Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 24

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 24
104 Tilraunir eru nú gerðar með ódýrari geymsluaðferðir en frystingu á blautfóðri, þar sem mikill stofn- og rekstrarkostnaður er á frysti - geymslum. Vaxtarhraði laxfiska í sjó er mjög úáður hitastigi. Kjörhiti fyrir lax- eldi í sjó er 10-l2°C. Við vesturströnd Noregs er sjávarhiti á sumrin 14-16°C, en á betrum 3- 5°C. Staðbundnar aðstæður geta valdið breyt- ingum á hitastigi sjávar. Við árósa og inni í fjarðarbotnum, þar sem straumur er lítill er hitastig yfirleitt lágt á vetrum. Við lágt hitastig tekur fiskurinn lítið fóður og vex hægt. Ekki er æski- legt að sjávarhiti fari yfir 16-18°C, því þá tekur laxinn ver fóður, og meiri hætta er á sjúkdómum. Laxaseiði ná yfirliett um 1 kg. þyngd eftir árseldi í sjó. Eftir 2 ára eldi hefur laxinn oft náð 4- 5 kg. þyngd. Um 4-5 kg. af blautfóðri þarf til að framleiða 1 kg. af laxi, en venjulega aðeins 1.5 af þurrfóðri. Villtur lax dvelur eitt, tvö eða þrjú ár í sjó. Er hér um að ræða stofna þ. e.a.s. stórlax og smálax. Smálax, 4-6 pund, dvelur aðeins eitt ár í sjó, en leitar þá í ferskt vatn til hrygningar. Nauðsynlegt er að eldislax sé af stórlaxakyni, því annars verður laxinn kynþroska eftir eitt ár í eldi og dregur þá úr vextinum. Fóðurkostnaður við laxeldi í sjó í Noregi er mun lægri en yfirleitt gerist í landbúnaði, sé miðað við söluverð afurðanna. Mörg dæmi eru um það hvernig upprunalegum tegundum bæði plantna og dýra hefur verið breytt með hjálp erfðafræðinnar, þannig að þessar tegundir hafa verið gerðar arðbærari bæði í ræktun og eldi. 1 Ncregi fer nú fram víðtækt kynbótastarf með eldislax undir forystu prófeesors Trygve Gje drem. Nú þegar heíi r náðst mjög umtalsverður árangur af þessu starfi og sýnt hefur verið fram á að með úrvali er fljótt hægt að fá fram stofna er sýna mikla yfirburði í eldi. Ymis vandamál koma upp við fiskeldi í sjó. Mörg þessara vandamála er auðvelt að leysa, en önnur eru erfið viðureignar. A vissum svæðum, sérstaklega við strendur S. Noregs sest mikill slýgróður á búrin. Hann þarf að hreinsa af þeim og er það oft erfitt og tafasamt verk. Þá vill

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.