Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 75

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 75
155 III. Athuganir á notagildi Athuganir Bútæknideildar beindust einkum að því í fyrstu að kanna, hvort rafgirðingar af umræddri gerð halda búfé og þá einkum sauðfé. Girðingarnar voru settar upp alls á fimm . stöðum. 1. 1 hólf. sem er í tengslum við beitartilraun á ræktuðu landi. 2. Hólfabeit á grænfóðri fyrir lömb. 3. Girt af spilda fyrir túnrollur. 4. Settur rafstrengur á lélega afréttargirðingu. 5. Sett upp 500 m löng girðing inn á hálendi. 1. Girðingin £ beitartilrauninni var sett þvert á miðja lengd tveggja beitarhólfa. í öðru hólfinu var sauðfé en hinu kálfar. Þetta var 5 strengja girðing, þar af sá neðsti jarðtengdur. Til að geta fylgst með því, hvort gripirnir færu í gegnum girðinguna, voru allir gripirnir hafðir öðru megin við rafgirðinguna í senn. Reynslan er í stuttu máli sú, að ekki fór neinn gripur í gegnum girðinguna á þessu tímabili (um 4 vikur) þó aö þeir leituðu all mikið á hana fyrstu tvo dagana. Þess má líka geta í þessu sambandi, að allmiklir erfiðleikar voru á að reka gripina yfir girðingar- stæðið, þegar búið var að leggja strengina niður. 2. Á grænfóðurspildunni var sett upp fjögurra strengja girðing. Grænfóðrið var það hávaxið, að það náði neðstu strengjunum sem rafmagn var á. Þrátt fyrir það virtust þeir halda lömbunum nema á einum staé, þar sem uppsetningu girðingar- innar var ábótavant. Þegar flytja átti lömbin milli hólfa komu fram sömu vandkvæði og áður var rætt um. I þessu sam- bandi má geta þess, að svo virtist sem gróðurinn visnaði, þar sem hann náði rafstrengjunum. 3. Til að kanna hvort rafgirðing héldi fé, sem vant er að fara í gegnum girðingar (túnrollur), var girt af spilda (40x80m) með fimm strengja rafgirðingu og lambféð haft í því um þrjár vikur. Reynslan af því er í stuttu máli sú, að ekki slapp nein kind út úr hólfinu. 4. Fáanlegur er búnaður til að festa rafstreng (einn eða fleiri) utan á lélegar girðingar af venjulegri gerð,sem

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.