Fréttablaðið - 13.05.2017, Qupperneq 24
Katrín Oddsdóttir l ö g f ræ ð i n g u r o g Kristín Eysteinsdóttir borgar leikhússtjóri búa saman í gömlu húsi í Þingholtunum
með börn sín tvö. Þær hafa sömu
gildi í lífinu þó ólíkar séu, meta
ferðalög, listir og frelsi mikils en
líka gott heimilislíf. Kristín er rólega
týpan en Katrín ör í eðli sínu og
elskar spuna og karókí.
Þingholtin, járnhlið og tröppur.
Kristín Eysteinsdóttir kemur til
dyra, Katrín Oddsdóttir, kölluð
Kata, hefur nýlokið við að hella á
könnuna og býður til sætis við borð-
stofuborðið. Eru þær miðbæjar-
rottur? Kristín verður fyrir svörum
– hugsandi til baka: „Ja, Kata ólst
upp í Skjólunum og ég var mikið að
leika mér þar, ég hef örugglega hitt
hana í Einarsbúð og strítt henni. Svo
fór ég í Kvennó og Kata í MR. Við
bjuggum saman í Hlíðunum í fimm
ár og svo á Lindargötunni þann-
ig að radíusinn er ekkert rosalega
stór. Það á fáránlega vel við okkur
að vera nálægt miðbænum.“
Kristín: „Þessi hluti Þingholtanna
er líka bara eins og dásamlegur smá-
bær úti á landi. Hér eru litlir leik-
vellir og leynigarðar víða og bara
falleg og góð stemning. Maður
þekkir alla nágrannana, fær lánaða
hluti og stutt á leikskólann. Allt
rólegt. Svipað og að vera á Seyðis-
firði nema með þeim kosti að geta
farið niður í bæ á átta mínútum.“
Katrín: „Ég hélt það væri eitthvert
snobb að búa í Þingholtunum en
það eru alveg falleg gildi bak við
það. Að vera nærri hringiðu menn-
ingar og sjá líf þegar maður kemur
út en samt ekki í sollinum.“
Kristín og Katrín keyptu húsið
nýlega af þriðju kynslóð frá þeim
sem byggðu það. Þær eru búnar að
breyta eldhúsi í baðherbergi, svefn-
herbergi í eldhús, taka niður veggi
milli þess og stofu og stækka dyr inn
í aðra stofu. „Allar breytingar sem
við höfum gert reyndum við að hafa
í anda hússins,“ segir Kata. „Ætlum
að fara að gera upp gluggana smátt
og smátt og hafa þá í upprunalegri
mynd.“
„Það er eilífðarverkefni að eiga
gamalt hús en ótrúleg gleði sem
fylgir því,“ segir Kristín og lýsir
draumnum um svalir út frá stof-
unni og tröppur þaðan niður í garð
þar sem börnin geti leikið sér. Þær
eiga nefnilega tvö börn, dótturina
Díu sem verður fjögurra ára í júlí
og soninn Aron, tveggja ára. Hún
segir börnin vera sálufélaga. „Þau
ná ótrúlega vel saman. Það er eins
og þau hafi verið ætluð hvort öðru
sem systkini.“
Katrín hefur starfað sem lög-
maður undanfarin ár en tók sér frí
frá því starfi um sinn. „Ég byrjaði á
að taka mér launalaust leyfi í eitt ár,
frá þarsíðustu áramótum til að vera
með dótturinni og líka að berjast
fyrir stjórnarskrármálinu sem ég hef
mikinn áhuga á. Er búin að kenna
dálítið uppi í HR, halda fyrirlestra í
ýmsum löndum um stjórnarskrár-
málið og gera ýmislegt skemmtilegt.
En ég er frjáls með tímann minn
og það á ótrúlega vel við mig. Nú eru
börnin orðin tvö til að sinna. Það
er yndislegt. Sakna samt stundum
lögmennskunnar og frábærra sam-
starfsfélaga á Rétti. Það er gaman
að berjast þar því ég hef verið svo
heppin að fá að vinna í mörgum
málum sem mér finnst ég virkilega
vera að gera gagn í. Sem var ástæðan
fyrir að ég fór í þetta fag.“
Á leið hvor í sína átt
Katrín er formaður Stjórnarskrár-
félagsins og er að búa sig undir
ráðstefnu í Bandaríkjunum með
Berkley-háskóla í byrjun júní.
„Íslenska stjórnarskrármálið hefur
vakið gríðarlega athygli fræðimanna
úti um allan heim og ekki síður sú
tregða sem er á framgangi þess hér.
Prófessorar við flottustu háskólana
í Bandaríkjunum, eins og Har-
vard, Stanford og Yale, hafa verið
Minni peningar
en fleiri gæðastundir
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Kristín Eysteinsdóttir borgar-
leikhússtjóri búa saman í gömlu húsi í Þingholtunum með börn sín
tvö. Þær hafa sömu gildi í lífinu þó ólíkar séu, meta ferðalög, listir og
frelsi. Kristín er rólega týpan en Katrín ör í eðli sínu og elskar karókí.
Katrín og Kristín í nýja eldhúsinu í gamla húsinu. Fréttablaðið/GVa
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
að kenna um þetta íslenska ferli í
lagadeildum og víðar. Það eru yfir
þrjátíu manns að fara frá Íslandi á
þessa ráðstefnu, þar á meðal þing-
menn, og ég held að hún muni hafa
áhrif. Þetta er langhlaup en klárast
eins og annað.
