Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 82
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Í kvöld hefst Hryllingskvöld í Bíói Paradís í Reykjavík þar sem vel valdar eldri hryllingsmyndir
verða sýndar annan hvern laugar-
dag í sumar kl. 22. Fyrsta myndin
er Child’s Play frá árinu 1988 með
dúkkunni ódauðlegu, Chucky, og svo
tekur hver klassíkin við af annarri
fram í ágúst.
Hryllingsmyndir hafa verið reglu-
lega á dagskrá bíósins frá því það
var sett á fót árið 2010 að sögn Ásu
Baldursdóttur, dagskrárstjóra Bíós
Paradísar. Svartir
sunnudagar, hópur
sem skipuleggur
költ klassík sýningar
á sunnudags-
kvöldum, hefur sýnt
margar af bestu
hryllingsmyndum
kvikmynda-
sögunnar. Hann
fer alltaf í sumarfrí
og því segir Ása
að aðstandendur
bíósins hafi
viljað skipu-
leggja hryllings-
kvöld í sumar.
„Hvað er betra
en að horfa
á hryllings-
mynd að sumri
til? Aðsóknin
hefur verið ágæt en stundum
hefur hreinlega verið uppselt á
sýningarnar. Því fannst okkur til-
valið að halda fleiri hryllingskvöld.
Við höfum hægt og rólega verið að
minna á skemmtunina sem er fólgin
í því að koma saman og horfa á
góðar kvikmyndir, það er hreinlega
bara ólýsanlega gaman.“
Heillandi form
Næsta mynd á dagskrá er hin goð-
sagnakennda The Evil Dead frá 1981,
þá Carrie eftir bók Stephens King
og svo Gremlins frá 1984. Unglinga-
hrollvekjan eftirminnilega Scream
frá 1996 verður sýnd snemma í júlí,
þá Jaws eftir Steven Spielberg frá
1975 og að lokum I Know What You
Did Last Summer, önnur klassísk
unglingahrollvekja frá árinu 1997.
En hvað er svona
heillandi við þetta
form, hrollvekjuna?
Ása segir það raunar
vera risastóra spurn-
ingu. „Hrollvekjan
hefur svo margt sem
okkur finnst heillandi
og er hræðslan og hug-
myndin um hræðsluna
eitt af því sem er
mikilvægt í því sam-
hengi. Hugmyndafræði
sögunnar sem sögð er í
hryllingsmynd er einnig margbrotin
og speglar ýmislegt, t.a.m. tvíhyggju
sem brýst fram í stefjum á borð við
hið góða og hið illa, hinn lifandi
heim og heim hinna dauðu, okkar
og hinna, og svo mætti lengi telja.“
Hún segir kvikmyndina hafa á
valdi sínu að myndgera ímyndunar-
aflið með hljóði og mynd og það
sé í sjálfu sér mögnuð sögusköpun.
„Hvort sem það eru skrímsli, and-
setið fólk, vampírur eða annars
konar verur, þá spretta þær fram
ljóslifandi í hrollvekjunni á hvíta
tjaldinu. Áhorfandinn mætir oft
hinu óþekkta í þeim tilgangi að fá
hárin til að rísa. Hvort sem það tekst
eða ekki þá er hrollvekjan form
sögusköpunar sem á sér sérstakan
stað í hugum og hjörtum fólks.“
Mikil upplifun
Yngstu kvikmyndirnar eru frá
árunum 1996-1997, áður en yngstu
kvikmyndahúsagestirnir fæddust.
Ása segir að þær myndir og hinar
um leið eigi vafalaust eftir að leggjast
vel í yngri gesti. „Yngsti aldurs-
hópurinn er mjög spenntur fyrir
þessum sýningum. Við erum að ræða
um vörður í kvikmyndasögunni,
kvikmyndir sem eiga heima á hinu
stóra hvíta tjaldi. Því er nánast
guðlast að horfa á þær án þess að
sitja í myrkvuðum bíósalnum. Við
getum ekki beðið eftir að bjóða upp
á þessar perlur fyrir þá sem hafa enn
ekki notið þeirra. Unga fólkið veit að
um sannkallaða bíóupplifun er að
ræða og ekki skemmir fyrir að vera í
fullum sal af fólki, það er í raun bara
gjörsamlega geggjað.“
Opnunarmynd Hryllingskvölda,
Child’s Play, sem verður sýnd í kvöld
er auðvitað frábær fulltrúi hryllings-
mynda síns tíma. „Þessi mynd er
frábær á svo marga vegu. Dúkka, sem
er andsetin af fjöldamorðingja og
ungur saklaus drengur fær að gjöf, fer
á kreik. Leikstjórinn, Tom Holland,
fer liprum höndum um þemað enda
er dúkkan Chucky aðalstjarnan,
karakter sem hefur lifað í áranna rás
framhaldslífi út fyrir kvikmyndina
sjálfa. Ég mæli sérstaklega með þess-
ari frábæru hryllingsmynd og hvet
sem flesta til að koma á Hryllings-
kvöld í Bíói Paradís í sumar.“
Nánari upplýsingar má finna á
www.bioparadis.is.
Vörður í
kvikmyndasögunni
Klassískar hryllingsmyndir verða í aðalhlut-
verki á Hryllingskvöldum Bíós Paradísar
sem hefjast í kvöld og standa yfir í sumar.
Mörgum á eftir að bregða í brún á Hryllingskvöldum Bíós Paradísar í sumar.
Ása Baldursdóttir er dagskrárstjóri Bíós Paradísar. MYND/ANTON BRINK
Scream frá 1996 er leikstýrt af hinum eina sanna Wes Craven. Myndin naut mikilla vinsælda og átti eftir að hafa mikil áhrif.
Jaws skaut Steven
Spielberg upp á
stjörnuhimininn
árið 1975 þar sem
hann hefur verið
síðan.
Fæst í
FK, Hagkaup,
Nettó og Kosti
Reykjanesbæ
Frábært
bragð
Þú getur treyst á TUDOR
Allt það
helsta úr heimi
TÍSKUNNAR
á einum stað
GLAMOUR.IS
.is
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . m a í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
D
9
-7
E
0
4
1
C
D
9
-7
C
C
8
1
C
D
9
-7
B
8
C
1
C
D
9
-7
A
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K