Fréttablaðið - 24.05.2017, Page 20
H lutafé Ölgerðar-innar var aukið um 1,6 milljarða króna í apríl eða á sama tíma og sala á 69 prósenta hlut
í fyrirtækinu gekk í gegn. Eigendur
þess keyptu þá húsnæði Ölgerðar-
innar við Grjótháls og með útgáfu
nýs hlutafés fóru nýir hluthafar inn í
eigendahópinn. Fyrirtækið hagnað-
ist um 800 milljónir króna á síðasta
reikningsári sem lauk í lok febrúar,
veltan jókst um fjóra milljarða milli
ára og nam 24 milljörðum, en um
bestu afkomu Ölgerðarinnar er að
ræða frá upphafi.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, segir svo geta farið að
höfuðstöðvarnar verði stækkaðar og
fyrirtækið skráð í Kauphöll Íslands
eftir þrjú til fimm ár. Forstjórinn og
Októ Einarsson, stjórnarformaður
Ölgerðarinnar, hættu við að selja
31 prósents hlut OA eignarhalds-
félags í drykkjarvöruframleiðand-
anum þegar aðrir hluthafar seldu
sín 69 prósent í október í fyrra og
framtakssjóðirnir Horn III og Akur
fjárfestingar ákváðu að fara inn í
eigendahópinn ásamt hópi einka-
fjárfesta.
„Það er ákveðinn léttir að þessu
söluferli er lokið. Þetta tekur alltaf
ákveðinn tíma og orku frá stjórn-
endum en í sjálfu sér eru engar
nýjar stefnur settar. Fasteignin er
nú komin aftur heim og við teljum
að það fari betur á því. Við erum að
skoða þann möguleika að stækka
hérna á lóðinni og höfum leyfi fyrir
að byggja rúma 3.000 fermetra.
Við áttum húsið með Kaupþingi á
sínum tíma, eða 51 á móti 49 pró-
sentum, en svo misstum við það í
uppgjöri við bankann árið 2010,“
segir Andri Þór.
Skráning á teikniborðinu
Auður 1, framtakssjóður í rekstri
Virðingar, átti kauprétt á húsnæði
Ölgerðarinnar og gekk að sögn
Andra inn í kaupin 2010 og áfram-
seldi fasteignina til Kolefnis ehf. Það
félag er í eigu Hilmars Þórs Kristins-
sonar og Hollendingsins Bernhards
Jakobs Strickler. Þeir verða hluthafar
í Ölgerðinni ef Samkeppniseftirlitið
samþykkir kaup drykkjarvörufram-
leiðandans á Kolefni. Aðspurður
hversu stóran hlut Hilmar og Jakob
muni þá eiga í Ölgerðinni svarar
Andri Þór að hann vilji fá samþykki
Samkeppniseftirlitsins áður en upp-
lýst verði um nýjan hluthafalista.
Þeir fái greitt annars vegar í formi
hlutafjár en einnig í peningum.
„Við borguðum að hluta til með
Kaupir höfuðstöðvarnar eftir metár
nýju hlutafé þannig að þeir koma
inn sem hluthafar. Kaupin á hús-
næðinu eru nú í skoðun hjá Sam-
keppniseftirlitinu en það mun að
öllum líkindum klárast á næstu
dögum eða vikum. Nú erum við
tilbúin til að stækka enn frekar og
takast á við ný og spennandi verk-
efni,“ segir Andri. Fasteignirnar að
Grjóthálsi 7-11 eru að hans sögn um
20 þúsund fermetrar að stærð og
skiptast í framleiðslurými, brugg-
hús, lager og skrifstofurými.
Markaðurinn greindi í byrjun
mars frá dómsmáli sem fyrrverandi
hluthafi og stjórnarmaður í Ölgerð-
inni höfðaði vegna óánægju með
söluna á 45 prósenta hlut Eignar-
haldsfélagsins Þorgerðar í fyrir-
tækinu í október. Einnig að beðið
hefði verið að óþörfu eftir samþykki
Samkeppniseftirlitsins fyrir sölunni.
Af hverju tók það svona langan
tíma að þínu mati að klára söluna
endanlega eða frá því tilkynnt var
um hana í október og fram í apríl?
„Þetta dróst fyrst og fremst út af
Samkeppniseftirlitinu en deilurnar
voru aftur á móti innan Þorgerðar
og við vorum ekki aðilar að þeim.
Ég geri aftur á móti engar athuga-
semdir við þær tafir sem urðu því
menn vildu einfaldlega taka af allan
vafa og hafa vaðið fyrir neðan sig.“
Það var stefnt að skráningu
Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands
áður en tilkynnt var um söluna á
69 prósenta hlutnum. Útilokar þú
að fyrirtækið fari á markað í náinni
framtíð? „Nei, við erum með það á
teikniborðinu í sjálfu sér en það yrði
ekki í fyrsta lagi fyrr en eftir þrjú ár.
Við ætlum að fara í ákveðnar fjár-
festingar og sýna fjárfestum að þær
verði að veruleika og skila tekjum
og þá verðum við tilbúnir til að fara
á markað. Við viljum einfaldlega
stækka fyrirtækið enn frekar áður
en að því kemur,“ segir Andri Þór
og heldur áfram:
„Við getum ekki greint frá öðrum
fjárfestingum á þessu stigi en að
byggja hér nýtt hús. Það er þó ekki
ákveðið og það getur vel verið að við
förum eitthvað annað og jafnvel í
leiguhúsnæði.“
Þið Októ Einarsson ákváðuð í
söluferlinu í fyrra að halda 31 pró-
sents eignarhlut ykkar í fyrirtækinu,
í gegnum OA eignarhaldsfélag. Af
hverju selduð þið ekki? „Við mátum
stöðuna þannig að þetta væri ekki
rétti tímapunkturinn fyrir okkur.
