Fréttablaðið - 13.05.2017, Qupperneq 20
Handbolti Fram leiðir einvígið
gegn Stjörnunni 2-0 eftir tvo nauma
sigra. Framkonur fá því þrjá leiki til
að tryggja sér 21. Íslandsmeistara-
titilinn í sögu félagsins og þann
fyrsta síðan 2013.
„Maður vonast auðvitað eftir
jöfnum leik og að Stjarnan vinni.
En ég hef áhyggjur af því. Mér fannst
Stjörnukonur pínu sprungnar and-
lega í síðasta leik. Þessi sería á
undan virtist vera andlega erfið
fyrir þær,“ sagði Kristín Guðmunds-
dóttir, leikmaður Vals, í samtali við
Fréttablaðið í gær. Hún vísaði þar
til einvígis Stjörnunnar og Gróttu í
undanúrslitunum sem Garðbæingar
unnu 3-2, þrátt fyrir að hafa verið
dæmdur ósigur í öðrum leiknum
vegna ólöglegs leikmanns.
Fram vann fyrsta leikinn gegn
Stjörnunni í Garðabænum, 24-25,
þrátt fyrir að skora ekki síðustu 13
mínútur leiksins. Á miðvikudaginn
vann Fram svo 25-22 sigur á heima-
velli sínum í Safamýrinni.
Ekkert gekk upp hjá Stjörnunni
„Í öðrum leiknum gengu hlutir upp
hjá Fram sem hafa ekki gengið upp
áður. Á meðan gekk ekkert upp hjá
Stjörnunni,“ sagði Kristín. „Manni
finnst eins og Fram sé að fara að
vinna þetta. En það þarf svo lítið
að snúast við svo Stjarnan komist
á blað. Ég held að það komi í ljós á
fyrstu 10 mínútunum hvort þær séu
tilbúnar.“
Stjarnan og Fram eru óumdeilan-
lega bestu lið landsins en þau hafa
barist um þá titla sem í boði eru í
vetur. Fram vann Stjörnuna í úrslita-
leik deildabikarsins en Garðbæing-
ar unnu Framkonur í bikarúrslita-
leiknum og í eiginlegum úrslitaleik
um deildarmeistaratitilinn.
„Stjarnan er með svaka leikmenn
innanborðs og það sýndi sig í bikar-
úrslitaleiknum og sérstaklega þegar
þær urðu deildarmeistarar. Fram
mátti þá tapa með fimm mörkum
en Stjarnan vann með sex,“ sagði
Kristín sem lýsir eftir lykilmönnum
Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu.
„Mér finnst hafa vantað Rakel
[Dögg Bragadóttur] og Sollu [Sól-
veigu Láru Kjærnested] í síðustu
tvo leiki. Ég hef enga trú á því þær
vilji tapa svona. Innst inni vona ég
að þær verði í essinu sínu og eigi
góðan leik.“
Hátt spennustig hjá Fram
Kristín segir að hátt spennustig geti
orðið Fram fjötur um fót í leiknum
á morgun.
„Fram fer í leikinn til að verða
meistari og ætlar að verða meistari
og það getur stundum hækkað
spennustigið. Þetta gæti sprungið
í höndunum á þeim. Það getur allt
gerst þótt ég spái því að Fram verði
Íslandsmeistari, þó ekkert endilega
á sunnudaginn [á morgun],“ sagði
Kristín.
Stjarnan hefur verið í úrslitum
um Íslandsmeistaratitilinn síðan
2013 en alltaf tapað. Kristín segir
að þessi endalausu töp í úrslitunum
geti haft áhrif á liðið á morgun.
„Þetta hefur allt áhrif. Þótt þú
ætlir ekki að hugsa um þessa hluti
Síðasti sénsinn að vinna Fram
Kvennalið Fram í handbolta getur tryggt sér 21. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Stjörn-
unni í Garðabænum á morgun. Þetta gæti verið síðasti möguleikinn til að vinna Fram í nokkur ár.
Conte kóngurinn á Brúnni
Meistarar Chelsea varð í gær Englandsmeistari eftir 1-0 sigur á WBA þar sem Michy Batshuayi skoraði sigurmarkið á 82. mínútu. Hér fagnar
Antonio Conte í leikslok en Ítalinn vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð sem knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins. NordicpHotoS/GEtty
Hanna Guðrún þekkir leiðina
Það hefur tvisvar sinnum
gerst í sögu úrslitakeppni
kvenna í handbolta að lið
komi til baka úr 2-0 stöðu
og vinni Íslandsmeistara-
titilinn. Í bæði skiptin voru
Haukar að verki.
Haukar lentu
2-0 undir gegn
Stjörnunni árið
1996 en komu
til baka, unnu
þrjá leiki í röð
og tryggðu sér
Íslandsmeistara-
titilinn. Stjarnan komst
aftur í 2-0 gegn Haukum
2002 en Hafnfirðingar
endurtóku leikinn og tóku
titilinn.
Hanna Guðrún
Stefánsdóttir, leikmaður
Stjörnunnar, var í Hauka-
liðinu á þessum tíma og
þekkir þessa stöðu því vel.
Hanna kom lítið við sögu
í úrslitakeppninni 1996
en var í lykilhlutverki í
Haukaliðinu sex árum
seinna. Hún skoraði þá 19
mörk í leikjunum fimm í
úrslitaeinvíginu.
Hanna, sem er 38 ára
gömul, er komin með 11
mörk í úrslitaeinvíginu
gegn Fram.
