Fréttablaðið - 13.05.2017, Side 8
Menntun „Það er eðlilegast að draga
þá ályktun að starfsánægja sé mjög
tengd stjórnunarháttum. Þessar
stofnanir eru með misflinka stjórn-
endur,“ segir Guðríður Arnardóttir,
formaður Félags framhaldsskóla-
kennara, um niðurstöður könnunar
SFR á Stofnun ársins. Guðríður segir
að aðbúnaður fólks skipti líka miklu
máli.
Út úr niðurstöðunum má lesa
mjög mikinn mun á ánægju starfs-
manna framhaldsskólanna. Fjöl-
brautaskóli Vesturlands á Akranesi
stendur verst allra framhaldsskól-
anna, en Menntaskólinn á Trölla-
skaga kemur best út. Framhalds-
skólinn í Vestmannaeyjum kemur
næstbest út en Menntaskólinn í
Kópavogi kemur næstverst út.
„Ef þú býrð við sanngirni og þér
finnst borin virðing fyrir því sem
þú segir að þá ertu ánægðari í starfi,
en ef þú upplifir að þú hafir ekkert
að segja og hafir engin áhrif,“ segir
Guðríður. Hún segir niðurstöðuna
í könnuninni í takti við það sem
stéttarfélagið hafi upplifað.
Athygli vekur að Fjölbrauta-
skólinn í Ármúla kemur allra skóla
á höfuðborgarsvæðinu best út úr
könnuninni. Viðræður standa nú
yfir milli ríkisins og Tækniskólans
um að Ármúlaskóli verði samein-
aður Tækniskólanum.
Félag framhaldsskólakennara hóf
í vetur könnun á viðhorfi félags-
manna til stjórnunarhátta og fag-
mennsku skólameistara. Könnunin
var stöðvuð að kröfu stjórnar Skóla-
meistarafélagsins. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Félagi framhaldsskóla-
kennara verður hafist handa við
könnunina á ný á næstu dögum. „Var
sest yfir framkvæmd og uppbygg-
ingu könnunarinnar og spurningar
snyrtar til, opnum spurningum er
sleppt alveg og könnunin stytt veru-
lega en markmiðið er það sama: að
skoða hvað brennur á okkar félags-
mönnum varðandi stjórnun í fram-
haldsskólunum og finna besta skóla-
meistarann,“ segir í tölvupóstinum.
Tilgangur með vali á stofnun
og fyrirtæki ársins er að taka eftir
og verðlauna vinnustaði sem ná
framúrskarandi árangri við stjórnun
mannauðs. Þá er tilgangurinn einn-
ig að veita stjórnendum tæki til að
vinna að umbótum í stjórnun og
starfsumhverfi.
Fréttablaðið óskaði eftir við-
brögðum frá Ágústu Elínu Ingþórs-
dóttur, skólameistara Fjölbrauta-
skóla Vesturlands, við könnuninni
en hún svaraði ekki skilaboðum.
jonhakon@frettabladid.is
Kennarar á
Akranesi eru
óánægðastir
Fjölbrautaskóli Vesturlands kemur verst allra fram-
haldsskóla út úr könnun. Fjölbrautaskólinn við
Ármúla kemur best út af öllum skólum á höfuð-
borgarsvæðinu. Félag framhaldsskólakennara fylgir
niðurstöðum eftir með eigin könnun.
Umhverfisstyrkur
Ergo
sími 440 4400 > www.ergo.is
Umhverfissjóður Ergo auglýsir eftir umsóknum um umhverfisstyrk
Sendu inn þína hugmynd
Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkinn. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja
umsókninni ásamt skýringu á því hvernig nýta eigi styrkinn.
Frestur til að senda inn umsóknir er til 31. maí. Öllum umsóknum verður svarað.
Kynntu þér málið nánar á ergo.is
2012
Radiant Game
Tölvuleikur fyrir börn til að
efla umhverfisvitund
2014
Haugfé
Endurvinnsla á efni
í listsköpun
2012
Vindmyllur
Sem styðja
sjálfbærni
2015
Hjólafærni
Kortlagning á hjólaleiðum
um Ísland
2016
Team Spark
Rafmagnsbíll hannaður af
verkfræðinemum í HÍ
2013
Kristinn Jón Ólafsson
Fræðsluefni til barna
um rafmagnsnotkun
2013
Blái herinn
Hreinsun
á náttúrunni
Sjóðurinn hefur frá því 2012 úthlutað umhverfisstyrk að fjárhæð 500.000 kr.
að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári til frumkvöðalverkefna. Markmið sjóðsins er
að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umferðar- og umhverfismála.
Stjórnendavandi er sagður í Fjölbrautaskólanum. Fréttablaðið/Pjetur
Menntaskólinn
á tröllaskaga 4,669
Framhaldsskólinn
í Vestmannaeyjum 4,653
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja 4,421
Menntaskólinn
að laugarvatni 4,378
Framhaldsskólinn
á Húsavík 4,322
Verkmenntaskóli
austurlands 4,291
Menntaskólinn
á egilsstöðum 4,242
Fjölbrautaskólinn
í Ármúla 4,218
Fjölbrautaskólinn
í Garðabæ 4,202
Fjölbrautaskóli
Snæfellinga 4,201
Menntaskólinn
á akureyri 4,141
Menntaskólinn
í reykjavík 4,138
Framhaldsskólinn
í Mosfellsbæ 4,042
Framhaldsskólinn
á laugum 4,031
Menntaskólinn
á Ísafirði 4,025
Kvennaskólinn
í reykjavík 3,998
Menntaskólinn
við Hamrahlíð 3,977
Flensborgarskóli 3,848
Verkmenntaskólinn á
akureyri 3,801
Menntaskólinn
við Sund 3,801
borgarholtsskóli 3,755
Fjölbrautaskóli
norðurlands vestra 3,681
Fjölbrautaskólinn
í breiðholti 3,659
Menntaskólinn
í Kópavogi 3,626
Fjölbrautaskóli
Vesturlands 3,402
Stofnanir fengu ein-
kunnir á kvarðanum 1-5
1 3 . M a í 2 0 1 7 L a u G a R D a G u R8 f R é t t i R ∙ f R é t t a B L a ð i ð
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
9
-6
A
4
4
1
C
D
9
-6
9
0
8
1
C
D
9
-6
7
C
C
1
C
D
9
-6
6
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K