Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 18

Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Logi Bergmann Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki stjórnmálamaður. Hann kemur úr við-skiptalífinu eins og flestir vita. Tvennum sögum fer af því hvernig honum hefur tekist að ávaxta þau auðæfi sem hann erfði eftir föður sinn. Í kringum forsetakosningarnar síðastliðið haust var staðhæft að Trump hefði haft meira upp úr því að leggja fé í hlutabréfasjóði sem byggðust á bandarísku NASDAQ vísitölunni en að standa í eigin viðskiptabrölti. Með öðrum orðum, hefði betur verið heima setið en af stað farið. Enginn velkist þó í vafa um að Trump kann þá list að upphefja sjálfan sig. Hann hefur alla tíð verið áberandi á forsíðum dagblaða og glanstímarita. Frægðarsól hans reis hæst í tengslum við þáttinn The Apprentice þar sem hann réði og rak ungt og upprennandi fólk úr vinnu með miklum tilþrifum. Trump virðist ætla að halda uppteknum hætti nú þegar í Hvíta húsið er komið. Embættisverk hans vekja ávallt mikla athygli, þótt tvennum sögum fari af árangr- inum. Aðferðirnar sem hann beitir í starfsmannahaldinu minna óþægilega á þjösnaskapinn, sem hann sýndi unga fólkinu í sjónvarpsþættinum forðum. Í þessari viku rak Trump stjórnanda FBI, James Comey, úr embætti með tilþrifum. Tvær ef ekki þrjár ástæður eru gefnar. Talsmenn Trumps gáfu til kynna að Comey hefði brugðist við meðferð á tölvupóstamáli Hillary Clinton. Mike Pence varaforseti tók svo sérstaklega fram að Trump hefði farið eftir ráðleggingum dómsmálaráðherra síns í málinu. Sjálfur kom Trump svo í viðtal og lét í ljós að Comey hefði þurft að taka pokann sinn vegna Rússlandsmálsins svokallaða, það er að segja þeirra ásakana að Rússar hafi á óeðlilegan hátt beitt sér fyrir því að Trump næði kjöri síðastliðið haust. Hann bætti svo við að hann hefði tekið ákvörðunina einn síns liðs og hvorki þurft leiðsögn frá dómsmálaráðherranum né nokkrum öðrum. Allt sem forsetinn sagði stangaðist á við það sem undirmenn hans höfðu áður látið út úr sér. Þetta er í annað sinn sem forstöðumanni FBI er vikið úr embætti. Fyrra tilfellið var í stjórnartíð Bills Clinton og var nokkuð óumdeilt en William Sessions, sá sem var látinn fara, var flæktur í net hneykslismála. Nú er rétt- lætingin allt önnur og persónulegri. Trump virðist hafa óttast að Comey myndi hefja rannsókn á tengslum hans sjálfs og stjórnar hans við Rússa. Ef satt reynist kembir Trump varla hærurnar á valda- stóli. Í besta falli er það þó stórkostlegt áhyggjuefni að sjálfur forseti Bandaríkjanna beiti enn sömu aðferðum og hann gerði í sínum dapra sjónvarpsþætti um árið. Ýmsir höfðu áhyggjur af því að skapgerð Trumps hentaði ekki hans háa embætti. Með hverri vikunni sem líður bendir fleira til að áhyggjurnar hafi ekki verið ástæðulausar. Rekinn með tilþrifum Allt sem forsetinn sagði stangað- ist á við það sem undir- menn hans höfðu áður látið út úr sér. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Maður verður að vera léttur. Ég er búinn að segja þetta milljón sinnum. Og þetta á alltaf við en alveg sérstaklega þessa viku. Eurovisi- on. Það er allt skemmtilegt við þetta en okkur hættir til að taka þetta full alvarlega. Svona eins og þetta sé í alvöru keppni í tónlist. Sem er nánast það fyndnasta sem ég hef heyrt! Við erum stundum eins og maður sem fer á bekkjar- kvöld í skólanum hjá barninu sínu og fer svo heim og skrifar harðorða gagnrýni um það. Alveg brjálaður! Í stað heillar viku af gleði eru nefnilega svo margir sem ákveða að eyða þessari viku í samsæriskenn- ingar, djúpar tónlistarlegar pælingar, vangaveltur um strauma og stefnur og viðbrögð blaðamanna. (Ég held að ég sé ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli þegar ég segi að þetta eru ekki allt alvöru blaðamenn. Finnst ykkur líklegt að margir fjölmiðlar sendi blaðamann í tveggja vikna ferð til að taka selfies af sér með kepp- endum? Það ætti líka að vera vísbending þegar blaða- menn spyrja hvað sé að frétta af „Síga og Grætar“.) Auðvitað væri gaman að vinna. Það eru reyndar meiri líkur á því að við vinnum einhvern tímann en að blaðamannafundur íslenska hópsins gangi ekki vel eða að íslenski hópurinn klúðri æfingu. Plebbahelgi Þetta er vikan sem við leyfum okkur að vera plebbar. Baða okkur í Vogaídýfu, troða í okkur of mörgum pitsum og mögulega drekka of mikið. Ótrúlegustu menn verða sérfræðingar í búningum og dansi og fyrir flesta er þetta eina landafræðikennslan sem þeir hafa fengið eftir grunnskóla. Umgjörðin verður svo alltaf keppni í að fara aðeins of langt. Oft hjá þjóðum sem hafa eiginlega ekki efni á því. Allt er aðeins of stórt og mikið og pínu tilgerðar- legt. En svo kemur sveitamennskan, svo falleg og skemmtileg, þegar Jon Ola Sand kemur – alltaf eins og óvart – í mynd og tilkynnir að sýslumaður hafi farið yfir allt heila landafræðisamsærið. Svo sitjum við eins og á kosninganótt og botnum ekkert í því af hverju okkar flokkur/lag naut ekki trausts kjósenda. EIns og við vorum stolt af því! Sameinumst! Við sameinumst í meðvirkni með okkar fólki. Það skipti sennilega ekki máli þótt Svala hefði ökkla- brotnað, gubbað og gleymt textanum. Okkur hefði alltaf fundist að hún hefði staðið sig frábærlega. Sem hún reyndar gerði. Og við erum brjáluð yfir að aðrar þjóðir hafi ekki séð það. En svo er þetta líka eina kvöldið þar sem það er fyllilega samþykkt að tala um feitt fólk og ljótt. Jafn- vel henda í smá rasisma. Bara ef maður man að setja #12stig á eftir. Við eigum að sameinast í gleði. Gleðjast yfir því að það er ekki jafn rosalega hallærislegt og hér í eina tíð að horfa. Eða yfir því að það er í lagi að vera svo hall- ærislegur að hafa gaman af þessu. Fagna því að það eru ekki bara gamlir píanókennarar sem fá að kjósa. Og náttúrlega því að fá að vera með. Það er nú eitthvað! Óður til gleðinnar? Þetta er vikan sem við leyfum okkur að vera plebbar. Baða okkur í Vogaídýfu, troða í okkur of mörgum pitsum og mögulega drekka of mikið. Ótrúlegustu menn verða sérfræðingar í búningum og dansi og fyrir flesta er þetta eina landafræðikennslan sem þeir hafa fengið eftir grunnskóla. 1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 9 -3 8 E 4 1 C D 9 -3 7 A 8 1 C D 9 -3 6 6 C 1 C D 9 -3 5 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.