Laugardagur
08.55 F1: Æfing - Spánn Sport 2
11.20 Man city - Leicester Sport
11.50 F1: tímataka - Spánn Sport 2
13.25 Leipzig - B. München Sport 2
13.25 Augsb. - dortmund Sport 4
13.25 Leipzig - B. München Sport 2
13.30 Formúla E - Mónakó Sport 3
13.50 Sunderland - Swansea Sport
16.20 Stoke - Arsenal Sport
16.25 Fulham - reading Sport 2
18.00 the players Golfstöðin
01.30 UFc countdown Sport
02.00 UFc 211 Sport
olís-deild karla
14.00 Valur - FH Valshöllin
Sunnudagur
10.50 c. palace - Hull Sport
10.55 Huddersf. - Sheff. W. Sport 3
11.30 F1: Keppni - Spánn Sport 2
13.05 West Ham - Liverpool Sport
15.20 tottenham - Man Utd Sport
16.45 Kr - ÍA Sport 2
17.50 KA - Fjölnir Sport 3
17.55 real Madrid - Sevilla Sport
17.55 L. palmas - Barcelona Sport 3
18.00 the players Golfstöðin
19.45 Breiðablik - Stjarnan Sport 2
11.50 F1: tímataka - Spánn Sport 2
olís-deild kvenna
16.00 Stjarnan - Fram TM-höllin
pepsi-deild karla
17.00 ÍBV - Víkingur r. Hásteinsv.
18.00 Grindavík - Vík. Ó. Grindavík
Helgin
West Brom - chelsea 0-1
0-1 Michy Batshuayi (82.).
Everton - Watford 1-0
1-0 Ross Barkley (56.).
Enska úrvalsdeildin
FÉLAG L U J t MÖrK S
chelsea 36 28 3 5 76-29 87
tottenham 35 23 8 4 71-23 77
Liverpool 36 20 10 6 71-42 70
Man. city 35 20 9 6 70-37 69
Arsenal 35 20 6 9 68-42 66
Man. Utd 35 17 14 4 51-27 65
Everton 37 17 10 10 61-41 61
WBA 36 12 9 15 41-46 45
Leicester 35 12 7 16 45-54 43
Southamp. 35 11 9 15 39-46 42
B’mouth 36 11 9 16 52-65 42
West Ham 36 11 9 16 45-59 42
Stoke 36 10 11 15 39-52 41
Burnley 36 11 7 18 37-51 40
Watford 36 11 7 18 37-59 40
crystal p. 36 11 5 20 46-61 38
Swansea 36 10 5 21 41-69 35
Hull 36 9 7 20 36-69 34
Boro 35 5 13 17 26-45 28
Sunderland 35 6 6 23 28-60 24
HK - Leiknir r. 3-2
1-0 Árni Arnarson (17.), 2-0 Ingiberg Ólafur
Jónsson (32.), 2-1 Ragnar Leósson (35.),
2-2 Halldór Kristinn Halldórsson (56.), 3-2
Ágúst Freyr Hallsson (90.+2).
Fram - Haukar 2-2
0-1 Arnar Aðalgeirsson (27.), 0-2 Björgvin
Stefánsson (75.), 1-2 Simon Smidt (82.), 2-2
Ivan Bubalo (90.+4).
Grótta - Fylkir 1-2
1-0 Andri Þór Magnússon (16.), 1-1 Hákon
Ingi Jónsson (28.), 1-2 Daði Ólafsson (90.).
Ír - Þróttur 1-2
0-1 Emil Atlason (69.), 0-2 Daði Bergsson
(77.), 1-2 Jón Gísli Ström (90.).
inkasso-deildin
Nýjast
Efri
Fylkir 6
Fram 4
Haukar 4
Selfoss 3
HK 3
Þróttur 3
Neðri
Leiknir F. 1
Keflavík 1
Grótta 1
Leiknir R. 1
ÍR 0
Þór 0
láta þeir alltaf á sér kræla. Þú þarft
að vera yfirvegaður og andlega
klár að stilla hugann. Það er hugar-
þjálfun að hugsa ekki um hluti sem
skipta ekki máli,“ sagði Kristín.
Upphafið að gullöld Fram?
Þótt Fram hafi verið með gott lið
í vetur verður það ennþá betra á
næsta tímabili. Þórey Rósa Stefáns-
dóttir er búin að semja við Fram
og allar líkur eru á því að Karen
Knútsdóttir snúi einnig heim í
Safamýrina. Þar eru á ferðinni tveir
byrjunarliðsmenn í íslenska lands-
liðinu og þær munu styrkja Fram-
liðið gríðarlega mikið.
En er þetta síðasti möguleikinn
á að vinna Fram áður en liðið tekur
yfir íslenskan kvennahandbolta?
„Já, ég myndi segja það. Ég ætla
að setja smá pressu á þær. Ef þær
fá Karenu eru þær komnar með
meistaralið. Hin félögin þurfa að
græja eitthvað í sumar ef þau ætla
að eiga möguleika,“ sagði Kristín að
lokum. ingvithor@365.is
Þetta hefur allt
áhrif. Þótt þú ætlir
ekki að hugsa um þessa hluti
láta þeir alltaf á sér kræla.
Hanna G. Stefánsdóttir
1 3 . m a í 2 0 1 7 l a U G a R d a G U R20 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð
sport
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
9
-4
C
A
4
1
C
D
9
-4
B
6
8
1
C
D
9
-4
A
2
C
1
C
D
9
-4
8
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K