Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 100

Fréttablaðið - 13.05.2017, Page 100
Argentínski læknirinn og uppreisnarmað­urinn Ernesto „Che“ Guevara er án vafa einn af áhrifamesu mönnum sögunnar. Ekki vegna þrásetu í embætti eða mikilla formlegra valda, heldur fremur sem táknmynd. Um ára­ tuga skeið hefur hann verið staðal­ mynd byltingarhetjunnar, sem tekst ótrauður á við ofurvaldið knúinn áfram af brennandi hugsjón. Jafn­ framt var Che af mörgum talinn pólitískur hugsuður og kyntákn. Menn sem uppfylla flest eða öll þessi skilyrði hafa verið uppi á ýmsum tímum: karlmannlegir bar­ dagamenn, umvafðir hetjuljóma sem fönguðu hugi almennings með réttu eða röngu. Ítalski þjóðernis­ sinninn Giuseppe Garibaldi kemur skjótt upp í hugann þegar talið berst að slíkum mönnum frá nítjándu öld­ inni. Átjánda öldin átti einnig slíka hetju. Sú nefndist Pasquale Paoli og kom frá Korsíku. Paoli er nú um stundir lítt þekktur utan föðurlandsins, en áhrif hans á mannkynssöguna voru þó töluverð. Hann varð fyrirmynd frjálslyndra afla og byltingarmanna víða um Evr­ ópu og var í miklum metum meðal stofnenda Bandaríkjanna enda er fjöldi bæja og smáborga sem bera nafn hans vestanhafs. Þótt Paoli sé hampað sem mestu þjóðfrelsishetju Korsíku, er óþarft að taka fram að hann hafði ekki erindi sem erfiði. Eyjan Korsíka á norðanverðu Miðjarðarhafi hefur alla tíð verið of fámenn, veikburða og með of öfluga nágranna til að geta haldið sjálfstæði sínu, nema um skamma hríð í senn. Undir lok þrettándu aldar var Korsíka komin undir vald ítalska borgríkisins Genúa og hélst sú skipan næstu aldirnar. Um tíma var það þó ekki furstinn í Genúa sem sá um stjórnina, heldur einkabanki sem var helsti lánardrottinn borg­ ríkisins og fékk Korsíku til umsjónar sem tryggingu fyrir skuldum. Genúamenn reistu víggirtar hafnar borgir umhverfis eyjuna, en höfðu takmarkaða stjórn á eyjar­ skeggjum sem höfðust við í þorpum og bæjum inni í landi, þar sem Che Guevara átjándu aldar Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um gleymda sjálf- stæðishetju. Lukkuriddarar og skæruhernaður Á fyrri hluta átjándu aldar tók að bera á korsískum þjóðernishug­ myndum. Má að miklu leyti rekja þær til manna sem hrökklast höfðu úr landi vegna ósættis við yfirráð Genúamanna og tileinkað sér hug­ myndastrauma upplýsingarstefn­ unnar í útlegð sinni í evrópskum borgum, jafnt í París sem á Ítalíu. Árekstrar milli innfæddra og full­ trúa ríkisvaldsins urðu tíðari og árið 1729 braust út allsherjarupp­ reisn. Ástæða hennar var ný skatt­ lagning, sem bættist við óánægju með spillta stjórnarhætti og van­ mátt Genúamanna til að verja íbúa Korsíku fyrir árásum sjóræningja. Genúastjórn reyndist ófær um að ráða niðurlögum uppreisnamanna, sem beittu óspart skæruhernaði gegn fjölmennum innrásarhernum og neyddist því til að leita á náðir öflugri grannríkja. Korsíkumenn skorti hins vegar pólitíska forystu eða leiðtoga til að sameinast um. Til marks um örvæntingu þeirra, létu uppreisnarmenn sannfærast af fagurgala þýsks ævintýramanns sem lofaði að