Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 74

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 74
154 RAÐUNAUTAFUNDUR 1979 RAFGIRÐINGAR Grétar Einarsson og ðlafur Guðmundsson, Bútæknideild RALA, Hvanneyri. I, Inngangur Fyrir fáum árum kom á markaðinn í Nýja-Sjálandi ný gerð rafgirðingastöðva (háspennugjafa), sem breyttu afstöðu manna til hagnýtingar á rafgirðingum fyrir sauðfé. Samkvæmt reynslu erlendis, t.d. á Bretlandi, er talið, að góð 5 strengja raf- girðing úr sléttum vír haldi sauðfé á við venjulegar girðingar og sé allt að 50% ódýrari í uppsetningu. II. Uppsetning rafgirðinga Sumarið 1978 gerði bútæknideild RALA nokkrar athuganir á notagildi rafgirðinga fyrir sauðfé og kom sérfróður maður frá Skotlandi, Mr. Burdon-Cooper, til að leiðbeina við uppsetningu þeirra. Háspennugjafinn sem notaður var er af gerðinni Gallagher E 12, knúinn af 12 volta rafgeymi. Tækið sendir frá sér há- spenntan straum, eða allt að 5000 volt, sem varir ekki lengur en 3/10.000 úr sekúndu í hverju slagi. Stilla má slagafjöldann á 50-70 slög á mín. Einn slíkur háspennugjafi nægir fyrir allt að 10 km langa girðingu. Hlaða þarf geyminn annað veifið, eða um það bil mánaðarlega. Hægt er að fá háspennugjafa, sem tengja má við venjulega 220 v raflögn, t.d. í útihúsum. í rafgirðingarnar var notaður sléttur vír, 2,5 mm sver, sem búinn er þeim eiginleika að vera teygjanlegri (high tensile) heldur en venjulegur vír, en það auðveldar uppsetningu og við- hald girðingarinnar. Notaðir voru venjulegir girðingarstaurar úr tré og má bil á milli þeirra vera allt að 20 m á sléttu landi. Vírinn er einangraður frá endastaurum með postulínskúlum, en á aðra staura er fest polyetylen röri, sem vírinn er dreginn £ gegnum.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.