Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 10
Krónan hefur nú verið að styrkjast í rúm tvö ár samfleytt. Ásgeir Jónsson hag- fræðingur störfum í veiðum og vinnslu fækkar verði til önnur tengd hátækni – og dæmin séu þegar til staðar, eins og hjá Marel, Völku og nú síðast Skag­ anum 3X sem hefur vakið athygli með hátæknilausnum sínum, ekki síst um borð í nýjum glæsilegum fiskiskipum sem eru að koma til landsins þessi misserin. Öll þessi fyrirtæki, og fleiri, eru orðin annað­ hvort alþjóðlegir risar eða stefna þangað. Hitt er að það verður áskorun fyrir íslenskt menntakerfi og fyrir­ tæki í sjávarútvegi að mæta þessum breytingum. Það verði að huga að menntun þeirra sem munu starfa í sjávarútvegi framtíðarinnar. Þá verða rannsóknir og þróun enn mikilvægari en áður, þannig að virði samfélagsins verði hámarkað. Tækifæri eru í umhverfismálum. Tækniframfarir, auknar fjárfest­ ingar og aukin skilvirkni veiða eru að mati skýrsluhöfundar lykilatriði þegar kemur að frekari minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda auk sjávarútvegur Við erum stödd í miðri tæknibyltingu, þar sem gervi­ greind og sjálfvirkni verður sífellt meira áberandi. Byltingin er á heims­ vísu. Því til viðbótar eru umfangs­ miklar breytingar að verða á Íslandi sem drifnar eru áfram af íslenskum tæknifyrirtækjum. Íslenskur sjávar­ útvegur er þar í forgrunni. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Hugins Freys Þorsteins­ sonar, ráðgjafa hjá Aton, á morgun­ fundi í gær sem bar yfirskriftina Tækniframfarir í sjávarútvegi – áskoranir og tækifæri. Tilefni fund­ arins var útgáfa nýrrar skýrslu sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fengu Aton til að vinna þar sem litið er til samfélagslegra breyt­ inga vegna aukinnar sjálfvirkni og tæknivæðingar í sjávarútvegi. Huginn Freyr sagði mikla um­ ræðu vera víða erlendis um nýja iðn­ byltingu sem byggir á gervigreind og sjálfvirknivæðingu. Hún hefur ekki skilað sér hingað til lands að því leyti sem tilefni er til, og stjórnvöld þurfa að leggja í þá vinnu að greina tækifæri og áskoranir sem henni munu óumflýjanlega fylgja fyrir íslenskt hagkerfi. „Innan sjávarútvegsins er ég ekki í nokkrum vafa um að eru takmarka­ laus tækifæri til að taka þátt í þess­ ari heimsbyltingu, því það verður leitað eftir íslenskum lausnum, ekki bara í sjávarútvegi heldur í matvæla­ iðnaði almennt,“ sagði Huginn sem telur að Ísland muni ekki aðeins þiggja heldur hanna og miðla tækni­ nýjungum sem vísir er þegar að. Í verslun mun þetta þýða fækkun starfa – það virðist þegar ljóst. En Huginn telur að frekar en um fækkun starfa sé að ræða í sjávarút­ vegi sé nákvæmara að tala um til­ færslu starfa. Þegar hefðbundnum Erum stödd í miðri tæknibyltingu Jafnt á sjó sem í fiskvinnsluhúsum í landi munu vélmenni leysa mannshöndina af hólmi. Mynd/Birgir Ísleifur gunnarsson Endurnýjun flotans – íslenskt hugvit l Sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt í miklar fjárfestingar á síðustu árum – árin 2015-2017 hafa komið, eða munu koma, tólf ný stór fiskiskip til landsins. l Samanlögð fjárfesting í þeim er 35 milljarðar króna. l Í mörgum tilfellum leysir eitt nýtt skip tvö gömul af hólmi. Til eru dæmi þess að afli nýrra skipa hvern úthaldsdag sé 40% meiri en þeirra gömlu. l Íslensk hátæknifyrirtæki, eins og Marel, Valka, Skaginn3X og