Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2017, Qupperneq 89

Fréttablaðið - 13.05.2017, Qupperneq 89
„Erasmus+ áætlunin er ein af stærri samstarfsáætlunum Evrópusambandsins með þátttöku 33 landa og því mun það samstarf halda áfram af fullum krafti,“ segir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís. MYND/EYÞÓR Afmælisnefnd Rannís að störfum en Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. MYND/EYÞÓR Margir nýta Erasmus+ fyrir starfsnám erlendis með góðum árangri. Erasmus+, sem er mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB, fagnar 30 ára afmæli í ár. Á þessum þremur áratugum hafa yfir níu milljónir Evrópubúa notið stuðnings frá áætluninni og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Frá því að Íslendingar hófu þátt- töku í samstarfinu fyrir um 25 árum hafa nærri 30.000 manns tekið þátt, segir Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningar- sviðs Rannís. „Þetta eru einstakling- ar frá háskólum landsins, flestum framhaldsskólum auk margra leik- og grunnskóla víða um land.“ Flestir þátttakendur taka þátt í einhvers konar æskulýðssamstarfi auk þess sem starfsmenn í mennta- og æskulýðsgeiranum, sem hafa farið í heimsóknir til Evrópu, eru líka fjölmennur hópur. Skiptinám við evrópska háskóla er líka mjög vinsælt á meðan hóparnir sem innihalda starfsnámsnema og sjálf- boðaliða eru fámennari. Fjölbreytt verkefni Íslendingar hafa verið mjög dug- legir að nýta sér Erasmus+ áætlun- ina en um 9% landsmanna hafa nýtt sér hana með beinum hætti að sögn Ágústs sem er það næsthæsta allra þeirra ríkja sem taka þátt í henni. „Fjöldi Evrópubúa sem hafa komið til Íslands er þó enn meiri og því hafa áhrifin á íslenskt mennta- og æskulýðskerfi verið mikil á tímabilinu og um leið átt ríkan þátt í þeirri alþjóðavæðingu sem orðið hefur á íslensku samfélagi á síðustu árum. Sem dæmi má nefna að síðustu þrjú árin hafa ríflega 2.200 háskólastúdentar komið til Íslands frá yfir 600 háskólum í 30 löndum, á meðan aðeins um 900 íslenskir háskólastúdentar hafa farið utan.“ Verkefnin sem þessir einstakling- ar koma að eru mjög fjölbreytt að sögn Ágústs. „Það má segja að þátt- takan og verkefnin spanni allt ævi- skeiðið: frá ungum krökkum sem eru að kynnast alþjóðlegu samstarfi í fyrsta skipti, til háskólanema sem fara í námsdvöl í heilt ár erlendis, til samstarfsverkefna um hvernig fólk tekst á við þriðja æviskeiðið þegar formlegri starfsævi er lokið.“ Erasmus+ er að sögn Ágústs stærsta menntaáætlun heims. „Erasmus+ hóf göngu sína árið 2014 og stendur yfir til ársins 2020. Rannís hýsir menntahluta Lands- skrifstofu Erasmus+ á Íslandi og úthlutar í ár um 650 milljónum úr áætluninni til verkefna á því sviði.“ Grunnfærni efld Markmið áætlunarinnar eru m.a. að styðja verkefni sem miða að því að efla grundvallarfærni ein- staklinga, segir Ágúst. „Hér er átt við þætti á borð við læsi og stærð- fræði, að ýta undir sköpunargáfu og frumkvöðlakennslu, vinna gegn brotthvarfi, styðja við aðlögun inn- flytjenda, innleiða upplýsingatækni í menntun, efla starfsmenntun og almennt auka gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnu- lífi. Við sjáum áhrifin hvað skýrast á háskólastiginu þar sem mikil breyting hefur átt sér stað á þessu tímabili þar sem Erasmus áætlunin hefur skipt verulegu máli við að gera íslenska háskóla alþjóðlegri. Það sama er byrjað að gerast í sumum grunn- og framhaldsskól- um þar sem alþjóðlegt samstarf er að verða hluti af daglegri starfsemi.“ Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í evrópsku samstarfi í kjölfar ákvörðunar Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu segir Ágúst að framtíðin í mennta- og æsku- lýðssamstarfinu sé björt. „Erasmus+ áætlunin er ein af stærri samstarfs- áætlunum Evrópusambandsins með þátttöku 33 landa og því mun það samstarf halda áfram af fullum krafti. Þátttaka Íslands er trygg í gegnum EES-samninginn sem engin áform eru um að hrófla við. Þvert á móti gerum við ráð fyrir að starfið muni eflast næstu þrjú árin því fjárhagsrammi áætlunarinnar gerir ráð fyrir talsverðri aukningu á því fjármagni sem er til úthlutunar. Það verða því enn fleiri tækifæri fyrir Íslendinga. Við höfum fulla trú á því að þeir verði áfram jafn áhuga- samir um þátttöku og þeir hafa verið fram til þessa og að Evrópu- búar verði áfram jafn spenntir fyrir samstarfi við þá og því að koma til Íslands. Framtíðin er því bara björt.“ Framtíð Erasmus+ er björt Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Á þremur áratugum hafa yfir níu milljónir Evrópubúa notið stuðnings þessarar mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlunar ESB og eru Íslendingar þar ekki undan- skildir. Fjárhagsrammi áætlunarinnar gerir ráð fyrri aukningu á fjármagni til úthlutunar næstu árin. Skiptinám við evrópska háskóla er mjög vinsælt innan Erasmus+. KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 3 . m a Í 2 0 1 7 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 9 -B 9 4 4 1 C D 9 -B 8 0 8 1 C D 9 -B 6 C C 1 C D 9 -B 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.