Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 8
Barnavernd vegna vímuáhrifa og fá uppáskrifuð hjá læknum, en það eru lyf eins og diazepam, valíum, dolvipar, parkodín forte ofl. Mörgum kann að finnast þetta óþarfa hnýsni en það hafa margar rannsóknir verið gerðar um áhrif vímuefna á fóstur og alltaf sama niðurstaðan fengist, þ.e. að hvorki sé til neitt öruggt magn áfengis eða annarra vímuefna sem þunguðum konum sé óhætt að neyta án þess að það geti hugsanlega valdið fósturskaða, né að eitt tímabil meðgöngunnar sé öruggara en eitthvað annað tímabil (Geller 1991). Tegund neyslu: það er eitt af því sem skiptir máli. Hvaða neyslu hefur móðirin verið í? Er það eingöngu áfengi eða eingöngu hass? Hefur hún verið í blandaðri neyslu? o.s.frv. Þó talið sé að mismunandi vímuefni geti valdið mismunandi fósturgöllum er erfitt að greina þar á milli því algengt er að sé einstaklingur báður einu efni þá hafi hann gjarnan fíkn f annað efni. Tóbaksfíkn er algengasta dæmið. Kona sem drekkur mikið áfengi er í flestum tilvikum stórreykinga- manneskja líka, en áfengi og tóbak flokkast að sjálfsögðu undir vímuefni. Talið er að um 80% kvenna er neyta kókaíns neyti jafnframt áfengis og að um það bil 90% kókaínkvenna reyki (Geller 1991, Sondgrass 1994). Eitt er þó vilað með vissu: áfengi getur valdið alvarlegum fósturskaða, enda eru áhrif þess mest rannsökuð. Kókaín hefur talsvert mikið verið rannsakað undanfarinn áratug vegna vaxandi sækni í það efni en önnur vímuefni haía verið minna rannsökuð. Tíðni og magn: Tíðni neyslu og magn efnisins sem neytt er hefur jafnframt áhrif á þroska fósturs. Það má segja með nokkurri vissu að líkumar á fósturskaða aukist til muna því oftar sem efnanna er neytt, í meira magni hverju sinni og yfir lengra tfmabil meðgöngunnar. Almenn áhrif vímuefna á fóstur Ollum vímuefnum er það sameiginlegt að þau fara yfir í fylgju og hafa viðtæk áhrif á fóstur og em áhrifin m.a.: * Lág fæðingarþyngd miðað við aldur fósturs. * Skertur andlegur og líkamlegur þroski. En hins vegar geta fleiri áhrifaþættir komið til greina eins og ef móðirin heldur áfram neyslu eftir fæðingu, vanrækir barnið og býr því ófullnægjandi umhverfi: * Aukin hætta á fæðingargöllum en þeir koma helst fram hjá börnum mæðra er drekka mikið áfengi og mun ég skýra það betur síðar. * Óróleiki eftir fæðingu vegna áhrifa neyslunnar á miðtaugakerfið. Börn mæðra er neytt hafa mikils kókaíns á meðgöngunni em mjög óvær. Einkennandi fyrir þau er sérlega skerandi og skrækur grátur, þau virka sífellt svöng og em stöðugt leitandi eins og eftir brjóstinu. * Hætta á fósturláti sem eykst ineð vaxandi neyslu. Kaiser Health Plan í Kaliforníu gerði rannsókn og í úrtakinu voru 32.000 konur, niðurstöður rannsóknarinnnar sýndu fram á að fósturlát vom algengari hjá þeim konum sem drukku 1-2 drykki á dag heldur en hjá þeim sem dmkku minna en 1 drykk á dag (Geller 1991). *Greinileg fylgni er á milli barna með ýmis konar hegðunarvandamál og neyslu móður á meðgöngu, en vissulega hafa umhverfisþættir líka áhrif. *Raunveruleikaskyn móðurinnar skerðist þegar hún er vímuð þannig að það eykur líkur á slysum og föllum hjá henni. Getur hún því skaðað bæði sjálfa sig og fóstrið við slíkar aðstæður. Áfengi Það hefur verið vitað alveg frá því á síðustu öld að áfengi getur liaft skaðleg áhrif á fóstrið og var það á Viktoríutímabilinu að menn komust að raun um að beint samhengi væri milli áfengisneyslu móður og áhrifa þess á fóstur. Það voru jafnvel gerðar rannsóknir á ámnum 1890- 1910, bæði á mönnum og dýrum, er sýndu fylgni milli magns áfengis og skaðsemi þess á fóstur (Geller 1991). Þessar rannsóknir virtust af einhverri ástæðu falla í gleymsku í nokkra áratugi en það er síðan á 7. áratugnum að ^ Frakkinn Lemonie og Bandaríkjamaðurinn Jones skýra frá augljósu samhengi fæðingargalla og hegðunarvandamála hjá börnum og áfengisdrykkju móður á meðgöngu. Það er svo árið 1973 að „fetal alcohol i syndrom“ ( FAS) er fyrst lýst og síðar varð mönnum ljóst að þó að börn fæðist ekki með hin einkennandi útlit FAS þá geti þau samt sem áður hafa orðið fyrir áhrifum áfengis á meðgöngu og talað er um að þau börn séu með „fetal alcohol effect“ (FAE) (LaFlash 1993). Tfðni FAS er 1-2 börn af hverjum 1000 fæðingum, en hins vegar er talað um að FAE komi fram í mun fleiri tilvikum (Bartek 1990). Börn sem fæðast með FAS eru mjög auðþekkt í útliti. í raun líkjast þau hvoru öðru, frekar en að þau líkist foreldrum sínum, líkt og börn er fæðast með Down heilkenni (Down syndrom). Fæðingargallar koma helst fram á höfði og andliti. Höfuðummál er lítið, það er langt á milli augnanna, augun eru lítil og op milli efra og neðra augnloks er þröngt. Nefrót er lítil, nef stutt, þunn efri vör og vantar grófina milli nefs og efri varar og andlitið er flatt. Hluti þessara fæðingargalla á höfði og andliti þarf að vera til staðar svo hægt sé að greina FAS hjá börnum (Autti-Ramö og Granström 1992). Jafnframt er fæðingarþyngd þessara barna oftast minni, lélegt sogviðbragð er einkennandi lyrir þau, vansköpun á útlimum er þekkt og rannsókn er gerð var í Þýskalandi sýndi fram á aukna tíðni vansköpunar á handleggjum hjá börnum mæðra sem drukku áfengi á meðgöngunni (Froster og Baird 1992). Böm með FAS eiga við andlegan seinþroska að strfða og er greindarvísitala þeirra að meðaltali 68-70 (Bartek 1990). Vægari afleiðingar áfengis em mun algengari, engu að síður geta afleiðingar þessar haft alvarleg áhrif á barnið og er hér um að ræða FAE. Þetta getur gerst hjá börnum mæðra er drekka meira og minna alla meðgönguna. Mæðrum sem drekka ekki í það miklum mæli að aðrir verði drykkjunnar varir og sjálfum finnst þeim jafnvel að aðeins sé um svokallaða „social di-ykkju“ að ræða. Við fæðingu em þessi börn ekki með þessi einkenni á höfði og andliti líkt og FAS börnin en algengustu vandamálin varðandi FAE böm em m.a.: fyrirburafæðingar, fæðingarþyngd er í minna lagi miðað við meðgöngulengd, 128 TÍMAIÍI' r HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.