Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 89
„Erasmus+ áætlunin er ein af stærri samstarfsáætlunum Evrópusambandsins með þátttöku 33
landa og því mun það samstarf halda áfram af fullum krafti,“ segir Ágúst Hjörtur Ingþórsson,
sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís. MYND/EYÞÓR
Afmælisnefnd Rannís að störfum en Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. MYND/EYÞÓR
Margir nýta Erasmus+ fyrir starfsnám erlendis með góðum árangri.
Erasmus+, sem er mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB, fagnar 30 ára afmæli í ár.
Á þessum þremur áratugum hafa
yfir níu milljónir Evrópubúa notið
stuðnings frá áætluninni og eru
Íslendingar þar ekki undanskildir.
Frá því að Íslendingar hófu þátt-
töku í samstarfinu fyrir um 25 árum
hafa nærri 30.000 manns tekið þátt,
segir Ágúst Hjörtur Ingþórsson,
sviðsstjóri mennta- og menningar-
sviðs Rannís. „Þetta eru einstakling-
ar frá háskólum landsins, flestum
framhaldsskólum auk margra leik-
og grunnskóla víða um land.“
Flestir þátttakendur taka þátt í
einhvers konar æskulýðssamstarfi
auk þess sem starfsmenn í mennta-
og æskulýðsgeiranum, sem hafa
farið í heimsóknir til Evrópu, eru
líka fjölmennur hópur. Skiptinám
við evrópska háskóla er líka mjög
vinsælt á meðan hóparnir sem
innihalda starfsnámsnema og sjálf-
boðaliða eru fámennari.
Fjölbreytt verkefni
Íslendingar hafa verið mjög dug-
legir að nýta sér Erasmus+ áætlun-
ina en um 9% landsmanna hafa
nýtt sér hana með beinum hætti að
sögn Ágústs sem er það næsthæsta
allra þeirra ríkja sem taka þátt í
henni. „Fjöldi Evrópubúa sem hafa
komið til Íslands er þó enn meiri og
því hafa áhrifin á íslenskt mennta-
og æskulýðskerfi verið mikil á
tímabilinu og um leið átt ríkan þátt
í þeirri alþjóðavæðingu sem orðið
hefur á íslensku samfélagi á síðustu
árum. Sem dæmi má nefna að
síðustu þrjú árin hafa ríflega 2.200
háskólastúdentar komið til Íslands
frá yfir 600 háskólum í 30 löndum,
á meðan aðeins um 900 íslenskir
háskólastúdentar hafa farið utan.“
Verkefnin sem þessir einstakling-
ar koma að eru mjög fjölbreytt að
sögn Ágústs. „Það má segja að þátt-
takan og verkefnin spanni allt ævi-
skeiðið: frá ungum krökkum sem
eru að kynnast alþjóðlegu samstarfi
í fyrsta skipti, til háskólanema sem
fara í námsdvöl í heilt ár erlendis, til
samstarfsverkefna um hvernig fólk
tekst á við þriðja æviskeiðið þegar
formlegri starfsævi er lokið.“
Erasmus+ er að sögn Ágústs
stærsta menntaáætlun heims.
„Erasmus+ hóf göngu sína árið
2014 og stendur yfir til ársins 2020.
Rannís hýsir menntahluta Lands-
skrifstofu Erasmus+ á Íslandi og
úthlutar í ár um 650 milljónum úr
áætluninni til verkefna á því sviði.“
Grunnfærni efld
Markmið áætlunarinnar eru m.a.
að styðja verkefni sem miða að
því að efla grundvallarfærni ein-
staklinga, segir Ágúst. „Hér er átt
við þætti á borð við læsi og stærð-
fræði, að ýta undir sköpunargáfu
og frumkvöðlakennslu, vinna gegn
brotthvarfi, styðja við aðlögun inn-
flytjenda, innleiða upplýsingatækni
í menntun, efla starfsmenntun og
almennt auka gæði í menntun á
öllum skólastigum og í atvinnu-
lífi. Við sjáum áhrifin hvað skýrast
á háskólastiginu þar sem mikil
breyting hefur átt sér stað á þessu
tímabili þar sem Erasmus áætlunin
hefur skipt verulegu máli við að
gera íslenska háskóla alþjóðlegri.
Það sama er byrjað að gerast í
sumum grunn- og framhaldsskól-
um þar sem alþjóðlegt samstarf er
að verða hluti af daglegri starfsemi.“
Þrátt fyrir að blikur séu á lofti
í evrópsku samstarfi í kjölfar
ákvörðunar Breta um að segja sig
úr Evrópusambandinu segir Ágúst
að framtíðin í mennta- og æsku-
lýðssamstarfinu sé björt. „Erasmus+
áætlunin er ein af stærri samstarfs-
áætlunum Evrópusambandsins
með þátttöku 33 landa og því mun
það samstarf halda áfram af fullum
krafti. Þátttaka Íslands er trygg
í gegnum EES-samninginn sem
engin áform eru um að hrófla við.
Þvert á móti gerum við ráð fyrir að
starfið muni eflast næstu þrjú árin
því fjárhagsrammi áætlunarinnar
gerir ráð fyrir talsverðri aukningu á
því fjármagni sem er til úthlutunar.
Það verða því enn fleiri tækifæri
fyrir Íslendinga. Við höfum fulla trú
á því að þeir verði áfram jafn áhuga-
samir um þátttöku og þeir hafa
verið fram til þessa og að Evrópu-
búar verði áfram jafn spenntir fyrir
samstarfi við þá og því að koma
til Íslands. Framtíðin er því bara
björt.“
Framtíð Erasmus+ er björt
Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Á þremur áratugum hafa yfir níu milljónir Evrópubúa notið
stuðnings þessarar mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunar ESB og eru Íslendingar þar ekki undan-
skildir. Fjárhagsrammi áætlunarinnar gerir ráð fyrri aukningu á fjármagni til úthlutunar næstu árin.
Skiptinám við evrópska háskóla er mjög vinsælt innan Erasmus+.
KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 3 . m a Í 2 0 1 7
1
3
-0
5
-2
0
1
7
0
3
:5
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
9
-B
9
4
4
1
C
D
9
-B
8
0
8
1
C
D
9
-B
6
C
C
1
C
D
9
-B
5
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K