Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 20

Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 20
Handbolti Fram leiðir einvígið gegn Stjörnunni 2-0 eftir tvo nauma sigra. Framkonur fá því þrjá leiki til að tryggja sér 21. Íslandsmeistara- titilinn í sögu félagsins og þann fyrsta síðan 2013. „Maður vonast auðvitað eftir jöfnum leik og að Stjarnan vinni. En ég hef áhyggjur af því. Mér fannst Stjörnukonur pínu sprungnar and- lega í síðasta leik. Þessi sería á undan virtist vera andlega erfið fyrir þær,“ sagði Kristín Guðmunds- dóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún vísaði þar til einvígis Stjörnunnar og Gróttu í undanúrslitunum sem Garðbæingar unnu 3-2, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur ósigur í öðrum leiknum vegna ólöglegs leikmanns. Fram vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í Garðabænum, 24-25, þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13 mínútur leiksins. Á miðvikudaginn vann Fram svo 25-22 sigur á heima- velli sínum í Safamýrinni. Ekkert gekk upp hjá Stjörnunni „Í öðrum leiknum gengu hlutir upp hjá Fram sem hafa ekki gengið upp áður. Á meðan gekk ekkert upp hjá Stjörnunni,“ sagði Kristín. „Manni finnst eins og Fram sé að fara að vinna þetta. En það þarf svo lítið að snúast við svo Stjarnan komist á blað. Ég held að það komi í ljós á fyrstu 10 mínútunum hvort þær séu tilbúnar.“ Stjarnan og Fram eru óumdeilan- lega bestu lið landsins en þau hafa barist um þá titla sem í boði eru í vetur. Fram vann Stjörnuna í úrslita- leik deildabikarsins en Garðbæing- ar unnu Framkonur í bikarúrslita- leiknum og í eiginlegum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. „Stjarnan er með svaka leikmenn innanborðs og það sýndi sig í bikar- úrslitaleiknum og sérstaklega þegar þær urðu deildarmeistarar. Fram mátti þá tapa með fimm mörkum en Stjarnan vann með sex,“ sagði Kristín sem lýsir eftir lykilmönnum Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu. „Mér finnst hafa vantað Rakel [Dögg Bragadóttur] og Sollu [Sól- veigu Láru Kjærnested] í síðustu tvo leiki. Ég hef enga trú á því þær vilji tapa svona. Innst inni vona ég að þær verði í essinu sínu og eigi góðan leik.“ Hátt spennustig hjá Fram Kristín segir að hátt spennustig geti orðið Fram fjötur um fót í leiknum á morgun. „Fram fer í leikinn til að verða meistari og ætlar að verða meistari og það getur stundum hækkað spennustigið. Þetta gæti sprungið í höndunum á þeim. Það getur allt gerst þótt ég spái því að Fram verði Íslandsmeistari, þó ekkert endilega á sunnudaginn [á morgun],“ sagði Kristín. Stjarnan hefur verið í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2013 en alltaf tapað. Kristín segir að þessi endalausu töp í úrslitunum geti haft áhrif á liðið á morgun. „Þetta hefur allt áhrif. Þótt þú ætlir ekki að hugsa um þessa hluti Síðasti sénsinn að vinna Fram Kvennalið Fram í handbolta getur tryggt sér 21. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Stjörn- unni í Garðabænum á morgun. Þetta gæti verið síðasti möguleikinn til að vinna Fram í nokkur ár. Conte kóngurinn á Brúnni Meistarar Chelsea varð í gær Englandsmeistari eftir 1-0 sigur á WBA þar sem Michy Batshuayi skoraði sigurmarkið á 82. mínútu. Hér fagnar Antonio Conte í leikslok en Ítalinn vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð sem knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins. NordicpHotoS/GEtty Hanna Guðrún þekkir leiðina Það hefur tvisvar sinnum gerst í sögu úrslitakeppni kvenna í handbolta að lið komi til baka úr 2-0 stöðu og vinni Íslandsmeistara- titilinn. Í bæði skiptin voru Haukar að verki. Haukar lentu 2-0 undir gegn Stjörnunni árið 1996 en komu til baka, unnu þrjá leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistara- titilinn. Stjarnan komst aftur í 2-0 gegn Haukum 2002 en Hafnfirðingar endurtóku leikinn og tóku titilinn. Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í Hauka- liðinu á þessum tíma og þekkir þessa stöðu því vel. Hanna kom lítið við sögu í úrslitakeppninni 1996 en var í lykilhlutverki í Haukaliðinu sex árum seinna. Hún skoraði þá 19 mörk í leikjunum fimm í úrslitaeinvíginu. Hanna, sem er 38 ára gömul, er komin með 11 mörk í úrslitaeinvíginu gegn Fram. Laugardagur 08.55 F1: Æfing - Spánn Sport 2 11.20 Man city - Leicester Sport 11.50 F1: tímataka - Spánn Sport 2 13.25 Leipzig - B. München Sport 2 13.25 Augsb. - dortmund Sport 4 13.25 Leipzig - B. München Sport 2 13.30 Formúla E - Mónakó Sport 3 13.50 Sunderland - Swansea Sport 16.20 Stoke - Arsenal Sport 16.25 Fulham - reading Sport 2 18.00 the players Golfstöðin 01.30 UFc countdown Sport 02.00 UFc 211 Sport olís-deild karla 14.00 Valur - FH Valshöllin Sunnudagur 10.50 c. palace - Hull Sport 10.55 Huddersf. - Sheff. W. Sport 3 11.30 F1: Keppni - Spánn Sport 2 13.05 West Ham - Liverpool Sport 15.20 tottenham - Man Utd Sport 16.45 Kr - ÍA Sport 2 17.50 KA - Fjölnir Sport 3 17.55 real Madrid - Sevilla Sport 17.55 L. palmas - Barcelona Sport 3 18.00 the players Golfstöðin 19.45 Breiðablik - Stjarnan Sport 2 11.50 F1: tímataka - Spánn Sport 2 olís-deild kvenna 16.00 Stjarnan - Fram TM-höllin pepsi-deild karla 17.00 ÍBV - Víkingur r. Hásteinsv. 18.00 Grindavík - Vík. Ó. Grindavík Helgin West Brom - chelsea 0-1 0-1 Michy Batshuayi (82.). Everton - Watford 1-0 1-0 Ross Barkley (56.). Enska úrvalsdeildin FÉLAG L U J t MÖrK S chelsea 36 28 3 5 76-29 87 tottenham 35 23 8 4 71-23 77 Liverpool 36 20 10 6 71-42 70 Man. city 35 20 9 6 70-37 69 Arsenal 35 20 6 9 68-42 66 Man. Utd 35 17 14 4 51-27 65 Everton 37 17 10 10 61-41 61 WBA 36 12 9 15 41-46 45 Leicester 35 12 7 16 45-54 43 Southamp. 35 11 9 15 39-46 42 B’mouth 36 11 9 16 52-65 42 West Ham 36 11 9 16 45-59 42 Stoke 36 10 11 15 39-52 41 Burnley 36 11 7 18 37-51 40 Watford 36 11 7 18 37-59 40 crystal p. 36 11 5 20 46-61 38 Swansea 36 10 5 21 41-69 35 Hull 36 9 7 20 36-69 34 Boro 35 5 13 17 26-45 28 Sunderland 35 6 6 23 28-60 24 HK - Leiknir r. 3-2 1-0 Árni Arnarson (17.), 2-0 Ingiberg Ólafur Jónsson (32.), 2-1 Ragnar Leósson (35.), 2-2 Halldór Kristinn Halldórsson (56.), 3-2 Ágúst Freyr Hallsson (90.+2). Fram - Haukar 2-2 0-1 Arnar Aðalgeirsson (27.), 0-2 Björgvin Stefánsson (75.), 1-2 Simon Smidt (82.), 2-2 Ivan Bubalo (90.+4). Grótta - Fylkir 1-2 1-0 Andri Þór Magnússon (16.), 1-1 Hákon Ingi Jónsson (28.), 1-2 Daði Ólafsson (90.). Ír - Þróttur 1-2 0-1 Emil Atlason (69.), 0-2 Daði Bergsson (77.), 1-2 Jón Gísli Ström (90.). inkasso-deildin Nýjast Efri Fylkir 6 Fram 4 Haukar 4 Selfoss 3 HK 3 Þróttur 3 Neðri Leiknir F. 1 Keflavík 1 Grótta 1 Leiknir R. 1 ÍR 0 Þór 0 láta þeir alltaf á sér kræla. Þú þarft að vera yfirvegaður og andlega klár að stilla hugann. Það er hugar- þjálfun að hugsa ekki um hluti sem skipta ekki máli,“ sagði Kristín. Upphafið að gullöld Fram? Þótt Fram hafi verið með gott lið í vetur verður það ennþá betra á næsta tímabili. Þórey Rósa Stefáns- dóttir er búin að semja við Fram og allar líkur eru á því að Karen Knútsdóttir snúi einnig heim í Safamýrina. Þar eru á ferðinni tveir byrjunarliðsmenn í íslenska lands- liðinu og þær munu styrkja Fram- liðið gríðarlega mikið. En er þetta síðasti möguleikinn á að vinna Fram áður en liðið tekur yfir íslenskan kvennahandbolta? „Já, ég myndi segja það. Ég ætla að setja smá pressu á þær. Ef þær fá Karenu eru þær komnar með meistaralið. Hin félögin þurfa að græja eitthvað í sumar ef þau ætla að eiga möguleika,“ sagði Kristín að lokum. ingvithor@365.is Þetta hefur allt áhrif. Þótt þú ætlir ekki að hugsa um þessa hluti láta þeir alltaf á sér kræla. Hanna G. Stefánsdóttir 1 3 . m a í 2 0 1 7 l a U G a R d a G U R20 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 9 -4 C A 4 1 C D 9 -4 B 6 8 1 C D 9 -4 A 2 C 1 C D 9 -4 8 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.