Það eru svo ótrúlega margar
breytingar fólgnar í stjórnarskrár-
drögunum sem samfélagið þarfnast.
Nú þegar lýðræðissamfélög standa
víða höllum fæti og traust gagn-
vart kjörnum fulltrúum rýrnar úti
um allt, er það dýrmætt á heims-
vísu að eiga dæmi um framtak eins
og íslenska stjórnarskrárferlið því
það gefur öðrum innblástur, jafn-
vel þótt við höfum ekki enn náð að
klára málið með því að lögfesta nýju
stjórnarskrána.
Ráðstefnan er í San Francisco
3. júní og verður með nokkurs konar
þjóðfundarsniði, það mega allir taka
þátt en þurfa að skrá sig.“
Kristín kveðst því miður ekki
komast með vestur um haf enda sé
hún að fara í átta daga ferð til Kína
síðar í þessum mánuði. „Sýningu frá
Borgarleikhúsinu er boðið á lista-
hátíð í Macau, sem er ansi sérstök
borg og oft kölluð Las Vegas Kína,
enda er hún full af spilavítum og
karókístöðum. Við erum rúmlega
20 manna hópur sem fer frá leik-
húsinu og við sýnum Mávinn eftir
Tsjekov, en þetta er þriðja hátíðin
sem þeirri sýningu er boðið á,
hinar voru í Póllandi og Finnlandi.
Sýningin er löguð að Íslandi, gerist
í sumarbústað í íslenskri sveit og
vakti mikla athygli þegar hún var
sýnd hérlendis. Það er mikill spenn-
ingur og tilhlökkun að sýna á svona
framandi menningarsvæði og afar
nærandi fyrir leikhópinn.“
Kata kveðst alveg hefði þegið að
fara með til Kína, en þegar þær hafi
farið að horfa á skipulagið hafi þeim
fundist ómögulegt að vera svona
lengi í burtu og tekið hagsmuni
barnanna fram yfir eigin.
„Það er samt mjög slæmt fyrir mig
að missa af þessu og þegar ég heyrði
að það væri sérstakt karókíherbergi
á hótelinu fann ég til virkilegrar
öfundsýki. Þá bara sagði ég: Ég trúi
þessu ekki, ég vil koma með!“
Kristín: „Ég get staðfest að ef ég
ætla að gleðja Kötu þá fer ég með
hana í karókí. Þar eru, eins og hún
segir, fullorðnir að leika sér og ég
held að henni finnist fátt skemmti-
legra en fara í karókí eða út í brennó.“
Kata: „Eða spuna, ég er á fullu í
spuna, það er ótrúlega skemmtilegt.
Maður má ekki gleyma að leika sér.
Það er nefnilega dálítil gildra þetta
fullorðinskonsept. Við látum teyma
okkur inn í eitthvert ástand sem er
bara hundleiðinlegt. Hvað gerðum
við til að verðskulda þetta? Enda
situr fólk bara og hellir í sig, það er
eina leiðin til að fá útrás.“
Súrefni í lífið
Kristín: „Fyrir einu og hálfu ári
vorum við báðar í ótrúlega krefj-
andi vinnu þótt hvorug okkar hefði
stefnt á það. Sumir eru með fimm
ára plan um að vera orðnir eitthvað
sérstakt eða klífa metorðastigann
að ákveðnu takmarki, en í eðli
okkar viljum við hafa frekar mikið
frelsi í lífinu og ég er oft bara frekar
löt. Mér finnst það vera kostur. Það
virðist stöðutákn að vera á fullu alls
staðar en mér líður best þegar ég hef
mikinn tíma til að lesa og hugsa.
Þegar við tókum ákvörðun um
að Kata hætti í fastri vinnu utan
heimilis kom bara rosa mikið súr-
efni inn í líf okkar. Fyrst og fremst
vorum við að gera þetta með hags-
muni barnanna okkar í huga og líka
sambands okkar. Við eigum minni
pening en miklu fleiri gæðastundir
og miklu betra líf.“
Katrín: „Já, eyðsla er bara visst
fall af tekjum. Við erum búnar að
vera saman frá 2002 og það er alveg
ljóst að við höfum aldrei átt feita
sjóði, eyðum bara þeim peningum
sem okkur áskotnast, í ýmsa gáfu-
lega hluti svo sem. Nú eigum við
yndislegt heimili og höfum nóg, því
ættum við þá báðar að eyða þeim
tíma sem við höfum núna í að vinna
og vinna, meðan við erum báðar
fullfrískar og með lítil börn? Það er
engin góð ástæða sem poppar upp
í hugann nema hvað við njótum
þess báðar að vinna við það sem
við höfum valið okkur og ég held
að við höfum ýmislegt til málanna
að leggja báðar – en þessi ákvörðun
reyndist alger snilld.“
Kristín: „Ég held það sé veruleiki
rosa margra foreldra að hittast í dyr-
unum og hafa vaktaskipti.“
Katrín: „Það geta auðvitað ekki
allir leyft sér að gera þetta eins og
við.“
Kristín: „Nei, okkar uppskrift
Kata Er til dæmis mjög
hjátrúarfull, hún á
mynd af ömmu sinni
Og alltaf þEgar við
höfum flutt á nýjan
stað þá sEtur hún þEssa
mynd upp inni í svEfn-
hErbErgi, áður En allt
annað fEr inn.
Kristín
1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R24 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
9
-7
4
2
4
1
C
D
9
-7
2
E
8
1
C
D
9
-7
1
A
C
1
C
D
9
-7
0
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K