Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 18

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 18
98 breyting. dskyld eða óháð svokölluðum veiðimálum, sportveiði og ferðamannaiðnaði í því sambandi, þurfa að koma til atvinnu- sjónarmið og raunhæf viðleitni í þá átt að hagnýta náttúrlegar auðlindir íslands, til lands og sjós, til laxaframleiðslu, er skipt gæti verulegu máli fyrir lífsafkomu þjóðarinnar í heild. Slíkt atvinnustjónarmið verður naumast betur skýrt en með því að vitna í viðtal, sem birtist við dr. Donaldson í Norgunblaðinu þann 18. mars 1978. Þar segir hann: "Þið getið sleppt 100 milljónum laxaseiða í hafið á ári. Þið eruð komnir með 200 mílna fiskveiðilögsögu, þar sem enginn utanaðkomandi aðili getur komist að laxinum í beitarlandinu. Þið hafið orkuna, vatnið, fæðuna og beitarlandi. Ef við lítum á hlutföllin milli þess sero gera þarf í landi og þess, sem sjórinn sár um, kerour í ljós að landvinnan, klakið og eldið er aðeins 1%, sjórinn sér um 99%". Sarokværat þeirri áætlun um verðmætasköpun er ég nefndi hér á undan, myndu 100 milljónir laxgönguseiða skila 140 milljörðum króna brúttó tekjum á ári. Væntanlega hefur dr. Donaldson gert sér ljóst, að slfku takmarki yrði ekki náð með Atlantshafslaxi, með því að nægilegt eldisvatn fyrir- finnst naumast fyrir slíka framleiðslu. Til þess myndi þurfa magn af vatni um það bil einu og hálfu sinnum meira en meðal- vatnsmagn Laxár £ Aðaldal, 12-14 gráðu heitu. Mig grunar, að honum hafi verið það fyrst og fremst í mun að stjaka nokkuð yið þeim ríkjandi sjónarmiðum fslenskra veiðimála og sportveiði- manna, sem eru tiltölulega lítilvæg frá þjóðhagslegu sjónarmiði, þótt hér sé ura að ræða mikilvæg hlunnindi, er veita fjölda manns margar ánægjustundir. Enda mun lífsstarf dr. Donaldson á þessum vettvangi hafa verið nátengdara atvinnu- eða fram- . leiðslusjónarmiðum en sportveiði eða veiðimálum, eins og við þekkjum til hér á landi. Þó er ekki örgrannt um, að dr . Donaldson kunni að hafa haft í huga aðrar laxategundir en Atlantshafslax, t.d. svokallaðan chum eða dog salmon, sem ég gaf hið ljóta nafn hundlax £ greinarkorni er ég birti um þennan stórmerkilega fisk £ ÆGI fyrir um tveim árum. Með ákyeðnu magni mætti sennilega framleiða um 10 sinnum fleiri sjógönguseiði af þessari laxategund en af Atlantshafslaxi. Er raunar auðsætt að við ættum að kanna möguleika á fraraleiðslu þessa fisks hér við land.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.