Vél- fag koma að hönnun skipanna og vinnslunnar um borð. l Fækkun starfa í veiðum og vinnslu hefur gerst tiltölulega hratt. Árið 1995 voru um 16.000 manns starfandi í sjávarútvegi en sú tala var komin undir 8.000 í fyrra. Þessar tölur eru um margt villandi því samhliða fækkun starfa í veiðum og vinnslu hefur störfum í stoðgreinum sjávar- útvegsins fjölgað að mun. Heimild: Huginn Freyr Þorsteinsson. Næsta bylting í sjávarútvegi - Tækniframfarir og sjálfvirkni í sjávarútvegi – áskoranir og tækifæri. Innan sjávarútvegs- ins er ég ekki í nokkrum vafa um að eru takmarkalaus tækifæri til að taka þátt í þessari heims- byltingu. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton Hvaða fólki er atvinnulífið að kalla eftir og við verðum að svara því kalli áður en það er of seint. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmda- stjóri SFS Tæknibylting er að verða með gervigreind og sjálf- virknivæðingu. Á Íslandi er sjávarútvegurinn skýrasta dæmið. Fólki fækkar í hefðbundnum störfum en hátækni- störf koma í staðinn. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til þessa – ekki síst í menntamálum. þess að ein mesta ógn sem mann­ kynið stendur frammi fyrir, þegar kemur að nýtingu auðlinda hafsins, er súrnun sjávar. Huginn vék einnig að byggða­ sjónarmiðum í máli sínu. Stjórn­ völd og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfi að huga að starfsemi sinni vítt og breitt um landið, og tækni­ fyrirtæki byggist upp nálægt starfs­ stöðvum sjávarútvegsfyrirtækja úti um land. „Til að svo megi verða er hins vegar mikilvægt að fullnægjandi inn­ viðir séu til staðar á hlutaðeigandi svæðum þannig að þekkingariðn­ aður fái þar þrifist. Þarna eru tæki­ færi fyrir hátæknifyrirtæki að starfa vítt og breitt um landið – það er ekki þannig í öðrum greinum þar sem menn byggja upp í Reykjavík. Það getur orðið öðruvísi í sjávarútvegi og tækifæri fyrir landsbyggðina,“ sagði Huginn. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sagði á fund­ inum að í sínum huga væri íslenskur sjávarútvegur á hraðferð inn í nýja tíma þar sem mikilvægi hátækni er að taka við af frumframleiðslu. Lykillinn að því að bæta framleiðni sé áframhaldandi fjárfesting í tækni og nýsköpun. Og það er ekki eins og menn hafi setið með hendur í skauti – árin 2014 og 2015 fjárfestu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fyrir 53 milljarða en uppsöfnuð fjárfesting greinarinnar frá 2009 er í kringum 100 milljarðar. „Við erum að sjá hvert fyrirtækið af öðru gera samninga þar sem verið er að kaupa tækni byggða á íslensku hugviti,“ sagði Heiðrún. „Þetta er sjávarútvegur framtíðarinnar, en gjörbreytt mynd frá því sem við höfum greypt í huga okkar um hvað veiðar og fiskvinnsla er,“ sagði Heið­ rún og fór í gegnum það að fækkun hefðbundinna starfa væri svo sann­ arlega ekki bundin við sjávarútveg. Dæmi þess megi finna um allt sam­ félagið þar sem gervigreind og tækni er að taka við. „Þarna þarf menntakerfið að koma inn. Hvaða fólki er atvinnulífið að kalla eftir og við verðum að svara því kalli áður en það er of seint,“ sagði Heiðrún og sagði að eins og staðan væri í dag þá dældi menntakerfið út fólki sem atvinnulífið hefur verulega dregið úr eða er hætt að kalla eftir. svavar@frettabladid.is samgöngur Fyrir sumarið 2017 verður nýtt átak kynnt á Kefla­ víkurflugvelli, Early bird, sem