Fréttablaðið - 24.05.2017, Síða 29

Fréttablaðið - 24.05.2017, Síða 29
Ölgerðin missti höfuðstöðvarnar í október 2010 þegar fjárhagslegri endur- skipulagningu fyrirtækisins lauk. Fréttablaðið/anton brink hús er núna sjöunda verðmætasta merki Ölgerðarinnar og hefur vaxið mikið. Kristall er okkar verðmæt- asta vörumerki og er Gull númer tvö þegar kemur að framleiðsluvörum. Borg er fyrst og síðast langtíma- verkefni í útflutningi. Ölgerðin mun fyrst og fremst vaxa í framtíðinni í útflutningi og eitt prósent er ekki neitt. Útflutningurinn mun aðallega byggja á Borg og hins vegar brenni- víni. Við erum með margar og góðar hugmyndir um þróun á brennivíni sem vörumerki,“ segir Andri. kristall nái Coke Þið hafið lengi stefnt að því að sala á Pepsi hér á landi verði meiri en á Coke. Hvernig gengur það? „Það gengur vel og ég tel núna að við séum með hagfelldar ytri aðstæður því þegar vel árar í þjóðfélaginu fer fólk meira úr sykri í sykurlaust. Pepsi Max ber höfuð og herðar yfir aðra sykurlausa kóladrykki en þar erum við með um 65 prósenta hlutdeild í stórmörkuðum. Í sykruðu kóla er Pepsi aftur langtum minna en Coke. Í fyrra var þetta 43 prósent Pepsi og 57 prósent Coke og við erum með metnaðarfull markmið í ár. Í góðæri fer fólk líka meira út í hollustu eins og kolsýrt vatn og þar er eins og ég segi Kristall verðmætasta vörumerki Ölgerðarinnar. Það verður kannski markmiðið í náinni framtíð að Kristall verði stærri en Coke.“ Samkeppnisaðilar ykkar í Coca Cola European Partners Ísland, áður Vífilfell, ætla að auka innflutning á gosi og Costco var opnað í gær. Ætlið þið að hefja innflutning á drykkjar- vörum í stórum stíl? „Það kemur ekki til greina. Ég er staðfastur á þeirri skoðun minni að Íslendingar vilji íslenska gosdrykki. Það hefur marg- sinnis sýnt sig þegar stórmarkaðirn- ir eru að flytja inn erlenda gosdrykki að Íslendingar vilja þá síður. Costco kemur sjálfsagt til með að flytja inn Pepsi og Coke og það verður fróð- legt að sjá hvort það hafi einhver áhrif. Það leikur enginn vafi á því að þeir geta flutt inn ódýrari gosdrykki en við getum framleitt. Við á Íslandi munum ekki geta keppt við erlenda framleiðendur enda búum við ekki við sömu stærðarhagkvæmni auk þess sem krónan er orðin hættu- lega sterk. Í Bandaríkjunum geturðu keypt flösku af vatni sem kostar minna en það sem við greiðum fyrir tappann og umbúðirnar. Ég er ansi hræddur um að íslensk fram- leiðslufyrirtæki sjái fram á erfiða tíma í samkeppni við innflutning með krónuna eins og hún er.“ Telurðu þá að þessi fyrirtæki séu að vanmeta eftirspurnina eftir inn- lendri framleiðslu? Nei, ekki endi- lega en þetta er djarft skref og það verður athyglisvert að sjá hvernig markaðurinn tekur því. Ég trúi því að þó þetta sé ógnun sé þetta einnig stórt tækifæri fyrir okkur.“ Nú er Ölgerðin ekki einungis einn stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins heldur einnig ein stærsta heildsalan og með umboð fyrir ýmis þekkt vörumerki. Hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir komu Costco? „Við erum ágætlega undirbúin. Þetta er hollt og gott fyrir markaðinn sem hefur sýnt sig nú þegar. Þetta hefur skapað þrýsting og þá sérstaklega á birgja okkar að bregðast við og sumir hafa gert það. Þessi Costco- áhrif eru eitt en svo er annað að ef íslensk fyrirtæki ætla að verða ofan á þá verða þau að auka framleiðni. Það er lífsnauðsynlegt fyrir hag- vöxt á Íslandi og alltaf það sem við erum að glíma við. Núna erum við með stórt verkefni í gangi þar sem við erum að greina þjónustustigið og viðskiptamódelið okkar og velta fyrir okkur hvort það sé það rétta fyrir nútímamarkað. Við erum hugsanlega að yfirþjónusta stóran hluta af markaðnum og skoðum nú hvort það gæti verið skynsamlegra að rukka fyrir grunnþjónustuna og síðan ofan á það eftir því hvað hver viðskiptavinur þarf. Þjónusta sölu- manna, áfylling og slíkt kostar pen- inga en er í dag velt út í vöruverðið á alla en hugsanlega þurfa fyrirtæki eins og við að lækka vöruverðið en rukka fyrir þjónustuna.