Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 4
Það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri. Haraldur Bene- diktsson, for- maður fjárlaga- nefndar Mikið úrval garðsláttuvéla - með rafmótor eða bensínmótor Garðsláttuvélar ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Alþingi Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálf- stæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki sam- þykkja ríkisfjármálaáætlun fjármála- ráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, for- maður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðis- aukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábend- ingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við ein- staka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða ein- staka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarð- anir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkis- stjórnin verður að vita hvaða afleið- ingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Har- aldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármála- áætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu. snaeros@frettabladid.is Þvættingur að fjármálaáætlunin nái ekki í gegnum þingið minjAr Áform Flugakademíu Keilis um að setja upp bandaríska orr- ustuþotu við höfuðstöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli vekja hörð við- brögð í hópi áhugamanna um flug- minjar sem óttast að þotan þoli ekki geymslu utandyra. „Allir hlutir sem eru úr járni og áli og standa úti tærast og eyðileggjast. Við þurfum ekki kjána sem halda öðru fram,“ segir Tómas J. Knútsson vélvirkjameistari sem í sjö ár sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykja- ness ehf. og lét þar sig herminjar af Keflavíkurflugvelli miklu varða. Um er að ræða skel af Phantom- þotu sem stóð á stöpli utan við skrifstofu æðsta yfirmanns Banda- ríkjahers á flugvellinum. Eftir að herinn fór segir Tómas áhugamenn um varðveislu þotunnar hafa komið henni fyrir í geymslu í flug- skýli á svæðinu. „Ef það á að varðveita þessa vél þá á að gera það innandyra en ekki nota hana sem auglýsingu utan- dyra. Þessi vél verður að vera í umsjón safns en um það hefur ríkt áhugaleysi,“ segir Tómas. Í sama streng tekur Hinrik Steins- son, sem einnig sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness um árabil. Hinrik segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, hafa leitað samþykkis síns árið 2013 fyrir áformunum og lofað að þotunni yrði haldið í toppstandi. „Ég svaraði honum að þetta væri heimskuleg hugmynd sem myndi eyðileggja vélina, því hún væri nú þegar orðin talsvert tærð,“ segist Hinrik hafa svarað. „Núna er staðan sú að Hjálmar er búinn að fara bak- leiðir til að þröngva þessu í gegn, þótt búið sé að segja honum að þetta skemmi vélina. Hann er ekki galdramaður sem getur komið í veg fyrir náttúrulögmál.“ Þá segir Hinrik um að ræða brot á samningi um varðveislu þotunnar en Hjálmar, sem reyndar er einn þeirra sem stóðu að stofnun Flug- og sögusetursins, hafnar því. Flug- safn bandaríska flughersins hafi gefið Keili leyfi fyrir fyrirhugaðri uppsetningu að fenginni úttekt á ástandi þotunnar. „Þotan er búin að vera í óupp- hituðu skýli og það fer mjög illa með hana, hún er farin að láta á sjá. Við viljum einfaldlega setja vélina á stöpul aftur svo fólk geti dáðst að henni enda eru þessar vélar gerðar til að vera undir beru lofti,“ segir Hjálmar. Það verði síðan flugvirkja- deild Keilis sem annist þotuna með reglulegu eftirliti og viðhaldi. „Þotan á að vera eins og tákn um söguna og líka um þá starfsemi sem fer fram á og við flugvöllinn,“ segir Hjálmar og gefur lítið fyrir þá gagn- rýni að nota eigi þotuna sem aug- lýsingu fyrir Keili. „Fólk má túlka það eins og það vill en við ætlum að setja hana hér við fjölförnustu gatnamótin sem allir sem leið eiga um völlinn fara um. Þetta er skemmtilegt fyrir svæðið í heild.“ gar@frettabladid.is Herþota veldur usla í Keflavík Keilir hyggst setja upp gamla herþotu við flugskólann á Keflavíkurvelli. Fyrrverandi stjórnarmenn í Flug- og sögusafni gagnrýna áformin. Verja þurfi þotuna innandyra en ekki nota hana sem auglýsingu fyrir Keili. Bandaríkjaher hefur að sögn skólastjóra Keilis gefið leyfi fyrir því að þessi Phantomþota verði varðveitt á stöplum utan við flugskólann. Hópur áhugamanna um flugminjar óttast að þotan þoli ekki geymslu utandyra. FréttaBlaðið/atli Ef það á að varð- veita þessa vél þá á að gera það innandyra en ekki nota hana sem aug- lýsingu utan- dyra. Tómas J. Knútsson vél- virkjameistari leiðrétting Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær um uppbyggingu í Reykjavík stóð að uppbygging yrði við Allianz-húsið. Rétt nafn hússins er Alliance-húsið. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Viðskipti Í apríl nam erlend greiðslukortavelta 18,6 milljörðum króna samanborið við 14,6 millj- arða í sama mánuði í fyrra. 27,7 prósenta vöxtur var á tímabilinu samkvæmt Rannsóknasetri versl- unarinnar. Vöxtur síðustu þriggja mánaða (febrúar til apríl) frá sama tímabili í fyrra er 29 prósent en að meðaltali var árlegur hlutfallsvöxtur síðustu 12 mánuði þar á undan 52 prósent. Vöxturinn í apríl er einnig minni í krónum talið. Frá apríl 2016 jókst kortavelta um 4 milljarða saman- borið við 5,3 milljarða í apríl á síðasta ári. Ekki er ótrúlegt að sterkara gengi eigi sinn þátt í því að kortavelta vex minna nú en áður. – sg Gengisáhrif á erlenda veltu slYs Ítalskur ferðamaður á þrítugs- aldri lést á sjúkrahúsi í gær. Hann fannst meðvitundarlaus á Nesja- vallavegi í fyrradag. Svo virðist sem maðurinn hafi fallið af reiðhjóli. Við það hafi hann hlotið höfuðáverka sem síðar drógu hann til dauða. Þá lést drengur á þrettánda ári í slysi á Eyjafjarðarbraut vestari, sunn- an við Hrafnagil, í gær. Drengurinn, sem ók litlu bifhjóli, lenti í árekstri við jeppabifreið í fyrradag. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri en lést skömmu síðar. Ekki er unnt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. – jóe Létust af slysförum 2 4 . m A í 2 0 1 7 m i ð V i k U D A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E C -F 5 3 0 1 C E C -F 3 F 4 1 C E C -F 2 B 8 1 C E C -F 1 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.