeim að treysta og finna til.“ Þóra: „Þetta yrði mjög stórt skref því það ríkir svo mikil leynd um fjölskylduna. í öllum fjölskyldum er eitthvað að og við eigum ekki að þegja yfir því. En hvernig geta skólahjúkmnar- fræðingar nálgast þessi böm; þeir em t.d. ekki í fullu starfi. Það þarf að efla starf þeirra og breyta áherslum þannig að hjúkrunarfræðingar verði sýnilegri í skólastarfinu. Þeir eiga að geta komið inn í kennslustundir og opnað á þessa umræðu, t.d. þegar verið er að kenna um mannslíkamann. Þá er liægt að fara nánar út í ákveðna þætti og fá börnin um leið til að tala um sig sjálf og hjúkmnarfræðingurinn er þá til staðar til að svara spurningum. í öllum skólum þyrfti að gera ráð fyrir stund í viku hverri þar sem talað væri um líðan „hvernig líður mér í dag“, það gæti hjálpað mörgum. Sumir kennarar em mjög meðvilaðir um nauðsyn þessa og sumir em jafnvel nteð slökun sem hluta af skólastarfinu.“ -Hve gömul eru börnin þegar þau fara að sýna einkennandi hegðun? Björk: „Oft eru þau mjög ung. Jafnvel ekki nema 8-9 ára. Fjölskylda þeirra er svo lokuð og þau læra mjög fljótt að gefa skilaboð um að þar sé allt í lagi. Það er algengt að þessi börn fari að kenna sér um áfengis- og vímuefnaneyslu foreldranna, eða aðra vanlíðan. Þau segja sem svo:„Mömmu líður svo illa afþví ég er ekki nógu stillt eða nógu dugleg. Ef ég legg mig fram þá lagast þetta kannski.“ Það þarf að kenna þeim að þau bera ábyrgð á líðan sinni en ekki líðan annarra og leggja mikla áherslu á að áfengið og vímuefnaneysla foreldranna sé ekki þeim að kenna. Stundum þróast svo það hegðunarmunstur hjá börnum alkóhólista að þau em mjög glaðlynd og kát; fara í einhvers konar trúðshlutverk.“ Það á að vera eðlilegt að spyrja um ófengisneyslu Þóra: „Bandarísku hjúkmnarfræðingamir sem við hittum á ráðstefnunni sögðu okkur frá því að hjúkrunarfræðingar sem starfa við áfengismeðferð fæm markvisst á heilsugæslustöðv- arnar og kenndu öðrum hjúkrunarfræðingum hvernig þeir gætu þekkt þessi börn úr. Það þarf að fræða íslenska hjúkmnar- fræðinga mun betur um þetta og taka þennan þátt inn í kennsluna við námsbrautina. Við Björk höfum áhuga á því að fara af stað í haust og koma á heilsugæslustöðvarnar með fræðslu. Það þarf að þjálfa sig í að tala við alkóhólista og komast í gegnum vamir þeirra. Strax í mæðraeftirliti þurfum við að spyrja ófrískar konur út í neyslu þeirra -en án þess að dæma þær sem alkóhólista- og á það að vera hluti af heilbrigðisskoðun. Það á ekki að vera svona mikið feimnismál hvemig áfengi er notað. Hjúkrunarfræðingar spyrja um kynlíf, hægðir og hvað sem er -hvers vegna ekki þetta? Síðan þarf að vita hvert á að vísa þessu fólki og við, hjúkmnarfræðingar, eigum að hafa meiri samskipti símleiðis þar sem við getum fengið svör þegar við emm í vafa um hvernig taka eigi á ákveðnu máli. Hvernig á t.d. að meðhöndla konu sem komin er átta mánuði á leið og sprautar sig daglega? En þannig er íslenskur raunveruleiki." Þeir sem þola mikið magn eiga að vera á verði Björk: „Það er ekki sama hvernig tekið er á því að fræða ófrískar konur. Það þarf að leggja áherslu á að þær hugleiði hvernig þær nota áfengi og aðra vímugjafa og þau áhrif sem þeir geti haft á fóstrið. Margt bendir til þess að stór hluti þeirra kvenna sem neyta áfengis og annarra vímugjafa á meðgöngutímanum eignist ekki heilbrigð börn. Þetta er það sem við sjáum, sérstaklega ef konur hafa verið í mikilli neyslu á fyrstu mánuðunum.“ -Kemur unga fólkið sem er í meðferð yfirleitt úr alkóhólista Jjölskyldum? Þóra: „Ekki endilega. Mjög mörg þeirra koma þó úr sundmðum fjölskyldum. Onnur koma svo úr þvf sem kallast „sóma“ fjölskyldum -en hvað er sóma fjölskylda? En svo má líka spyrja sig að þvf hvað þessi böm sem koma svona ung til meðferðar -sá yngsti er fæddur 1980- séu að biðja okkur um. Björk og Þóra eru reiðubúnar til að koma á heilsugœslustöðvarnar með sérstaka frœðslu um afleiðingar vímuefnaneyslu á fjölskylduna. Em þessi börn sem em að sýna andfélagslega hegðun ekki einfaldlega „heilbrigða" barnið í alkóhólistafjölskyldunni sem er að leita hjálpar fyrir fjölskylduna? Það þarf að fara miklu nánar ofan í fjölskylduhagi þessara barna.“ Björk: „Það þarf að líka að hafa í huga að alkóhólistar virðast hafa aukið þol fyrir áfengi strax frá byrjun. Unglingar, og þeir sem um þá hugsa, sem finna að þeir þola að drekka mun meira af áfengi en jafnaldrar þeirra ættu að vera sérstaklega á varðbergi.“ Fáum blandast um það hugur að oft hefur verið þörf að taka betur á málefnum áfengissjúklinga og að nú sé nauðsyn. Slíkt er ástandið í þjóðfélaginu. Þær Björk og Þóra vildu að lokaorðin yrðu þessi: „Það er hlutverk okkar hjúkrunar- fræðinga, hvar sem við störfum, að láta okkur þessi mál varða.“ B.K. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.