Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Side 18
hefðir sem ekki síendur til að breyta þótt við verð-
um aðilar að EES. Engar kvaðir eru heldur um það í
samningnum að þessu þurfi að breyta.
Er allt miklu betra hér?
Því er oft haldið fram að það sé mjög óhagstætt
fyrir ísland og Norðurlöndin að fara út í víðtæka
samvinnu um vinnumarkaðs- og félagsmál við ríki
EB vegna þess að kjör og aðstæður séu svo miklu
betri hjá okkur en hjá hinum þjóðunum. Þetta hefur
auðvitað verið kannað ofan í kjölinn af ASI og syst-
ursamtökum okkar á Norðurlöndunum. Niðurstaðan
er sú að hér er um eina klisjuna enn að ræða. Að-
stæður hér eru betri á sumum sviðum en innan EB,
en EB er okkur framar á sumum sviðum líka. Það er
liggur allavega á borðinu að það reglugerðarverk
sem við þurfum að taka upp vegna EES-samnings-
ins færir okkur ekki aftur á bak, en á sumum veiga-
miklum sviðum færir það okkur fram á við. I tengsl-
um við EES-samninginn höfum við þurft að breyta
ýmsum lögum um réttindi launafólks til betri vegar
vegna þess að aðstæður í EB eru betri en hér. Sem
dæmi um þetta eru lög um ríkisábyrgð á launum
vegna gjaldþrota fyrirtækja, lög um hópuppsagnir,
lög um réttindi starfsfólks við eigendaskipti á fyrir-
tækjum og lög um starfsmenntun. A öllum þessum
sviðum hefur EES-samningurinn verið beinn eða ó-
beinn hvati til þess að við þurfum að bæta úr.
EES og evrópskt atvinnulíf
EES samningurinn býður upp á víðtækt samstarf
þeirra þjóða sem að samningnum standa. I inngangi
samningsins setja samningsaðilar sér ýmis háleit
markmið t.d. í sambandi við atvinnustig, verndum
umhverfis, jafna stöðu kynjanna o.fl. Það liggur í
augum uppi að mörg brýnustu vandamála nútímans
verða einungis leyst með víðtækri samvinnu á milli
þjóða. Umhverfismál eru gott dæmi um þetta. Það
hefur lítinn tilgang fyrir eitt nki að herða reglur um
útblástur frá stóriðjuverum ef ríkið við hliðina gerir
ekki neitt. Eina raunhæfa leiðin til þess að ná fram
úrbótum í umhverfismálum er að fleiri ríki vinni
saman, setji sameiginlegar reglur og vinni saman að
málunum.
Að undanfömu hafa menn æ betur gert sér grein
fyrir því að sama gildir um atvinnumálin og um-
hverfismálin. Sameiginlegt átak margra þjóða er
nauðsynlegt til þess að hægt sé að draga úr atvinnu-
leysi á raunhæfan hátt. Atvinnuleysi í Evrópu er nú
gífurlegt og svo hefur verið í langan tíma. Þessi mál
hafa verið rædd mikið innan EB að undanfömu og
auðvitað er EES mjög æskilegur vettvangur til þess
að fást við þessi mál, enda er hátt atvinnustig eitt af
markmiðum EES samningsins. Þótt EES sé ekki
enn komið á koppinn eru þessi mál samt farin að
hreyfast á vettvangi EES. Að frumkvæði Gro
Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs munu
fjármálaráðherrar allra EFTA og EB landanna hitt-
ast í Lúxemborg þann 19. apríl nk. til þess að ræða
stöðu atvinnumála í Evrópu og leiðir til úrlausnar.
Ég tel þennan fund vera mjög mikilvægan og nauð-
synlegt að vanda til undirbúnings hans.
í fyrsta skipti höfum við íslendingar því miður
æma ástæðu til þess að taka þátt í þessu samstarfi.
Auðvitað hefur hátt kaupmáttar- og atvinnustig í
Evrópu alltaf skipt okkur máli vegna þess að þar em
okkar helstu útflutningsmarkaðir, og velgengni þar
þýðir að við seljum mikið á háum verðum. En úr-
lausn þessara mála skiptir okkur nú miklu meira
máli en áður vegna þess hve atvinnuleysi er orðið
mikið hér á landi. Ein ástæða aukins atvinnuleysis
hér er bágur efnahagur iðnríkjanna og því er brýnt
fyrir okkur að hægt verði að auka hagvöxt í þessum
ríkjum með sameiginlegu átaki. I þessu sambandi
skiptir aðild okkar að EES máli vegna þess að við
höfum möguleika á því að koma að málinu og koma
sjónarmiðum okkar á framfæri ef einhver eru.
Ég hef þá trú að þetta samstarf um atvinnumál í
Evrópu sé aðeins upphafið að enn frekara samstarfi
þessara þjóða á sviði efnahagsmála. Þegar efnahags-
íegum landamærum hefur verið meira eða minna
eytt á milli þjóða þarf víðtæka samvinnu til að ná
árangri við stjóm þessara mála .
Lokaorð
Opinn vinnumarkaður 18 ríkja er ekkert lítið
dæmi. í þessu samstarfi rekast margir hlutir á. T.d.
skiptir norður/suður miklu í þessu sambandi. Þetta
samstarf og þessi vinnumarkaður nær frá Grikklandi
og Ítalíu í suðri til Islands og Noregs í norðri. Það
gefur auga leið að reglur, hefðir og lausnir á vinnu-
markaði þessara ríkja eru mjög mismunandi og oft
heyrast þær raddir að þessi ríki eigi erfitt með að
vinna saman.
Við norðurlandabúamir höfum oft tilhneigingu
til þess að segja sem svo að við séum á toppnum
hvað kjör, aðbúnað og réttindi varðar. Á Norður-
löndunum sé verkalýðshreyfingin sterk og í því
sambandi höfðum við gjarnan til almennrar þátttöku
í verkalýðsfélögunum sem auðvitað er mun víðtæk-
ari á Norðurlöndunum en víðast hvar í Evrópu. En
eftir að hafa skoðað málið í kjölinn kemur í ljós að
málið er kannski ekki alveg svona einfalt.
Norræna vinnumarkaðslíkanið er nokkuð einstakt
að því leyti að þar er allur réttur sameiginlegur, það
18