Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Side 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Side 35
heilsugæslustöð, (nr. 119/1980), er mælt fyrir um að hjiikrunarforstjóri annist eða hafi umsjón með heimilishjúkrun. 3. Lög um almannatryggingar Skv. k-lið 1. mgr. 36. gr. laga um almannatryggingar greiða sjúkratrygg- ingar fyrir hjúkrun í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma og slysa skv. samningum sem Tryggingastofnun gerir og reglum sem tryggingaráð setur. Hér er átt við heima- hjúkrun á vegum sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga. 4. Hjúkrunarlög og lög um sjúkraliða Það fyrirkomulag sem að framan er rakið, að hjúkrunaríræðingar annist og beri ábyrgð á heimahjúkrun, er í fullu samræmi við hjúkrunarlög (nr. 8/1974 með síðari breytingum). Þar segir í 4. gr.: „Ekki má ráða aðra en hjúkrunar- frœðinga skv. 1. gr. til sjálfstœðra hjúkrunarstarfa við sjúkrastofnanir, elliheimili, heilsuvernd eða hjúkrun í heimahúsum. “ Heimahjúkrun, sem framkvæmd er af öðrum en hjúkrunarfræðingi, er þannig ætíð á ábyrgð hjúkrunarfræðings- ins. Þetta kemur og skýrt fram í lögum um sjúkraliða (nr. 58/1984 með síðari breytingum) en þar segir í 1. málsgr. 5. gr.: „Sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn þess hjúkrunar- fræðings sem fer með stjóm viðkomandi stofnunar, deildar eða hjúkmnareiningar °g ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum.“ 5. Lög um mólefni aldraðra Aður hefur verið vikið að 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu sem er m.a. ®tlað að tryggja jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu, þ-á.m. heimahjúkrun, hvort sem þeir em ungir eða aldnir, íslenskir að uppruna eða erlendir, heilbrigðir eða sjúkir. Þrátt fyrir þetta var talin ástæða til í byrjun níunda áratugarins að setja sérlög um málefni aldraðra og þá þjónustu sem þeir skulu njóta, m.a. heilbrigðisþjón- ustu. Það vekur á hinn bóginn athygli að a sama tíma voru sett sérlög um málefni fatlaðra. Þar voru ýmis sérákvæði um þjónustu fyrir fatlaða, þó ekki heima- hjúkmn. í gildandi lögum um málefni fatlaðra (nr. 59/1992) segir f 7. gr.: „Fatlaðir skulu eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ávallt skal leitast við að veita fötluðum þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði menntunar og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Reynist þjónustuþörf hins fatlaða meiri en svo að henni verði fullnœgt innan almennrar þjónustu skal hinn fatlaði fá þjónustu samkvœmt lögum þessum. “ Sjálfsagt endurspeglar þessi framsetning það ástand sem var annars vegar í öldrunarmálum á þessum tíma og hins vegar málefnum fatlaðra. Brotalömin í þjónustunni við aldraða var fyrst og fremst skortur á samræmingu heimaþjónustu. I gildandi lögum um málefni aldraðra (nr. 82/1989 með síðari breyt- ingum) er sett fram markmið um það að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustu- stigi sem er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand liins aldraða. Þar kemur og fram að tilgangur laganna er að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnana- þjónusta þegar hennar gerist þörf. Eftir því sem kostur er skal sjálfsákvörðunar- réttur aldraðra í því efni virtur og möguleikar þeirra til ráðstöfunar eigin eigna og lífeyris ef þess gerist þörf. Stjórn öldrunarmála á starfssvæði hverrar heilsugæslustöðvar er í höndum öldrunamefndar sem er sameiginleg undirnefnd stjórnar heilsugæslustöðvar og félagsmálanefndar. Öldmnamefnd skal kveðja menn til starfa í þjónustuhópi aldraðra, sem er samstarfshópur starfsliðs heilsugæslu og félagslegrar þjónustu sveitarfélaga á starfssvæði hlutaðeigandi heilsugæslu- stöðvar. Þar skulu vera læknir með sérmenntun á sviði heimilislækninga, lyflækninga eða öldrunarlækninga, hjúkmnarfræðingur með þekkingu á öldrunarþjónustu eða heilsugæslu og tveir starfsmenn félagslegrar þjónustu á svæðinu og skal annar vera félagsráðgjafi ef unnt er. I öllu starfi sínu skal þjónustu- hópurinn hafa að leiðarljósi það mark- mið laganna að aldrað fólk geti sem lengst búið við eðlilegt heimilislíf. Hlutverk þjónustuhópsins er: • að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra á starfssvæðinu • að meta vistunarþörf •að setja upp í samvinnu við hinn aldraða samþætta áætlun um heimaþjónustu sem byggist á samræmdu faglegu mati • að leitast við að tryggja að aldraðir á starfssvæðinu fái þá þjónustu sem þeir þarfnast. í III. kafla laganna um málefni aldraðra er sérstaklega fjallað um heimaþjónustu. Þar er heimaþjónusta skilgreind þannig: „Með heimaþjónustu er átt við þá þjónustu sem veitt er öldruðum sem búa heima. Sú þjónusta byggist á hjálp til sjálfslijálpar og tekur mið af heilsufars- legu og félagslegu ástandi einstaklingsins og er hún tvíþœtt. Annars vegar er heilbrigðisþáttur heimaþjónustu sem er í höndum starfsliðs heilsugæslustöðva. Hins vegar er félagslegur þáittur heimaþjónustu sem er í liöndumfélagslegrar þjónustu viðkomatuli sveitarfélaga eða aðila sem sveilarfélög semja við. ” Lögin leggja þá skvldu á sveitar- félög að þau reki heimaþjónustu fyrir aldraða. Jafnframt er hvatt til samvinnu milli sveitarfélaga um rekstur heima- þjónustu, a.m.k. milli þeirra sveitar- félaga sem standa saman að rekstri öldrunarnefndar. Þá gera lögin ráð fyrir að heimaþjónusta sé veitt um kvöld, nætur og helgar þegar þess er þörf. Loks er svo fyrir mælt að skipulag hinna ýmsu þátta heimaþjónustu sé í höndum viðkomandi sveitarfélaga að fengnum tillögum öldrunarnefndar og þjónustu- hóps aldraðra á starfssvæðinu. Kostnaður af rekstri heimaþjónustu skal skiptast þannig að sveitarfélög beri kostnað af félagslegum þætti hennar en ríkissjóður heilbrigðisþættinum. Sveitar- stjórnum er gefin heimild til að setja gjaldskrá vegna heimaþjónustu sem þeir veita en þó undanþiggja lögin gjald- skyldu þá sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri og tekjutryggingu almanna- trygginga. Lögin um málefni aldraðra gengu í gildi I. janúar 1990. Skv. gildistöku- ákvæði þeirra skal endurskoða þau innan fimm ára frá gildistöku. Væntanlega mun nauðsyn sérákvæða um heimaþjónustu aldraðra sérstaklega TlMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996 155

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.