“ Sjáið þið fyrir ykkur að ef hús- næðið verður stækkað geti viðskipta- vinir jafnvel gert sér ferð til ykkar til að sækja vörur í heildsölu? „Það er allt til skoðunar en við erum ekki með nógu góða aðstöðu til að gera það. Það er að sjálfsögðu leið sem við verðum að skoða. Þar er ekki bara um að ræða áhrifin af komu Costco því samkeppnisumhverfið er allt að breytast til lækkunar vöru- verðs og við þurfum eins og aðrir að leita leiða til að skera niður kostnað og rukka fyrir þá þjónustu sem við veitum.“ Eruð þið í viðskiptum við Costco að einhverju leyti? „Já, við erum til dæmis að selja þeim gosdrykki og áfengi. Þeir kaupa innlent áfengi af okkur og það er af hinu góða. Þetta er auðvitað einungis fyrir viðskipta- vini Costco með vínveitingaleyfi og sá viðskiptavinur þarf að vega og meta hvers virði okkar þjónusta og vöruúrval er á móti því sem Costco veitir.“ Telurðu að Costco-áhrifin svo- kölluðu séu mögulega ofmetin? „Mér finnst þetta ágætis innlegg hjá Jóni Björnssyni [forstjóra Festar hf., sem telur að menn séu að oftúlka áhrifin af verslun Costco á markaðinn]. Ég held að Costco-áhrifin séu ofmetin á ákveðnum sviðum en vanmetin á öðrum. En þetta eru spennandi tímar og við skulum orða það þann- ig að Costco hefur markaðssett sig vel í gegnum fjölmiðla og skapað góða eftirvæntingu. Það er tvennt sem vekur athygli mína varðandi Coscto. Annars vegar að þeir eru mjög beittir í verðum en ég hlýt að benda bröskurum á að það er hægt að gera mjög góðan díl með því að kaupa Kirkland-vatnið þeirra á ellefu krónur og keyra það strax út í endurvinnsluna og græða fimm krónur á hverri flösku. Skila- gjaldið er sextán krónur og hvet ég alla til að fylkja liði.“ Hver er skoðun þín á áfengisfrum- varpinu sem lagt var fram í vetur og hefur tekið breytingum síðan þá? „Um helgina voru að berast fréttir af því að frumvarpið væri að taka mikl- um breytingum í allsherjarnefnd Alþingis. Það er algjörlega galið að leyfa ekki hagsmunaaðilum að tjá sig um efni mikið breytts frum- varps. Mér heyrist ekki tekið tillit til athugasemda okkar hagsmunasam- taka auk þess sem ÁTVR á áfram að vera í rekstri samhliða sölu á áfengi í sérverslunum. Er það til þess fallið að auka framleiðni í verslun á Íslandi? Ég er ansi hræddur um að breytt frumvarp, sem ég hef ekki séð frekar en aðrir, sé hálfgert skrípi. Ég var fylgjandi upphaflega frumvarp- inu ef breytingar hefðu verið gerðar á innheimtu áfengisgjalda. Ég furða mig reyndar á því af hverju lausa- sölulyf eru ekki löngu komin í stór- markaði og af hverju öll áherslan er á áfengi því lyfin má auglýsa en ekki áfengi.“ Ég er staðfastur á þeirri skoðun minni að Íslendingar vilji íslenska gosdrykki. Það hefur marg- sinnis sýnt sig þegar stór- markaðirnir eru að flytja inn erlenda gosdrykki að Íslend- ingar vilja þá síður. EFTIR ÞÍNU SNIÐI avis.is — avis@avis.is 591 4000 Styrkleiki okkar er sérsniðnar fyrirtækjalausnir sem henta þér og þínum. Hvort sem þig vantar bíl í langtímaleigu eða til skemmri tíma sérhönnum við okkar þjónustu eftir þínum þörfum. Við finnum bestu lausnina. markaðurinn 5M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . M A í 2 0 1 7 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E D -0 D E 0 1 C E D -0 C A 4 1 C E D -0 B 6 8 1 C E D -0 A 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.