Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Qupperneq 15
Ari Skúlason, hagfræðingur.
ÞJÓÐARTEKJUR, ÞRÓUN ATVINNULÍFS, FRJÁLS
FLUTNINGUR FÓLKS OG ATVINNUFRELSI
Góðir ráðstefnugestir
Eg vil strax í upphafi þakka fyrir þann heiður
sem mér er sýndur með því að fá að taka þátt í þess-
ari ráðstefnu. Eg vil taka fram strax í upphafi að ég
er ekki að flytja skoðanir ASI og tala einungis út frá
eigin brjósti.
Um fátt hefur verið rætt eins mikið hér á landi á
undanfömum mánuðum og EES. Umræður um
samninginn um Evrópska efnahagssvæðið hafa ver-
ið minni því stór hluti umræðnanna hefur því miður
snúist um allt aðra hluti. Misskilningur, fordómar,
slagorð, oftúlkanir o.fl. hafa tekið sinn hluta af um-
ræðunni eins og gengur. Ég held að fáum málum
hafi verið misþyrmt svo mikið í pólitískri umræðu
hér á landi eins og þessu máli. Nægir þar að nefna
að allir stjómmálaflokkarnir nema tveir hafa kúvent
í málinu frá því að það hófst og það án þess að um
nokkrar verulegar efnislegar breytingar hafi verið
að ræða varðandi málið sjálft. Umræðan hefur líka
pólast mjög mikið, sumir telja EES gefa okkur lausn
allra okkar helstu vandamála og aðrir telja að við
séum að fóma sjálfsforræði þjóðarinnar með því að
samþykkja EES-samninginn. Hvorugt er rétt eins og
flestir heilvita menn ættu að sjá.
Áður en ég kem að því að fjalla um meginefni er-
indis míns, sem snýr að vinnumarkaðinum langar
mig til þess að koma aðeins inn á stöðu íslands í
Evrópu framtíðarinnar.
Eins og allir vita ríkir enn nokkur óvissa um
framtíð EES-samningsins. Fjölmiðlar hafa sagt okk-
ur mjög misvísandi fréttir af því hvort mögulegt sé
að samningurinn taki gildi þann 1. júlí á þessu ári.
Ég tel það mög mikilvægt að þessi tímasetning
standist. Fyrir viðskiptahagsmuni okkar skiptir
miklu máli að EES taki til starfa sem fyrst. Pólitískt
skiptir það líka máli fyrir alla málsaðila, ekki síst
okkur. Eins og allir vita eru 4 EFTA-ríkjanna um
það bil að hefja aðildarviðræður við EB. Margir eru
reyndar á þeirri skoðun að EES verði aðeins tíma-
bundin málamyndalausn, eftir að Svíar, Norðmenn,
Finnar og Austurríkismenn gangi inn í EB verði
ekkert eftir. Einmitt vegna þessa er mikilvægt að
EES-samningurinn taki gildi þann 1. júlí til þess að
þessar þjóðir fái viðskiptahagsmunum sínum borgið
sem fyrst. Ég tel þannig afar brýnt að EES fái að
starfa nokkuð lengi áður en til úrslita dregur í aðild-
armálum ríkjanna fjögurra.
Við íslendingar erum nokkuð sammála um að
inn í EB höfum við ekkert að gera miðað við núver-
andi aðstæður, þannig er aðild að EB alls ekki á
dagskrá hér. Fari svo að Norðmenn, Svíar og Finnar
gangi inn í EB munum við auðvitað standa í alger-
lega nýrri stöðu sem eitt Norðurlanda utan EB, og
þá verðum við að hugsa aðildarspuminguna upp á
nýtt. En fram að því getum við bara vonað að þessi
ríki gangi ekki í EB og láti sér nægja að starfa innan
EES. Sú lausn væri okkur best að mínu mati.
Ég tel reyndar afar litlar litlar líkur á því að þess-
ar þrjár þjóðir gangi allar inn í EB á næstu ámm. í
fyrsta lagi er ljóst að samningar um aðildarskilmála
verða erfiðir og í öðru lagi virðist vera mikil and-
staða meðal þessara þjóða gegn því að gerast aðilar
að EB. EES leysir brýnustu nauðsyn þessara þjóða
og því er nauðsynlegt að samningurinn taki gildi
sem fyrst og gildi sem lengst sem samvinnuvett-
vangur Norðurlandanna og EB. Með þessu er ég
kannski að varpa fram þeirri óskhyggju að EES
verði það góð lausn fyrir þessar þrjár þjóðir að á-
hugi þeirra á að ganga í EB dvíni.
15