leiða þá til sigurs, þrátt fyrir að hafa enga hernaðarreynslu og tvær hendur tómar. Sá þýski steig á land í Korsíku með aðstoð nokk­ urra útlaga og herflokks frá Túnis, lýsti þegar yfir stofnun konungs­ ríkisins Korsíku og lét krýna sig sem Theodór fyrsta. Hann ríkti frá mars og fram í nóvember árið 1736 í einu skammlífasta ríki sögunnar. Þá hélt hann til meginlands Evrópu í leit að lánsfé og hernaðarstuðningi en var þegar varpað í skuldafangelsi. Er ferill hans og konungsríkisins Kors­ íku oft rifjaður upp í sömu andrá og valdatíð Jörundar hundadagakon­ ungs á Íslandi. Pasquale Paoli var tæplega ell­ efu ára gamall þegar hin vonlitla valdataka Theodórs fyrsta átti sér stað. Faðir hans var læknir og þjóð­ ernissinni, sem tók virkan þátt í uppreisninni. Hraktist fjölskyldan í útlegð til Napólí þegar Pasquale var á táningsaldri og lærði hann herstjórnarlist undir leiðsögn föður síns í hersveit Korsíkumanna við hirð konungsins af Napólí. Um þrítugsaldurinn hafði Paoli áunnið sér virðingu meðal kors­ ískra útlaga á Ítalíu, þar sem hann hvatti landa sína til að berjast sjálfir fyrir sjálfstæði í stað þess að treysta á hjálp annarra ríkja eða veðja á erlenda lukkuriddara. Árið 1755 var hann kvaddur aftur heim til Korsíku þar sem hann tók fljótlega að sér stjórn andspyrnuhreyfingarinnar sem efndi til nýrrar uppreisnar. Lýðræði og frjálslyndi Líkt og tveimur áratugum fyrr, byrj­ uðu uppreisnarmenn á að lýsa yfir stofnun nýs ríkis. Að þessu sinni var þó ekki um konungsveldi að ræða, heldur lýðveldi sem var innblásið af ferskustu stjórnmála­ og hugmyndastefnum álfunnar. Paoli var kjörinn forseti og sá sjálfur um að semja stjórn­ arskrána, sem þótti frjálslynd, enda innblásin af hug­ myndum heimspek­ ingsins Rousseau. Grunnstef hennar var jafnræði fyrir lögum, sanngjörn skattheimta og að kosningaréttur væri sem almennastur. Konur höfðu fengið að kjósa á héraðs­ og þorpsfundum á Korsíku og virðist sú regla hafa verið viðhöfð í hinu nýja lýðveldi. Sé sú ályktun rétt, var Korsíka lang­ fyrsta landið þar sem konur fengu kosningarétt. Valdamenn í Genúa sáu sæng sína upp reidda og í stað þess að reyna sjálfir að berja niður uppreisnina, gripu þeir til þess ráðs að selja Frökkum eyjuna á laun. Franski her­ inn réðst svo á Korsíku með ofurefli liðs árið 1768 og braut lýðveldið á bak aftur á innan við ári. Pasquale Paoli flúði land í kjölfarið, fyrst til Vínarborgar en síðan til Lundúna. Athygli umheimsins var þó vakin. Frjálslyndir menntamenn hömpuðu lýðveldisstjórnarskránni sem fyrirmynd annarra samfélaga og hetjuleg barátta Korsíkumanna gegn ofureflinu vakti aðdáun. Rit­ höfundurinn Voltaire dró upp magnaðar lýsingar af hugprýði þeirra og fórnfýsi. Bera þær keim af hugmyndinni um hinn „göfuga villi­ mann“, þar sem fólkinu á Korsíku var lýst sem hjartahreinum náttúru­ börnum sem bæru siðferðislega af spilltum íbúum stórveldanna. Um svipað leyti sendi skoski rit­ höfundurinn James Boswell frá sér geysivinsæla ferðasögu frá Kor­ síku, þar sem Paoli var hafinn til skýjanna sem hetja og hugsuður. Sú