Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 2
Veður Austanátt verður ríkjandi í dag og verður vindur yfirleitt hægur, en bæta mun í vind við norður- og suðurströndina síðdegis. Skýjað verður með köflum og stöku skúrir kunna að falla, en sunnanlands fer að rigna um kvöldið. sjá síðu 18 Strætó tekur þátt í degi rauða nefsins Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður ársins hjá UNICEF á Íslandi, en rauða nefið, sem hér er búið að setja á strætó, táknar gleði og hlátur – nokkuð sem öll börn ættu að fá að upplifa. Þúsundir Íslendinga hafa skráð sig sem heimsforeldra á fyrri dögum rauða nefsins og þannig tekið þátt í að auðvelda eða bjarga lífi barna sem lifa við erfið skilyrði, vannæringu eða veikindi, svo eitthvað sé nefnt. Fréttablaðið/ernir Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is sVíÞjÓð Andvirði varnings sem stol- ið var úr verslunum í Svíþjóð í fyrra nam 7,9 milljörðum sænskra króna eða tæplega 91 milljarði íslenskra króna. Búðarþjófnuðum fjölgaði um 31 prósent milli 2013 og 2016. Í um fjórðungi tilfellanna eru það starfs- menn sem stela vörunum. Mest er stolið af sælgæti, kjöti, snyrtivörum og raftækjum. – ibs Búðarþjófar stálu fyrir 91 milljarð Sælgæti freistar margra búðarþjófa. nOrDiCPHOtOS/GettY BANDARíKIN Bandarísk kona á sex- tugsaldri hefur verið ákærð fyrir að hafa í vörslu sinni hlut sem líktist sprengju og var til þess fallinn að skapa ótta. Konan segir ákæruna vera fáránlega. Konan, Daphne Page, var hand- tekin í smábænum Short Pump í Virginíu. Vegfarandi sá hlut í bíl hennar sem líktist sprengju og hringdi í lögregluna. Sprengjusveit mætti á svæðið og notaði fjarstýrt vélmenni til að færa hlutinn úr bif- reiðinni. Page segir hins vegar að um sé að ræða vekjaraklukku sem lítur út fyrir að vera gamalsdags sprengja. Hún hafi keypt klukkuna á einn dollara á skransölu. Um augljósa eftirlíkingu væri að ræða og ótrú- legt væri að hún hefði hrætt ein- hvern. - jóe Sprengjan reyndist vekjaraklukka VeRsluN Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunn- ar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garða- bæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar ein- nota drykkjarum- búðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, fram- kvæmdastjóri Endur- vinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í lands- lögum að  fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sex- tán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitt- hvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til  Endur- vinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum sem tengdust vöru- verði yrði svarað síðar. haraldur@frettabladid.is Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykk- ið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. Ríkið innheimtir skilagjaldið sem búðin þarf að greiða. Dyr verslunar Costco í Kauptúni í Garðabæ voru opnaðar í gær og var margt um manninn. Fréttablaðið/antOn brinK Costco selur vatnið í 40 stykkja magn- pakkningu af hálfs lítra plastflöskum. TRYGGINGAR Eigandi báts, sem varð fyrir því að utanborðsmótor bátsins var stolið, á ekki rétt úr bótum fjölskyldutryggingar sinnar vegna tjóns af völdum þjófnaðar- ins. Ástæðan er sú að mótorinn var ekki geymdur í bílskúr eða læstri geymslu. Bátnum hafði verið lagt á læstu svæði við Bryggjuhverfið í Reykja- vík. Aðeins eigendur báta á svæð- inu hafa lykla að því. Hins vegar er hægt að komast að svæðinu frá sjónum. Vátryggingafélag mannsins hafnaði bótaskyldu þar sem trygg- ingin tók aðeins til tjóns á hlutum sem tilheyra vélknúnum skemmti- bátum hafi þeir verið geymdir í bíl- skúr eða læstri geymslu. Úrskurðar- nefnd í vátryggingamálum féllst á að læsta svæðið teldist ekki slíkt svæði. Tjónið fæst því ekki bætt. - jóe Bótalaus stuldur í Bryggjuhverfi 2 4 . m A í 2 0 1 7 m I ð V I K u D A G u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T A B l A ð I ð 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E C -E 1 7 0 1 C E C -E 0 3 4 1 C E C -D E F 8 1 C E C -D D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.