Fréttablaðið - 13.05.2017, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 13.05.2017, Blaðsíða 82
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Í kvöld hefst Hryllingskvöld í Bíói Paradís í Reykjavík þar sem vel valdar eldri hryllingsmyndir verða sýndar annan hvern laugar- dag í sumar kl. 22. Fyrsta myndin er Child’s Play frá árinu 1988 með dúkkunni ódauðlegu, Chucky, og svo tekur hver klassíkin við af annarri fram í ágúst. Hryllingsmyndir hafa verið reglu- lega á dagskrá bíósins frá því það var sett á fót árið 2010 að sögn Ásu Baldursdóttur, dagskrárstjóra Bíós Paradísar. Svartir sunnudagar, hópur sem skipuleggur költ klassík sýningar á sunnudags- kvöldum, hefur sýnt margar af bestu hryllingsmyndum kvikmynda- sögunnar. Hann fer alltaf í sumarfrí og því segir Ása að aðstandendur bíósins hafi viljað skipu- leggja hryllings- kvöld í sumar. „Hvað er betra en að horfa á hryllings- mynd að sumri til? Aðsóknin hefur verið ágæt en stundum hefur hreinlega verið uppselt á sýningarnar. Því fannst okkur til- valið að halda fleiri hryllingskvöld. Við höfum hægt og rólega verið að minna á skemmtunina sem er fólgin í því að koma saman og horfa á góðar kvikmyndir, það er hreinlega bara ólýsanlega gaman.“ Heillandi form Næsta mynd á dagskrá er hin goð- sagnakennda The Evil Dead frá 1981, þá Carrie eftir bók Stephens King og svo Gremlins frá 1984. Unglinga- hrollvekjan eftirminnilega Scream frá 1996 verður sýnd snemma í júlí, þá Jaws eftir Steven Spielberg frá 1975 og að lokum I Know What You Did Last Summer, önnur klassísk unglingahrollvekja frá árinu 1997. En hvað er svona heillandi við þetta form, hrollvekjuna? Ása segir það raunar vera risastóra spurn- ingu. „Hrollvekjan hefur svo margt sem okkur finnst heillandi og er hræðslan og hug- myndin um hræðsluna eitt af því sem er mikilvægt í því sam- hengi. Hugmyndafræði sögunnar sem sögð er í hryllingsmynd er einnig margbrotin og speglar ýmislegt, t.a.m. tvíhyggju sem brýst fram í stefjum á borð við hið góða og hið illa, hinn lifandi heim og heim hinna dauðu, okkar og hinna, og svo mætti lengi telja.“ Hún segir kvikmyndina hafa á valdi sínu að myndgera ímyndunar- aflið með hljóði og mynd og það sé í sjálfu sér mögnuð sögusköpun. „Hvort sem það eru skrímsli, and- setið fólk, vampírur eða annars konar verur, þá spretta þær fram ljóslifandi í hrollvekjunni á hvíta tjaldinu. Áhorfandinn mætir oft hinu óþekkta í þeim tilgangi að fá hárin til að rísa. Hvort sem það tekst eða ekki þá er hrollvekjan form sögusköpunar sem á sér sérstakan stað í hugum og hjörtum fólks.“ Mikil upplifun Yngstu kvikmyndirnar eru frá árunum 1996-1997, áður en yngstu kvikmyndahúsagestirnir fæddust. Ása segir að þær myndir og hinar um leið eigi vafalaust eftir að leggjast vel í yngri gesti. „Yngsti aldurs- hópurinn er mjög spenntur fyrir þessum sýningum. Við erum að ræða um vörður í kvikmyndasögunni, kvikmyndir sem eiga heima á hinu stóra hvíta tjaldi. Því er nánast guðlast að horfa á þær án þess að sitja í myrkvuðum bíósalnum. Við getum ekki beðið eftir að bjóða upp á þessar perlur fyrir þá sem hafa enn ekki notið þeirra. Unga fólkið veit að um sannkallaða bíóupplifun er að ræða og ekki skemmir fyrir að vera í fullum sal af fólki, það er í raun bara gjörsamlega geggjað.“ Opnunarmynd Hryllingskvölda, Child’s Play, sem verður sýnd í kvöld er auðvitað frábær fulltrúi hryllings- mynda síns tíma. „Þessi mynd er frábær á svo marga vegu. Dúkka, sem er andsetin af fjöldamorðingja og ungur saklaus drengur fær að gjöf, fer á kreik. Leikstjórinn, Tom Holland, fer liprum höndum um þemað enda er dúkkan Chucky aðalstjarnan, karakter sem hefur lifað í áranna rás framhaldslífi út fyrir kvikmyndina sjálfa. Ég mæli sérstaklega með þess- ari frábæru hryllingsmynd og hvet sem flesta til að koma á Hryllings- kvöld í Bíói Paradís í sumar.“ Nánari upplýsingar má finna á www.bioparadis.is. Vörður í kvikmyndasögunni Klassískar hryllingsmyndir verða í aðalhlut- verki á Hryllingskvöldum Bíós Paradísar sem hefjast í kvöld og standa yfir í sumar. Mörgum á eftir að bregða í brún á Hryllingskvöldum Bíós Paradísar í sumar. Ása Baldursdóttir er dagskrárstjóri Bíós Paradísar. MYND/ANTON BRINK Scream frá 1996 er leikstýrt af hinum eina sanna Wes Craven. Myndin naut mikilla vinsælda og átti eftir að hafa mikil áhrif. Jaws skaut Steven Spielberg upp á stjörnuhimininn árið 1975 þar sem hann hefur verið síðan. Fæst í FK, Hagkaup, Nettó og Kosti Reykjanesbæ Frábært bragð Þú getur treyst á TUDOR Allt það helsta úr heimi TÍSKUNNAR á einum stað GLAMOUR.IS .is 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . m a í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D 9 -7 E 0 4 1 C D 9 -7 C C 8 1 C D 9 -7 B 8 C 1 C D 9 -7 A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.