Fréttablaðið - 13.05.2017, Side 22
Hælisleitandi börn,
fylgdarlaus börn á flótta
Hefur þú áhuga á að taka inn á heimili þitt barn sem gæti verið á aldrinum
13 – 17 ára og kemur án fylgdar fullorðinna til Íslands?
Óskað er eftir áhugasömu fólki sem er tilbúið að vista eða fóstra barn á heimili
sínu til lengri eða skemmri tíma. Æskilegt er að þeir sem taka að sér börn í slíkum
aðstæðum hafi reynslu eða þekkingu á málefnum flóttabarna, mismunandi menningu
þeirra, trú og hefðum og eða tali tungumál þeirra.
Nauðsynlegt er að umsækjendur sæki undirbúningsnámskeið á vegum
Barnaverndarstofu, hafi möguleika á að sinna þörfum barna í nýju umhverfi og
veita þeim öruggt skjól á heimili sínu. Mikilvægt er að umsækjendur hafi
sveigjanlegan vinnutíma.
Áhugasamir vinsamlega hafi
samband við Barnaverndarstofu í síma 530 2600
eða sendi tölvupóst á bvs@bvs.is.
Ganga til
styrktar góðu
málefni
Mæðradagurinn er á morgun, 14. maí. Þá
stendur félagið Göngum saman, sem styrkir
íslenskar rannsóknir á brjóstakrabbameini,
fyrir vorgöngu um allt land og á Tenerife.
Lagt er af stað klukkan 11. Á höfuðborgar-
svæðinu er Háskólatorg upphafsstaður.
Þessar hressu
konur eru til-
búnar í gönguna
og að láta gott af
sér leiða.
Fréttablaðið/GVa
Mæðradagurinn er viðeigandi fyrir göngur t i l s t y r k t a r rannsóknum á brjóstakrabba-
meini því ein af hverjum tíu konum
getur búist við að greinast með það
einhvern tíma á ævinni. Við erum
að vekja athygli á þessu og því góða
vísindastarfi sem fer fram hér á
landi,“ segir Margrét Baldursdóttir,
félagi í Göngum saman og ein þeirra
sem undirbúa viðburð morgun-
dagsins, sem í ár ber upp á tíu ára
afmæli félagsins.
Ein ganga er á höfuðborgarsvæð-
inu og verður gengið frá Háskóla-
torgi. „Það er í þriðja sinn sem
gengið er þaðan, sem er frábært
því þar er svo góð aðstaða,“ segir
Margrét og heldur áfram: „En það
verður gengið á fjórtán stöðum á
landinu og svo á Tenerife líka. Allar
þessar göngur hefjast klukkan 11 en
á Háskólatorgi byrjum við klukkan
tíu því þar erum við með dagskrá,
skemmti atriði, söluvarning og
hlutaveltu sem engin núll eru í en
stórglæsilegir vinningar.“
Margrét segir Göngum saman
hafa átt mjög gjöfult samstarf við
íslenska hönnuði og segir Hildi
Yeoman hönnuðinn sem í ár leggi
félaginu lið. „Hildur hefur hannað
boli, við erum alltaf með nýja boli
á hverju ári, svo hefur hún líka
hannað taupoka.“
Allir eru velkomnir á Háskóla-
torgið og í gönguna sem ekkert
kostar að taka þátt í.
Í sjöunda sinn er Göngum saman
í samstarfi við bakarameistara.
Um helgina selja þeir svokallaðar
brjóstabollur og láta hluta ágóðans
renna til félagsins.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R22 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
helgin
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
9
-6
0
6
4
1
C
D
9
-5
F
2
8
1
C
D
9
-5
D
E
C
1
C
D
9
-5
C
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K