Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 14

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Page 14
94 en sá besti um 12g/meðalþyngd. Hin greinin skýrir frá saman- burði í 2ja ára tilraun í eldisbúri £ sjó. A þessu tímabili náði lélegasti hópurinn 9 punda meðalvigt en sá bezti 13 punda meðalvigt. Auðsætt er að með kerfisbundnu úrvali mætti fá fram íslenska laxastofna, sem væru miklu stórvaxnari og jafnstærri en þeir laxar sem nú ganga í íslenskar ár. Eflaust mætti, t.d. fá fram stofn með 15 punda meðalþyngd eftir tvö ár í sjó, eða 8 punda meðalvigt eftir eitt ár í sjó. Nú yrði íslenskur laxeldisiðnaður bersýnilega að selja alla framleiðsluna á erlendum mörkuðum, en verðlag þar er all verulega háð stærð fisksins, eins og gefið er til kynna á tveim glærum, sem ég vann úr upplýsingum er birtust £ Norsk Fiske- oppdrett s.l. sumar. Þær gefa, t.d., til kynna, að k£ló £ 16 punda laxi sé um 80% verðmætara en k£ló £ 5 punda laxi á þýskum markaði. Er sennilegt að l£ku máli gegni um lax á mörkuðum £ öðrum löndum Vestu-Evrópu og N-Amer£ku. A þessum reikningsgrund- velli myndi verðmæti 16 punda lax verða rúmlega fimm sinnum meira en verðmæti 5 punda lax. Sé miðað við að báðir fiskarnir taki vöxt sinn út £ hafinu, myndi fóðurkostnaður £ eldisstöð eða fóðurframlag árinnar sem ól seiðin, vera hinn sami £ báðum tilvikum. Og þá er spurn: Hvað myndu bændur hafast að, ef þeir gætu með kynbótum einum saman fimmfaldað afrakstur sauðfjár eða nautpenings, án aukins fóðurkostnaðuar eða aukinnar beitar? Ætli þeir bæru ekki við að kynbæta. Raunar gera þeir það £ r£kum mæli £ dag, þó eftir minnu sé að slægjast en hér var áætlað fyrir lax. En ekki bólar á viðleitni til að kynbæta islenska laxastofna, utan hvað eldisstöðvar, aðrar en Kolla- fjarðarstöðin, reyna að afla væns fisks til undaneldis. Fyrir mörgum árum s£ðan innti ég Þór Guðjónsson eftir þv£, hvers vegna Kollafjarðarstöðin væri að dreifa smávöxnum laxastofni um landið. Hann svaraði þv£ til, að þv£ miður yrðu þeir að gera það vegna þess að fé skorti til að afla stórvaxnari undaneldis- fisks. Raunar ætti ekki að sleppa smálaxastofnum á ár, þar sem meðálþyngd þess lax, sem fyrir er, er meiri en meðalþyngd sl£kra sleppistofna. Það tekur nefnilega jafnt átumagn árinnar að framleiða seiði sem verður að 5 punda laxi og annað sem verður að 16 punda laxi. Það verður þv£ £ mörgum tilvikum að kallast afræktun eða skemmd á viðkomandi laxá, ef þar er sleppt seiðum af smálaxi.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.