Fréttablaðið - 13.05.2017, Síða 46
Nautakjöt á grillið er alltaf dásamlegur matur. Ekki er verra ef kjötið er borið
fram með góðu grilluðu grænmeti.
Hér er einföld nautasteik sem allir
geta eldað. Ef valinn er kjúklingur
í staðinn fyrir nautið er kannski
betra að hafa kalda sósu með í stað
piparsósunnar.
Uppskriftin miðast við fjóra.
4 sneiðar nautafillet
Marinering fyrir kjötið
Marinerið kjötið áður. Best er að
láta það liggja í blöndunni í hálfan
dag, að minnsta kosti í eina klukku-
stund. Þessi marinering hentar líka
fyrir svínakjöt eða kjúkling.
2 hvítlauksrif, pressuð
2 tsk. ferskt engifer, smátt skorið
3 msk. tómatsósa
3 msk. sojasósa
2 msk. fljótandi hunang
1 msk. sesamolía
Blandið öllu vel saman. Setjið í
plastpoka ásamt kjötsneiðunum.
Lokið pokanum og geymið við
stofuhita. Þurrkið mestu sósuna af
Steik í Eurovision-partíinu
Upplagt er að hafa bæði Eurovision- og grillpartí í kvöld. Þessi uppskrift er
með nautakjöti en það má alveg breyta um kjöt og hafa kjúkling eða svín.
Æðislegt nautasteik sem gott er að snæða yfir Eurovision.
Grænmeti á
spjóti er full-
komið meðlæti
með nauta-
steikinni.
Grillaður maís.
kjötinu áður en það er sett á grillið
en í lok tímans má pensla henni
aftur yfir. Þetta er gert til að koma í
veg fyrir að kjötið brenni.
Grænmeti á spjóti
8 sjalottlaukar
4 kirsuberjatómatar
1 kúrbítur
2 paprikur
2 msk. olía
Salt og pipar
8 grillspjót
Skrælið laukinn, skolið tómatana,
kúrbít og papriku. Skerið í hæfilega
bita. Þræðið upp á spjót. Ef notuð
eru tréspjót þurfa þau að liggja
í bleyti í hálftíma áður svo þau
brenni ekki. Penslið grænmetið
með olíu og stráið salti og pipar
yfir.
Grillið spjótin á meðalhita í um
það bil 5 mínútur. Snúið af og til.
Grillið kjötið á meðalhita í 2-3
mínútur á hvorri hlið eftir þykkt.
Berið kjötið fram með grænmetinu
og gjarnan góðri piparsósu. Einnig
má hafa grillaða maískólfa með.
Grillaður maís
4 maískólfar
2 msk. mjúkt smjör
Safi og rifinn börkur úr einni
límónu
Gott salt
Setjið maískólfana í sjóðandi vatn
í um það bil 2 mínútur. Hrærið
saman smjöri, límónusafa og
rifnum berki. Penslið maísinn með
smjörinu og grillið í 5-6 mínútur.
Snúið af og til. Stráið smávegis salti
yfir í lokin.
Piparsósa
3 msk. smjör
1 laukur, mjög smátt skorinn
1 tsk. græn piparkorn
1 tsk. rósapipar
3 msk. hveiti
3 dl kjötsoð
2 dl rjómi
¼ tsk. salt
½ tsk. nýmalaður pipar
2 msk. fersk steinselja
Bræðið smjörið og steikið laukinn
þar til hann byrjar að taka lit. Setjið
rósa- og grænpipar í mortél og
merjið. Bætið síðan yfir laukinn.
Hærið hveiti saman við og hellið
síðan heitu kjötsoði saman við
svo sósan þykkni. Látið sjóða í 20
mínútur.
Bætið þá við rjómanum. Það má
setja örlítinn sósulit saman við
ef sósan er of ljós á litinn. Bragð-
bætið með salti og pipar. Það má
sigta sósuna áður en hún fer á borð
ef einhver vill ekki hafa laukinn í
henni. Ef sósan er of þykk er hún
þynnt með rjóma eða soði. Þegar
sósan er borin á borð er steinselju
stráð yfir hana.
Hasselback-kartöflur
Sumir geta ekki hugsað sér nauta-
steik án þess að hafa kartöflu. Þá er
upplagt að baka hasselback. Þær
eru bragðmiklar og góðar. Notið
stórar kartöflur og skerið þær í
þunnar sneiðar án þess að fara í
gegnum þær. Svona kartöflur passa
með flestu kjöti. Venjulega er ein
kartafla á mann.
4 kartöflur
2 msk. smjör
Paprikuduft, salt og pipar
Parmesan-ostur
Hitið ofninn í 225°C. Skrælið
kartöflurnar og skerið í þunnar
sneiðar en ekki í gegn. Þær eiga að
haldast saman á botninum. Ágætt
ráð er að setja grillspjót í gegnum
þær að neðan og skera niður að
því. Best er að skera af þeirri hlið
sem snýr niður svo kartaflan standi
vel í ofninum. Setjið kartöflurnar
í vel smurt eldfast mót og setjið
smá smjörklípur á milli sneiðanna.
Penslið kartöflurnar létt með
smjöri eða olíu og stráið kryddi og
rifnum parmesan-osti yfir. Setjið
í heitan ofninn og athugið eftir
45 mínútur hvort þær eru orðnar
mjúkar.
VE
R
T
Euro-
vision-
partý?
Þetta verður veisla
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . m a í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
9
-8
C
D
4
1
C
D
9
-8
B
9
8
1
C
D
9
-8
A
5
C
1
C
D
9
-8
9
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K