bók varð öðru fremur til að tryggja stöðu Korsíkumannsins sem hálf­ gerðrar poppstjörnu í Lundúnum, þar sem hann baðaði sig í sviðsljós­ inu og beið eftir að pólitískir vindar breyttust. Í löndum Breta í Norður­ erfitt var að ferðast um og auðvelt að verjast innrásarherjum. Þannig myndaðist visst valdajafnvægi sem helst raskaðist ef herraþjóðinni datt í hug að innheimta nýja skatta. Ann­ ars fór orka Korsíkumanna einkum í erjur milli ættbálka, sem staðið gátu í margar kynslóðir og því erfitt að sam­ eina þjóðina gegn utanaðkomandi óvinum. Raunar er óljóst hvort íbúar hafi litið á sig sem sérstaka þjóð, hvað þá að í þeim hafi blundað óskir um að stofna sjálfstætt þjóðríki. Ameríku var aðdáunin á Paoli síst minni. Þar horfðu sjálfstæðissinnar til Korsíkumanna sem fyrirmyndar og létu sig dreyma um að skipta út nýlendustjórninni fyrir lýðveldi með framsækna stjórnarskrá. Franska byltingin gaf Pasquale Paoli færi á að snúa aftur til fóstur­ jarðarinnar. Vegna fyrri baráttu sinnar við konungsvaldið hafði hann hetjustöðu í huga margra byltingarmanna og var honum því falin landsstjórn á Korsíku. Útlegðin í Bretlandi hafði þó breytt viðhorf­ um Paolis á mörgum sviðum. Hann var á laun dyggur stuðningsmaður bresku krúnunnar og fór snemma að leggja á ráðin um að koma Kors­ íku undir vald hennar. Deilt er um hvort Paoli hafi hreinlega komið aftur til heimalandsins sem breskur útsendari eða hvort hann hafi fyrst orðið afhuga frönsku byltingunni eftir að franska konungsfjölskyldan var tekin af lífi í ársbyrjun 1793. Samband Paolis við stjórnina í París kólnaði skjótt og síðar á árinu 1793 ákvað byltingarstjórnin að setja hann af. Hann brást við með því að lýsa sjálfan sig forseta Korsíku en því næst að tilkynna um stofnun Ensk­korsíska konungsveldisins, sem myndi lúta stjórn hins sturlaða Georgs þriðja Bretakonungs. Bretar, sem áttu í styrjöld við Frakka, sáu sér leik á borði að ná var­ anlegri fótfestu við mitt Mið jarðar­ haf og frá 1794­6 blöktu bresku krúnutáknin yfir Korsíku ásamt hinum sérkennilega fána eyjarinn­ ar, sem sýnir höfuð þeldökks Mára með klút um ennið. Innan skamms gerðu Bretar sér þó grein fyrir því að vonlaust yrði til lengdar að halda völdum á Korsíku, svo að segja í kál­ garði Frakklands. Ríkið nýstofnaða var gefið upp á bátinn og Pasquale Paoli hrökklaðist á ný í útlegð eftir enn styttri valdatíma en fyrr. Paoli átti ekki afturkvæmt til Korsíku og lést í Lundúnum árið 1807. Sú fregn féll í skuggann af ótalmörgum stríðsfréttum þess árs, sem flestar hverfðust um son gamla einkaritara Paolis frá lýðveldisár­ unum á Korsíku. Ritarinn hét Carlo og bar ættarnafnið Buonaparte. … hetjuleg barátta KorSíKumanna gegn ofureflinu vaKti að- dáun. -50% Súpukjöt 2. FLOKKUR 399 KRKG 1 3 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R40 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 5 -2 0 1 7 0 3 :5 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D 9 -4 C A 4 1 C D 9 -4 B 6 8 1 C D 9 -4 A 2 C 1 C D 9 -4 8 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.