gerir farþegum kleift að innrita sig fyrir morgunflug frá miðnætti. Þá verði þjónusta á biðsvæðum betri og þægilegra fyrir farþega að bíða. Þetta kom fram á morgunfundi Isavia í gær. Tilraunin mun fara fara fram í júní þar sem farþegar Ice­ landair, WOW og Primera geta nýtt sér þennan valkost. Fram kom á fundinum að búist væri við að allt að 150 til 250 far­ þegar nýttu sér þetta á hverri nóttu sem mun létta á morgunálagi í inn­ ritun. Allrahanda og Kynnisferðir munu bæta við ferðum skömmu eftir miðnætti. Mikið álag hefur verið á Keflavík­ urflugvelli yfir sumartímann vegna morgunflugs undanfarin ár. Á síð­ asta ári fór í gang herferðin Mættu snemma, 2,5 tímum fyrir brottför. Hún gekk að sögn Isavia vel og virð­ ist enn vera að skila sér. – sg Allra stundvísustu innriti sig á miðnætti Á sumrin hafa oft myndast miklar biðraðir við innritun á Keflavíkur- flugvelli. fréttaBlaðið/VilHelM Búist er við að allt að 150 til 250 farþegar nýti sér átakið á hverri nóttu. efnahagsmál Verkefnisstjórnin sem skipuð var í tengslum við endurmat peningastefnunefndar í mars er þegar byrjuð að funda með samráðs­ og hagsmunaaðilum. Þetta staðfestir Ásgeir Jónsson hagfræðingur sem er í forsvari fyrir nefndina. Nefndin á að skila af sér tillögum í lok árs. „Við höfum þegar hafið sam­ ráðsferlið. Svo er verið að leita að erlendum sérfræðingum til þess að fara yfir íslensku peningastefnuna og skoða ýmsa möguleika,“ segir Ásgeir. „Í framhaldi munum við efna til umræðu um þessi mál með því að skipuleggja ráðstefnur og morgun­ fundi.“ Hann segir að nefndin muni síðan skila skýrslu og leggja fram tillögur. „Það hefur margt verið skrifað um íslenska peningastefnu. Þar bendi ég t.d. á ágæta skýrslu Seðlabankans frá 2012 um valkosti Íslands í gjaldmið­ ils­ og gengismálum. Við ætlum ekki að fara að tvívinna það sem þegar hefur verið gert heldur reyna að setja þessi mál í greinargott samhengi og leggja fram skýrar tillögur.“ Ásgeir segist ekki geta sagt til um hversu róttækar tillögur nefndar­ innar verði. Fréttablaðið greindi frá í gær að ekki yrði þrýst á nefndina að skila fyrr þrátt fyrir hörð viðbrögð forsvarsmanna atvinnulífsins við styrkingu krónunnar. „Krónan hefur nú verið að styrkj­ ast í rúm tvö ár samfleytt. Það er bæði afleiðing núverandi peninga­ stefnu sem og góðrar efnahagsstöðu landsins. Verkefnisstjórnin horfir til framtíðar og vart er hægt að búast við því að hún komi með tillögur í flýti vegna ástands sem ef til vill er aðeins tímabundið,“ segir Ásgeir. – sg Nefndin ætlar ekki að tvívinna það sem hefur þegar verið gert grÆnlanD Allir 23 þingmenn græn­ lenska þingsins hafa nú samþykkt að opna ræðismannsskrifstofu á Íslandi. Með tillögunni sem lögð var fyrir þingið vill grænlenska landsstjórnin tryggja að Grænlendingar njóti áfram góðs af samvinnu þeirra við Íslendinga. Bent var á að á pólitískum vett­ vangi væri einkum um að ræða samvinnu í sjávarútvegi, að því er kemur fram í frétt sem birtist á vef grænlenska útvarpsins. Íslensk ræðismannsskrifstofa var opnuð í Nuuk á Grænlandi árið 2013. – ibs Ræðismaður Grænlands á Íslandi frá nuuk á grænlandi. nordiCPHotos/afP 2 4 . m a í 2 0 1 7 m I Ð v I K u D a g u r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E C -F 0 4 0 1 C E C -E F 0 4 1 C E C -E D C 8 1 C E C -E C 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.