Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Side 31

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1993, Side 31
6.1. Ársreikningagerð. Það er athyglisvert að leiða hugann að því hvem- ig Island passar inn í þá mynd sem dregin var upp af Evrópulöndum hér að framan. I þessu sem mörgu öðm eram við dálítið á skjön við það sem gerist annars staðar og þó ekki ef betur er að gáð. Að mörgu leyti eru aðstæður hér með þeim hætti sem gerist á meginlandi Evrópu; lítill sem enginn hluta- bréfamarkaður, en fjölskyldur , útvegsmenn og rík- isvaldið með einum eða öðrum hætti í gegn um bankakerfið, hefur verið ráðandi á fjármagnsmark- aði. Ársreikningagerð hefur til skamms tíma miðast annars vegar við þarfir hins opinbera þar sem skattalögin hafa verið allsráðandi og hins vegar hafa ársreikningar sjávarútvegsfyrirtækja tekið mið af þörf fyrir framleiðslubókhald með hvers konar framlegðartölum. Fyrir einungis 15 árum síðan varð veruleg breyt- ing á, sem hófst með því að skattalögum og hlutafé- lagalögum var breytt með það að markmiði að árs- reikningar gæfu “glögga mynd” af hag og afkomu fyrirtækja og í því skyni voru tekin upp verðbólgu- reikningsskil. Við Islendingar eram þekktir fyrir það að taka ærlega til hendinni, þegar við á annað borð byrjum, og sú hefur orðið raunin á í reikningsskilum og ársreikningagerð. Nú er svo komið að ársreikn- ingagerð hér á landi leitast við að sýna “glögga mynd” svo fremi sem reikningsskilareglur leyfa og er það í samræmi við meginmarkmið tilskipana Evr- ópubandalagsins og í hátt við þá þróun sem virðist eiga sér stað í innan þess, eins og áður hefur verið vikið að. Aðferðir við ársreikningagerð, mat á eignaliðum og framsetning skýringa kemur því ekki til með að breytast að neinu ráði, þegar EES samn- ingurinn tekur gildi. Þær breytingar sem við verðum áþreifanlegast vör við í fyrstu er gjörbreytt uppsetning á efnahags- og rekstrarreikningi og er vísað til þess sem áður greinir í því sambandi. Oljóst er hvort verðbólgu- reikningsskil verða hér áfram við Iíði, en haldi stöð- ugleiki í efnahagsmálum áfram minnkar þörfin af sjálfu sér. 6.2. Félagaréttur. Gera þarf breytingar á hlutafélagalögum og hefur verið rætt um að tvískipta þeim; annars vegar í lög um almenningshlutafélög og hins vegar í lög um einkahlutafélög. Ymislegt þarf nánari útfærslu við svo sem ákvæði um samrana og skiptingu hlutafé- laga og um birtingu upplýsinga. Lögum um bókhald þarf að breyta og færa í það horf sem endurskoðendur hafa lagt til um alllangt skeið, þ.e. að taka ákvæði um ársreikninga út úr ein- stökum lagabálkum og sameina á einn stað í bók- haldslögunum, sem mynduðu þá heildstætt samsafn fyrir bókhald og ársreikningagerð allra lögaðila og einstaklinga. Ennfremur þarf að setja inn ákvæði um gerð samstæðureikninga og um reikninga útibúa er- lendra félaga sem hér starfa. 6.2. Endurskoðendur og störf þeirra. Hvorki þarf að breyta lögum um löggilta endur- skoðendur, né kröfum um menntun þeirra eða starfsþjálfun vegna ákvæða fjórðu og áttundu til- skipunar Evrópubandalagsins. Að því er varðar menntun endurskoðenda, þyrfti e.t.v. að leggja meiri áherslu á evrópsk sjónarmið en verið hefur, með samkeppni í framtíðinni í huga. I ýmsum Norður-Evrópulöndum hafa löggiltir endurskoðendur haft áhyggjur af samkeppni frá svo- nefndum “skráðum endurskoðendum”, sem öðlast geta sama rétt og löggiltir endurskoðendur til endur- skoðunar á litlum og meðalstóram fyrirtækjum. Á Islandi era aðstæður ekki sambærilegar og það mik- ill munur í flestum tilvikum á löggiltum endurskoð- endum og bókhaldsráðgjöfum, að EES samningur- inn ætti ekki að valda breytingu frá því sem nú er. Það hefur tíðkast að fá erlenda ráðgjafa til að sinna ýmsum störfum hér á landi, sem að hluta hafa komið inn á starfssvið íslenskra endurskoðenda. Hér hefur verið um að ræða einstök fremur stór verkefni, sem hafa kallað á umtalsverða sérþekkingu. Ég tel að áframhald verði á samkeppni að þessu leyti, en að markaðurinn hér sé almennt ekki það eftirsóknar- verður með tilliti til verðs og stærðar verkefna, að hæfir ráðgjafar sem veitt geti íslenskum endurskoð- endum eða ráðgjöfum raunhæfa samkeppni sjái eftir- sóknarverð tækifæri hér. I heild sé því ekki sérstaka breytingu frá því sem verið hefur á þessu sviði. Að því er varðar samkeppni erlendis frá í endur- skoðun tel ég ekki líkur á að hún aukist að neinu marki frá því sem nú er. Met ég það annars vegar af því að íslenskir endurskoðendur eru nú þegar í tengslum við stærstu alþjóðlegu endurskoðunarfyr- irtækin og hafa tileinkað sér starfsaðferðir þeirra og sinna öllum alþjóðlegum verkefnum sem tengjast Islandi. Hins vegar met ég þetta af þeim reglum sem einstök lönd eru um þessar mundir að móta, til þess að ganga úr skugga um hæfni þeirra einstaklinga, sem óska eftir að fá að starfa sem sem löggiltir end- urskoðendur í viðkomandi landi. Til fróðleiks skal hér birt umsögn Álitsnefndar FLE frá 15. desember 1992 til Menntamálanefndar Alþingis um hvaða kröfur gera verði til bandalagsþegna sem óska rétt- inda sem löggiltir endurskoðendur hér á landi: 31

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.