Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 82

Ráðunautafundur - 12.02.1979, Side 82
162 islömbin í E-flokki, 25,2. Lítill munur kom fram milli undirflokkanna 1-3 á tyggitölu. 1 4. töflu eru sýndar nióurstöóur efnagreininga á hryggvöðva. Hvítu-, fitu- og öskumagn er sýnt sem hlutfall af þurrefni. Meðalþurrefnishlutfall er 27,25%. Meðalhlutfall allra sýna reyndist vera 84,56% hvíta, 11,74% fita og 3,70% steinefni af þurrefni. Raunhæfur munur er á steinefna- og þurrefnis- magni innifóðrunar og grænfóðurflokkanna, að öðru leyti er ekki um raunhæfan mun að ræða. Mest hvítumagn og minnst fitumagn í vöðva er í D-flokki, en minnst hvítu- magn og mest fitumagn í F-flokki. Ef þetta er borið saman við niðurstöður bragðprófana, kemur í ljós að vöðvi í F-flokki var talinn meyrastur, bragð- bestur og með næst bestu lykt, en vöðvi £ D-flokki í meðallagi meyr, og með lægstu einkunn fjrrir lykt og bragð. 1 5. töflu eru sýndar niðurstöður efnagreininga á lifur. Hvítu-, fitu-, steinefna- og glycogenmagn er sýnt sem hlutfall af þurrefni. Meðalþurrefnismagn er 31,34%. Meðalhlutfall allra sýna er 70,23% hvíta, 10,89% fita, 4,96% aska og 13,91% glycogen af þurrefni. Raunhæfur munur er á þurrefnis- og steinefnamagni innifóðrunar og grænfóöurflokkanna, að öðru leyti er ekki um raunhæfan mun að ræða. Hér eins og £ hryggvöðvanum er minnst hv£ta og mest f ita £ F-flokki. 6., 7. og 8. tafla sýna mismun milli flokka £ útkomum mælinga, F-gildi ásamt raunhæfni. Fitusýrumælingar eru £ gangi, lokið er mælingum á yfirborðsfitu en öðrum þáttum mælinganna er enn ólokið. IV. Heimildir. 1. Stefán Aðalsteinsson, Jón Tr. Steingrimsson, Þór Þorbergsson og Páll Sigbjörnsson. Haustfóðrun sláturlamba. Ráðunautafundur (1978). 2. Fourie, Kirton og Jury, 1970. New Zealand Journal of Agricultural Research. 3. Goulden, C.H., 1952. Methods of Statistical Analysis. New York, John Wiley and Sons, Inc.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.