Fréttablaðið - 13.05.2017, Side 90

Fréttablaðið - 13.05.2017, Side 90
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Árni Kristjáns- son bjó í átta ár í Tókýó þar sem hann stundaði nám og vann um tíma. Hann kunni afar vel við sig í Japan. Heima hjá kennaranum með samnemendunum í kveðjupartíi þegar skól- anum lauk. Árni Kristjánsson bjó um átta ára skeið í Tókýó, höfuð-borg Japans, þar sem hann stundaði masters- og doktorsnám um nokkurra ára skeið auk þess sem hann starfaði þar um tíma og vann að ýmsum skemmtilegum verkefnum. Það var á framhalds- skólaárum Árna í Menntaskól- anum við Hamrahlíð sem japönskuáhugi hans kviknaði. „Þá rakst ég fyrir tilviljun á japönsku- áfanga sem kenndur var í MH en þá var ég á félagsfræðibraut við skólann. Eftir útskrift árið 2003 skráði ég mig í japönsku í Háskóla Íslands en hluti af náminu var skiptinám við Waseda háskólann í Tókýó þar sem ég lærði um mál og menningu landsins.“ Eftir útskrift frá Háskóla Íslands langaði Árna mikið til að snúa aftur til Japans en vissi ekki á hvaða forsendum. „Ég las bók eftir prófessor úr MIT háskólanum í Bandaríkjunum sem fjallaði um japanskt hip hop og datt í hug að ég gæti gert eitthvað svipað. Blandað tvennu sem ég hafði brennandi áhuga á, japönsku og tónlist, saman við það sem ég hafði lært, þ.e. félagsfræði. Með hjálp „Professor hip hop“ úr MIT fékk ég vilyrði fyrir plássi í framhaldsnámi í Tokyo Univers- ity of the Arts og sótti í kjölfarið um styrk hjá sendiráði Japans á Íslandi sem ég fékk. Í byrjun apríl 2008 hoppaði ég svo upp í flugvél og námið hófst örfáum dögum seinna.“ Í svitabaði Í námi sínu ákvað Árni að rann- saka hvernig danstónlist var flutt inn til Japans og varð að innlendri tónlistarmenningu. „Rann- sóknarefnið var „dubstep“ sem var splunkuný tónlistarstefna á þeim tíma. Ég tók viðtöl við alla helstu tónlistarmenn og plötusnúða senunnar, heimsótti viðburði og leitaði í blaðagreinum. Skólinn hýsti málþing sem ég hélt um dubstep og ég hélt tölu á akadem- Þægilegir tímar í Japan Árni Kristjánsson stundaði masters- og doktorsnám í Tókýó um nokk- urra ára skeið og starfaði þar um tíma. Þegar tungumálið er komið á hreint segir hann mjög þægilegt að búa í Japan, jafnvel of þægilegt. ískum ráðstefnum um verkefnið innanlands og utan.“ Ritgerðarskilin voru að hans sögn tveggja vikna kvíðakast og svitabað en ritgerðinni þurfti hann eðlilega að skila á japönsku. „Heill her vina og samnemenda hjálpaði til við að þýða handritið sem ég skrifaði á ensku. Í mars 2011 útskrifaðist ég með master í tónlist og mánuði síðar hóf ég doktorsnám undir leiðsögn sama leiðbeinanda.“ Líkt umhverfi Í doktorsnáminu ákvað Árni að ferðast aftur í tímann og skoða hvernig nútíma danstónlist festi rætur í Japan. „Ég byrjaði þar með innkomu diskótónlistarinnar í Japan á 8. áratugnum sem gerðist m.a. gegnum herstöðvar Banda- ríkjamanna. Ég kvaddi skólann eftir þrjú ár með allar einingar til útskriftar en enga ritgerð. Hún er enn þá í vinnslu en ég ætla að gefa mér nægan tíma í hana og vonast til að klára hana á næstu árum.