Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Side 7
Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðunautur utanríkisráðherra í Evrópumálum:
EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ FRÁ
SJÓNARHÓLI ÍSLANDS
Hvers vegna EES?, er spumingin sem fyrir mig
er lögð í dag. Hvaða ástæður lágu að baki því að
farin var sú leið að leita samninga um Evrópskt
efnahagssvæði með öðrum EFTA ríkjum, í stað
þess að leita aðildar að EB eða tvíhliða samninga?
Það er fyrst til að taka að sú ákvörðun að taka
þátt í samningaviðræðum um EES á rætur að rekja
allt aftur til ársbyrjunar 1989. Jacques Delors, for-
seti framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins bauð
EFTA-ríkjunum samninga sem tækju til alls fjór-
frelsisins, þ.e. frjálsra vöm-, fjármagns- og þjón-
ustuviðskipta og frjálsrar farar launþega. Jafnframt
yrði þá samið um ýmis jaðarmálefni sem tengjast
fjórfrelsinu, s.s. menntamál, rannsóknir og þróun,
umhverfismál og fleira. Þá gæfist einnig kostur á
því að ræða önnur samskiptamál íslands og Evrópu-
bandalagsins í tengslum við EES-samningana.
EFTA-ríkin voru einhuga um að taka þessu boði og
var það gert á leiðtogafundi EFTA-ríkjanna í Osló
14. -15. mars 1989.
Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar taldi að
æskilegt væri að ísland gæti gerst aðili að samrana-
þróuninni í Evrópu, og þá sérstaklega fjórfrelsinu,
án þess að taka á sig allar þær skuldbindingar sem
EB-aðild fylgja. I því sambandi var horft til yfir-
þjóðlegra stofnana, sem mönnum stóð nokkur
stuggur af, sem og til þess að fiskveiðistefna EB var
og er óásættanleg fyrir íslendinga. Þá er ljóst að
samflot íslendinga með öðmm EFTA ríkjum hefur
verið okkur árangursríkt í gegum tíðina. Vegna
EFTA aðildar bauðst okkur fríverslunarsamningur
við EB árið 1972. Engum blandaðist hugur um að
aðgangur að fjórfrelsinu fengist aldrei í tvíhliða
samningi við Evrópubandalagið. Tvíhliða viðræð-
um höfðu líka, allt frá 1976 fylgt aðrir gallar.
Þannig er mál með vexti að við Islendingar höfð-
um, þegar hér var komið sögu, gert ítrekaðar til-
raunir til að fá kjör fyrir fiskútflutning okkar á Evr-
ópumarkað bætt. Innganga Spánar og Portúgals í
EB, okkar helstu saltfiskkaupenda, hafði gert stöðu
okkar skv. bókun 6 lakari en svo að við mætti una.
Evrópubandalagið svaraði hins vegar allri málaleit-
an Islendinga í þessa veru á einn hátt; þ.e. fiskveið-
heimildir yrðu að koma í stað frekari tollívilnana,
auk þess sem fulltrúar bandalagsins minntu á óefnd
fyrirheit um fiskveiðsamning milli íslands og EB,
sem gefin voru í lok síðasta þorskastríðs. EES-við-
ræðumar buðu upp á þann möguleika að unnt yrði
að ræða samskipti Islands og EB, þ.á m. tollívilnan-
ir á nýjum grundvelli. Það voru því margar augljós-
ar ástæður sem ollu því að rétt var að reyna til
þrautar hvaða kjör byðust í EES-samningunum. Eg
tel rétt að fjalla hér stuttlega um meginmarkmið ís-
lendinga í samningviðræðunum og hvemig til tókst.
Helstu áhersluatriði íslendinga í
EES-viðræðunum
í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis í október
1990 vom helstu áhersluatriði Islendinga í EES-
samningaviðræðunum rakin. Þar var efst á lista sú
megin krafa að vörusviðið yrði að ná til allra sjávar-
afurða; að samkeppnisskilyrði skyldu vera jöfn; að
bókun 6 skyldi halda gildi sínu, hvort sem EES-
samningnum kynni að verða sagt upp eða ekki. Þá
var tekið fram að eignarhald erlendra aðila yrðu
ekki leyft í náttúruauðlindum; að vamaglaákvæði
yrði sett um frjálsan atvinnurétt og að ekki yrði
slakað á kröfum um öryggi-, hollustuhætti og um-
hverfisvemd.
Árangurinn liggur nú fyrir. Þegar samningurinn
verður að fullu kominn til framkvæmda mun sjávar-
útvegurinn í fyrsta sinn í sögunni standa nokkum
7