Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 96

Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 96
Hver hefur þinn ferill í stjórnmálum verið? Hvar byrjaði þetta allt? Ég hef alla tíð haft áhuga á heim-inum í kring um mig og þá sérstaklega fólkinu og undirliggjandi hugmyndafræði mis- munandi samfélagsgerða. Á mínum yngri árum notaði ég mikið listir til að tjá hugmyndir mínar og tilfinn- ingar. Eftir hrun uppgötvaði ég að upplifun mín á því samfélagi sem ég bjó í var á skjön við raunveruleikann. Teppinu hafði verið kippt undan mér og mér líkaði ekki það sem ég sá og þá fann ég fyrir lönguninni til að taka þátt og láta eitthvað gott af mér leiða. Ég trúði því að við gætum byggt upp sanngjarnara og fallegra samfélag á Íslandi og ég trúi því enn. Hvað kom til að þig langaði að setjast á Alþingi? Sástu það fyrir þér fyrir nokkrum árum? Ekki fyrir mitt litla líf hefði mér nokkurn tíma dottið í hug að ég myndi taka þátt í stjórnmálahreyfingu og hvað þá að ég yrði kosin á þing. Ég kaus í fyrsta skiptið árið 2009 og þá var ég þrí- tug. Stjórnmál voru ekki eitthvað sem mér fannst mig varða. Þegar ég byrjaði að taka þátt í því að stofna Pírataflokkinn árið 2012 þá var það löngun mín til að gera eitthvað sem skipti einhverju máli sem dreif mig áfram. Ég hafði tröllatrú á því fólki sem ég hafði kynnst innan Pírata og þeim grunngildum sem við höfðum sett okkur. Mér fannst það ekki skipta máli hvort ég kæmist á þing eða ekki, mér fannst skipta mestu máli að Píratar fengju rödd á þingi og ég gaf mig alla í að gera það að veruleika. Hvað úr reynslubankanum nýtist þér í starfinu? Það er samansafn af svo mörgu í lífinu. Allt ferðalagið hingað og sá lærdómur sem ég hef aflað mér á leiðinni. Það er erfitt að taka eitthvað eitt út fyrir sviga en það sem mér dettur í hug í fljótu bragði er að mamma sagði mér alltaf að ég væri svo klár og skemmtileg. Hún sagði það svo oft að undir lokin þá trúði ég henni. Ég held að þetta hafi gert mér kleift að gera ótrúlegustu hluti. Sérðu fyrir þér að gera stjórnmál að ævistarfi? Nei. Stjórnmál eiga ekki að vera ævistarf. Það á ekki að vera inni í myndinni. Það er allt of auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir máli. Vald spillir og eina leiðin til að koma í veg fyrir það er að dreifa valdinu. Hvaða frumvarp iðar þú í skinn- inu að leggja fram? Ég er búin að leggja það fram! Ekki samt frumvarp en þingsályktun um skilyrðislausa grunnframfærslu eða það sem kallast borgaralaun. Borgaralaunatillagan snýst um að skipa starfshóp til að kortleggja leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með það að mark- miði að styrkja efnahagsleg og félags- leg réttindi fólks og útrýma fátækt. Hvar ólstu manninn og hvernig var æska þín? Ég ólst upp úti um allt. Aðallega í Bandaríkjunum og Bret- landi en svo kom ég heim í 10. bekk. Ég stoppaði samt ekki lengi og var farin á flakk aftur um 19 ára aldur en flutti svo alfarið heim um 25 ára og hef verið hér síðan. Æska mín var erfið á köflum þar sem ég var alltaf utanaðkomandi og þurfti oft að líða fyrir það, bæði úti og svo heima. En eins og með allt erfiði þá fylgir dýr- mætur lærdómur og ég lærði að elska fólkið sem var mér verst vegna þess að ég skynjaði þjáningu þess jafnt við mína eigin. Með aldrinum lærði ég líka að vera óhrædd við að fara út fyrir þægindarammann minn. Ég lærði að láta ekkert stoppa mig. Hvernig nærir þú þig andlega? Ég mála, skrifa ljóð eða sest niður með dóttur minni og spjalla við hana um daginn og veginn. Hennar sýn og skilningur á heiminum veitir mér endalausa gleði. En líkamlega? Ég borða hollan mat og iðka jóga þegar að ég man eftir því, sem mætti vera mun oftar. Hver er fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þeir eru svo margir. Ég bjó á Ítalíu í ár og hef ferðast um Balkanskagann og Taíland. Það er erfitt að gera upp á milli svo fallegra staða. Ég held samt svei mér þá að ég hafi aldrei litið aðra eins fegurð eins og þegar ég keyrði frá Kirkjubæjar- klaustri að Jökulsárlóni. Uppáhaldsborg utan landstein- anna? Það er þá annaðhvort Berlín eða Sarajevó. Hvert langar þig mest að ferðast? Til Suður-Ameríku og Indlands. Hvernig verðu helgarfríum? Þær helgar sem ég er með dóttur minni eru að mestu helgaðar henni. Hún fær að ráða. Aðrar helgar er ég mest- megnis að vinna eða lesa eða kannski að horfa á einhverja góða þáttaröð. Hvaða hljómsveit eða tónlistar- maður er mest spilaður á Spotify aðganginum þínum? Ég er búin að vera að hlusta slatta á Little Dragon, Moderat og Samaris. Hvaða lag tækirðu í karókíi alþing- ismanna? Líklegast eitthvað með Carole King eða Janis Ian. Hvað er síðasta myndband sem þú horfðir á á YouTube? Minnir að það hafi verið Mammút-myndband. Hvaða bók eða rit hefur haft mest áhrif á líf þitt? Hvers vegna? Þær eru svo margar. Kurt Vonnegut, Phillip K. Dick og Iain Banks hafa hiklaust haft áhrif á hvernig ég hugsa um heiminn, eins og allir góðir sci-fi rithöfundar gera. Hefurðu lent í lífsháska eða ann- arri dramatískri lífsreynslu? Ég hef oft lent í dramatískri lífsreynslu en engu svona einu sem stendur upp úr. Tæki Carole King í karókíi alþingismanna Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún kaus fyrst þegar hún var þrítug og átta árum síðar var hún orðin þingmaður. Halldóra stundar jóga, yrkir ljóð og málar myndir. Fædd: 11. júlí 1979 Börn: 6 ára gömul stúlka Foreldrar: Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir (nálarstungu- og jurtalæknir) og Erik Júlíus Mogensen (tónsmiður) Menntun: Engin formleg skóla- ganga. Er mestmegnis sjálf- menntuð. Fyrri störf: Ég hef starfað um víðan völl en lengst í ferða- þjónustunni. Þar hef ég unnið sem deildarstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og svo ferðahönnuður hjá Iceland Encounter. Áhugamál: Ljóðagerð, tónlist, myndlist, dans, lestur, Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hefur nú þegar lagt fram draumafrumvarpið sitt en það snýst um svokölluð borgaralaun. FréttaBlaðið/Ernir Þekktu þingmanninn Halldóra Mogensen Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is 1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R36 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D 9 -7 9 1 4 1 C D 9 -7 7 D 8 1 C D 9 -7 6 9 C 1 C D 9 -7 5 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.