Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 98

Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 98
Mér fannst liggja vel við að bjóða upp á þennan rétt, hann er ein-faldur að gerð en rosalega góður matur. Bláskelin er ein þeirra flottu íslensku afurða sem stóðu okkur til boða núna og við gripum tækifærið,“ segir Hákon Már Örvarsson, mat- reiðslumeistari á Essensia, Hverfis- götu 4-6 í Reykjavík.  Hákon Már  kveðst hafa feng- ið kræklinginn vestan úr Ísafjarðar- djúpi, þar sem hann sé ræktaður á köðlum.  „Þegar maður  framreið- ir  kræklinginn með pasta verður úr honum meiri máltíð en ella og pastað hefur þann eiginleika að grípa í sig allt bragð úr því sem maður eldar með því. Hvítvínið, laukurinn og hvítlaukurinn verður allt að góðu soði sem pastað grípur, síðan gerir smjörið þetta extra ljúf- fengt. Kræklingapasta er ekta réttur núna þegar vorið og sumarið er að koma. Með því verður til máltíð án mikillar fyrirhafnar og tilvalin með hvítvíni.“ Hákon Már hefur verið viðloðandi íslensk veiðihús síðustu átta ár og er enn að reka veiðihúsið við Norðurá. Nýlega opnaði hann veitingastaðinn Essensia við Hverfisgötuna, beint á móti Ingólfi Arnarsyni, og segir hann fara mjög vel af stað. Þar er hann með ítalskt þema. En hefur hann verið með bláskel áður á matseðl- inum? „Ég hef eldað krækling í áraraðir, líka erlendis,  bjó í Lúxemborg í þrjú ár og hef verið svolítið í Frakk- landi, þar er mjög mikið um þessa vöru.  Við eldum dálítið pasta hér á Essensia og bláskelin finnst mér falla mjög vel að því.“ Íslensk bláskel og pasta linguini Fyrir fjóra 800 g fersk bláskel 400 g gott linguini-pasta, ferskt eða þurrkað 4 skalottlaukar saxaðir 4 hvítlauksrif í þunnum sneiðum 1 búnt söxuð steinselja Örlítið af þurrkuðum chili-flögum eftir smekk Um 300 ml hvítvín 100 g smjör í bitum 1 sítróna, skorin í sex báta Ólífuolía Salt eftir smekk Skolið og undirbúið kræklinginn. Verið viss um að skeljar séu lokaðar og tínið burt þær sem eru opnar. Setjið linguini-pasta yfir til suðu í miklu vatni eftir leiðbeiningum á umbúðum en sjóðið það  einni til tveimur mínútum skemur en segir á pakkningunni.  Svitið laukinn, hvítlaukinn, chili- flögurnar og 2 sítrónubáta í ólífuolíu á miðlungshita. Best er að gera þennan rétt í pönnu fyrir hvern og einn (einnig er hægt að skipta þessari uppskrift í tvennt og laga í 2 pönnum.) Bætið við kræklingnum og hækk- ið aðeins hitann. Eftir skamma stund þegar góður hiti hefur myndast í pönnunni er hvítvíni skellt saman við og lok sett á pönnuna. Kræk- lingurinn er látinn krauma í pönnu með loki þar til hann opnast og nær eldun í gegn, um það bil tvær mín- útur (fer aðeins eftir magni og hita). Sigtið  pastað úr suðuvatninu og setjið í kræklingapönnuna. Bætið smjörinu saman við og ögn af salti. Sveiflið pastanu og kræklingnum saman í pönnunni í um það bil hálfa mínútu, þá drekkur pastað í sig gott hvítvíns-kræklingasoðið og smjörið samlagast til að mynda flotta og ljúf- fenga áferð á pastanu. Skiptið jafnt  upp í fjórar skálar og soðinu einnig. Sáldrið saxaðri steinseljunni hressilega yfir réttinn. Dass af góðri extra virgin ólífuolíu og sítrónubátur eru borin fram með réttinum. Úr Djúpinu á diskinn Bláskel sem ræktuð er á köðlum í Ísafjarðar- djúpi er uppistaðan í vor- og sumarlegum rétti sem Hákon Már Örvarsson, veitinga- maður á Essensia, reiðir fram. Saxaðri steinseljunni er sáldrað hressilega yfir réttinn og dass af góðri extra virgin ólífuolíu og sítrónubátur eru borin fram með. Fréttablaðið/Ernir Hákon Már kveðst vanur að elda krækling og finnst hann falla vel að ítalska þemanu á Essensía. Þegar maður  framreiðir kræklinginn með pasta verður úr honum meiri máltÍð en ella og pastað hefur Þann eiginleika að grÍpa Í sig allt bragð úr ÞvÍ sem maður eldar með ÞvÍ. hvÍtvÍnið, laukurinn og hvÍtlaukurinn verður allt að góðu soði sem pastað grÍpur, sÍðan gerir smjörið Þetta extra ljúffengt. Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur tannlæk nar mæla m eð GUM tannvör um ... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum allar upplýsingar á www.icecare.is 1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R38 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D 9 -3 8 E 4 1 C D 9 -3 7 A 8 1 C D 9 -3 6 6 C 1 C D 9 -3 5 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.