Við erum uppfullir af hugmyndum
og viljum hrinda í framkvæmd
ákveðnum málum. Okkur líst vel
á þessa fjárfesta sem voru að koma
inn og plön um skráningu í kaup-
höll og eigum nóg eftir. Það er stuð
og stemning fram undan.“
Bjórinn mikilvægastur
Síðasta reikningsár var að sögn
Andra það besta í sögu Ölgerðarinn-
ar en því lauk 28. febrúar. Hagnaður
fyrirtækisins eftir skatta nam þá 800
milljónum króna og EBIDTA, hagn-
aður fyrir fjármagnsliði, afskriftir
og skatta, nam um tveimur millj-
örðum.
„Tekjuvöxturinn var um sextán
prósent sem er mjög gott miðað við
sjálfbæran vöxt og fjórar verðlækk-
anir á síðasta ári. Við erum með
mjög gegnsæja stefnu hvað varðar
gengisbreytingar og lækkuðum
til að mynda verð á allri innfluttri
dagvöru í fyrra í fjórgang. Við erum
alltaf að vaxa og erum vanir því,“
segir Andri.
„Núna erum við að njóta góðs af
sáningunni eftir hrun. Á þeim tíma
tókum við þann pól í hæðina að
draga ekki úr fjárfestingu í mark-
aðsmálum og náðum að halda sjó í
gegnum mögru árin og jukum okkar
markaðshlutdeild en á minnkandi
mörkuðum. Núna þegar mark-
aðir eru að vaxa aftur erum við að
njóta góðs af því. Tökum bjórinn
sem dæmi sem er mikilvægasti ein-
staki vöruflokkur okkar. Áður var
gosið mikilvægast eða þangað til
fyrir þremur árum en vöxturinn í
bjórnum hefur verið ævintýralega
mikill. Það er bæði vegna þess að
bjórmarkaðurinn hefur stækkað en
auk þess erum við að stækka okkar
hlutdeild í ÁTVR. Árið 2009 var
hlutdeild okkar í bjór í ÁTVR rúm-
lega tuttugu prósent á meðan Vífil-
fell var með ríflega fimmtíu prósent.
Við settum okkur markmiðið ESB,
eða „Egils stærstir í bjór“, og náðum
því á síðasta ári og nú er hlutdeildin
jöfn eða sirka þannig að bæði fyrir-
tækin [Ölgerðin og Coca Cola Euro-
pean Partners Ísland, áður Vífilfell]
eru með um 33-35 prósent. Okkar
hlutdeild hefur því vaxið um fimm-
tán prósentustig en þeirra dregist
saman um fimmtán prósentustig frá
2009. Þessar tölur ná einungis utan
um sölu í ÁTVR en um þrjátíu pró-
sent af áfengissölunni er á hótelum
og veitingahúsum og sá markaður,
eða svokallaðir kútabjórar að mestu
leyti, stækkaði um 29 prósent hjá
okkur í fyrra.“
Hvað með útflutning á vörum
Ölgerðarinnar? Hversu stór hluti er
sú sala af heildarveltunni? „Útflutn-
ingur er um eitt prósent af okkar
sölu þannig að það er enn mjög
lítið. Við erum að flytja aðeins út
Bríó og aðra bjóra frá Borg brugg-
húsi og höfum aðeins verið að fikta
í Noregi með Gull Lite. Nú erum við
að flytja út ýmsa bjóra í dós en það
er sú pakkning sem hentar betur til
útflutnings og þetta smám saman
stækkar. Við lítum fyrst og fremst á
þetta sem sáningarverkefni. Svona
útflutningsverkefni eru engar flug-
eldasýningar heldur er í þeim hægur
og góður vöxtur. Þetta er ekki hefð-
bundin markaðssetning því við
erum að fara inn á handverksbjóra-
markaðinn og þú ferð öðruvísi
inn á hann. Prósentuvöxturinn í
útflutningi á næstu árum verður
mikill en þetta er enn þá svo lítið.
Þetta verður ekki verulegur hluti af
rekstri Ölgerðarinnar fyrr en eftir
um tíu ár.“
Er þessi hluti starfseminnar sem
tengist örbrugghúsinu ykkar Borg
farinn að skila afgangi? „Borg brugg-
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir svo geta farið að höfuðstöðvar fyrirtækisins við Grjótháls verði stækkaðar. FréttABlAðið/GVA
Eigendur Ölgerðarinnar
juku hlutafé fyrirtækis-
ins um 1,6 milljarða
króna í apríl þegar þeir
keyptu höfuðstöðvarnar
við Grjótháls. Hagnað-
urinn í fyrra nam 800
milljónum, stefnt er að
stækkun húsnæðisins en
forstjóri Ölgerðarinnar
útilokar að innflutn-
ingur á drykkjarvörum
verði aukinn. Kristall
er verðmætasta vöru-
merkið.
Við settum okkur
markmiðið ESB, eða
„Egils stærstir í bjór“, og
náðum því á síðasta ári
Haraldur Guðmundsson
haraldur @frettabladid.is
Í dag, miðvikudaginn 24. maí kl.15:00 að Ofanleiti 2, Reykjavík (Verkís)
Breather Ventilation er nýsköpunarfyrirtæki, og því eiga fjárfestar rétt
á skattaívilnun skv. lögum 90/2003 um tekjuskatt.
Nánari upplýsingar: www.breatherventilation.com
ANDBLÆR: OPIN FJÁRFESTAKYNNING
Þynnsta loftræstikerfi í heimi
2 4 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U R4 markaðurinn
2
4
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
E
D
-0
D
E
0
1
C
E
D
-0
C
A
4
1
C
E
D
-0
B
6
8
1
C
E
D
-0
A
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K