Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Qupperneq 25
Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi.
AHRIF EES A BOKHALD OG
REIKNINGSSKIL Á ÍSLANDI
1. Inngangur.
Samningur um Evrópska efnahagssvæðið (EES)
hefur verið staðfestur á Alþingi íslendinga og tekur
væntanlega gildi á miðju ári 1993. Með samningn-
um hafa Islendingar skuldbundið sig til að samræma
íslensk lög og fyrirmæli að hætti 9 tilskipana og
einnar reglugerðar á sviði félagaréttar. Almennur
aðlögunartími til að koma breytingunum á er til 1.
janúar 1995.
Meginmarkmið Evrópubandalagsins er að stuðla að
friði og til þess að ná þessu meginmarkmiði hefur
verið lögð mikil áhersla á að greiða fyrir því að
vinnuafl, vörur, þjónusta og fjármagn geti flust ó-
hindrað milli aðildarlandanna. Til þess að stuðla að
meiri hreyfanleika á vinnuafli hafa verið felld úr
gildi ákvæði um vegabréf og atvinnuleyfi, aflétt hef-
ur verið hömlum á eignakaupum og fjármagnsflutn-
ingi einstaklinga, auk þess sem persónuskattar hafa
verið samræmdir. Vöru- og þjónustuviðskipti hafa
verið aukin með afnámi tolla, samræmingu á virðis-
aukaskatti og samræmingu á mælieiningum, stöðl-
um hvers konar og gjaldmiðli. Fjármagnsflutningar
hafa verið auðveldaðir með því að fella niður gjald-
eyriseftirlit og að samræma viðskiptalöggjöf, þ.m.t.
um skattlagningu félaga og flutning á skattalegum
réttindum milli landa. Ennfremur hafa fjármagns-
flutningar verið auðveldaðir með því að stuðla að
samræmdum reglum um bókhald, ársreikningagerð
og endurskoðun og er það einkum þessi þáttur máls-
ins sem ég mun gera að umtalsefni.
í erindi þessu mun ég því fyrst fjalla um ákvæði til-
skipananna, einkum þeirra sem varða ársreikninga
og endurskoðendur, því næst mun ég fjalla um stöðu
ársreikningagerðar og endurskoðenda í Evrópu og
að lokum velta upp hugmyndum um hvaða breyt-
ingar séu í vændum að því er varðar ársreikninga-
gerð og störf endurskoðenda.
2. Tilskipanir og reglugerð.
2.1. Tilskipanir.
Framkvæmdastjóm Evrópubandalagsins beitir í
meginatriðum tveimur aðferðum til að ná markmið-
um sínum fram. Annarsvegar eru tilskipanir sem að-
ildarrrkin skuldbinda sig til að fella inn í eigin laga-
bálka innan tilskilins tíma og hins vegar reglugerðir
sem öðlast lagagildi, án þess að hljóta samþykki
viðkomandi þjóðþinga. Tilskipanirnar níu á sviði fé-
lagaréttar, sem EES samningurinn tekur til, eru við
það miðaðar að samræma réttarreglur, t.d. þannig að
stofnsetning og rekstur félaga og fyrirtækja annars
staðar en í heimalandi verði auðveldari, vegna þess
að svipaðar reglur gilda hvarvetna á svæðinu og eru
þegnunum kunnar. Hér fer á eftir yfirlit um tilskip-
anirnar svo og markmiðið með hverri þeirra:
Fyrsta frá 1968.
Fjallar um samræmdar ráðstafanir til að vernda
hagsmuni lánardrottna hlutafélaga o.fl. með því að
birta upplýsingar, veita aðgang að ársreikningum og
takmarka möguleika á að ógilda skuldbindingar sem
félag hefur tekist á hendur.
Önnur frá 1976.
Fjallar um samræmdar ráðstafanir til að tryggja
lánardrottnum og hluthöfum almenningshlutafélaga
lágmarksvemd, með ákvæðum um lágmarkshlutafé
(25.000 ECU) og takmörkun á úthlutun fjár úr félagi
25