“ Aðspurður um helsta muninn á háskólaumhverfinu í Japan og á Íslandi segir hann stærðina á háskólunum koma fyrst upp í hugann. „Með stærðinni fylgir svo samkeppnin við að komast inn. Komandi frá Íslandi er nokkuð sjálfgefið að komast inn í þann skóla sem maður vill, að því gefnu að maður leggi vinnu í umsókn- ina. Úti virðist einnig þurfa góðan skammt af heppni. Ég veit ekki hversu oft ég heyrði sögur af fólki sem sótti um draumaskólann sinn þrjú, fjögur og jafnvel fimm ár í röð án þess að fá inngöngu. Þegar komið var inn í skólann var námsumhverfið, fyrir utan að vera á japönsku, frekar sambærilegt því íslenska. Nemendurnir voru með alls konar bakgrunn, kröfurnar eftir kúrsum voru mismunandi og félagslífið utan skólans fjölbreytt.“ Ýmis verkefni Lífið í Japan var gott, næstum of þægilegt segir Árni. „Þegar tungumálið er komið er voðalega þægilegt að búa í Japan, næstum of þægilegt. Heilbrigðiskerfið er gott, samgöngur frábærar, ódýrt að lifa og endalausir kostir til að berjast við hversdagsleikann. Það eru 226 veitingastaðir með eina Michelin stjörnu eða meira í Tókýó og nokkrir þeirra bjóða upp á hádegismat undir 2.000 kr. Þar er endalaust af kattakaffi- húsum, þema-veitingastöðum og einhverju skrýtnu, fleiri klúbbar og tónleikastaðir en maður getur heimsótt.“ Ókosturinn við Japan, segir Árni, er það sem hægt er að kalla „kampavínsvandmál“. „Lífið þar er allt of þægilegt. Þegar allt er innan seilingar verður það einfaldlega hversdagsleikinn. Ég fann fyrir því að ég hætti alfarið að vinna að skemmtilegum aukaverkefnum, eða að taka drastísk skref í átt að því sem ég vildi gera í framtíðinni.“ Utan námsins tók Árni sér ýmislegt fyrir hendur. „Ég spilaði mikið sem plötusnúður. Undir lok dvalarinnar var ég kominn með fínasta plötusafn og kom fram reglulega á skemmtilegum klúbbum í Tókýó. Ég vann einnig við þýðingar fyrir sjónvarp en það kom mér sífellt á óvart hversu margir skemmtiþættir tóku upp innslög á Íslandi. Einnig komst ég inn í filmuljósmyndun fyrir tilstilli aðstöðunnar í skólanum og hélt tvær ljósmyndasýningar. Auk þess skrifaði ég um danstónlist fyrir dagblaðið Japan Times og hannaði gervi-bókarkápu sem átti að hvetja fólk til þess að stara minna í lest- unum á útlendinga.“ Ómetanleg reynsla Eftir námið vann Árni í móttöku á læknastofu í tvö ár sem hann segir hafa verið ómetanlega reynslu. „Ég komst að því að það væri mikill munur á því að „tala japönsku í vinnunni“ og að „vinna á jap- önsku“. Japanska í viðskiptum og þjónustu er nánast heilt annað sett af sögnum og nafnorðum en þeir notast við kerfi sem líkist gömlum þérunum og er kallað „honorific language“.“ Árni kom heim til Íslands í október og starfar hjá Gray Line við leiðsögn og að aðstoða við bók- anir á japönskum hópum. „Sam- blandan að vera kominn heim og fá að fara út á land í nánast hverri viku er hið fullkomna mótefni við háhýsunum og mannmergðinni í Tókýó.“ MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN | FERÐAMÁLASKÓLINN | LEIÐSÖGUSKÓLINN Ævintýralegur starfsvettvangur Starfstengt ferðafræðinám Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein – eða ertu starfandi í ferðaþjónustu? Ferðamálaskólinn býður upp á fjölbreytt og spennandi nám fyrir fólk á öllum aldri sem er með brennandi áhuga á Íslandi sem ferðamannalandi. INNRITUN STENDUR YFIR TIL 9. JÚNÍ. Sjá mk.is Ferðamálaskólinn í Kópavogi Sími: 594 4020 Ferðamálaskó l inn 8 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . m a í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D 9 -B 4 5 4 1 C D 9 -B 3 1 8 1 C D 9 -B 1 D C 1 C D 9 -B 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.