Fréttablaðið - 24.05.2017, Síða 46

Fréttablaðið - 24.05.2017, Síða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Eftir áralanga þróun og prófanir höfum við náð markmiði okkar. Við höfum búið til eina þróuðustu dýnu heims Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri samsetningu 2500 keilulaga gorma og móttækilegs minnissvamps. Fáðu betri svefn – sama hvert svefnmynstur þitt er. 90 x 200 cm 74.990 kr. 120 x 200 cm 89.990 kr. 140 x 200 cm 99.900 kr. 160 x 200 cm 114.990 kr. 180 x 200 cm 129.900 kr. Simba dýnurnar eru fáan­ legar í eftirtöldum stærðum Komdu og kynntu þér Simba í næstu Dormaverslun eða á www.simbasleep.is DORMA KYNNIR EINA ÞRÓUÐUSTU HEILSUDÝNU HEIMS Þann 9. júní verður dagur rauða nefsins og eins og venjulega verður margt um dýrðir af því tilefni. Þetta árið hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að krýna grínstjóra og eru það þær stöllur Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir sem hafa verið valdar í það hlutverk. En hvað skyldi þessi starfstitill fela í sér? „Okkur hefur lengi langað að gera grín saman fyrir sjónvarp og þetta var fullkomið tækifæri. Við fáum að semja brandara og leggja UNICEF lið. Það besta líka við að vera í samstarfi við UNICEF er að við getum hringt í alla sem okkur finnst skemmtilegir og beðið þá um að vera með og auðvitað vill enginn segja nei við jafn öflug og góð sam- tök og UNICEF. Starf okkar felst í að skrifa sketsa, leika og leikstýra en einnig að fá fólk sem okkur finnst sniðugt til að vinna með okkur,“ segja þær Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðars- dóttir, leikkonur og grínarar með meiru og nú grínstjórar. Hvaða fólk hafið þið fengið með ykkur og hvað er það að gera? „Lóa Hjálmtýs ætlar til að mynda að gera stuttar teiknimyndir, Bergur Ebbi og Snorri Helgason í Fílalagi verða með íslensk pop-up vídeó eins og voru á VH1 í denn og Kriðpleir leikhópur- inn er líka með atriði. Eins sýnir Heimir landsliðsþjálfari að hann er ekki aðeins geggjaður þjálfari og tannlæknir heldur líka efnilegur leikari. Svo eru aðrir sketsar sem eru stærri í sniðum því við urðum svo æstar. Það eru því í kringum hundrað manns sem koma fram í sketsunum. Dagurinn sjálfur er 9. júní en þátturinn verður sýndur á RÚV og sketsarnir dreifast yfir allan þátt- inn. Við vonum bara að þátturinn verði bæði skemmtilegur og áhuga- verður og að það safnist peningur til að hjálpa börnum um allan heim. Svo væri líka gaman fyrir okkur ef UNICEF væri með vikulega þætti. Þá gætum við unnið við þetta allt árið.“ Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF. stefanthor@frettabladid.is Fyrstu grínstjórar dags rauða nefsins Hinn árlegi dagur rauða nefsins er stærsti viðburður UNICEF á Íslandi og er hann haldinn 9. júní í ár. Það voru þær Saga Garðars- dóttir og Dóra Jóhannsdóttir sem voru valdar grínstjórar þessa árs, en þetta er í fyrsta skiptið sem þeirri nafnbót er útdeilt. Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir fengu með sér í lið alla sem þeim finnst fyndnir á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EyÞÓR Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson hefur hreiðr-að um sig í einbýlishúsi við Sæbólsbraut í Kópavogi. Fasteignamat hússins er um 70 milljónir, en fasteignasali segir virðið um 100 millj- ónir. Erpur hefur lengi verið í fasteignahugleiðingum. Nágrannar Erps eru Telma Halldórsdóttir, sem var stjórnarmað- ur í Q Iceland Finance, félagi emírs- ins sem keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi árið 2008. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs og Björg Rafnar læknir. Húsið stendur á um 900 fermetra sjávarlóð og var reist 1982. Húsið er um 225 fermetrar, timburhús, hæð og ris á steyptum kjallara. Tvær ein- staklingsíbúðir eru í kjallaranum og sex herbergja íbúð, sem nær yfir hæð og ris. Eldhúsið er stórt með fallegri inn- réttingu. Baðherbergið flísalagt með hornbaðkari. Timburstigi er úr anddyri upp á loft þar sem er stórt rými með útgangi út á svalir til vesturs með fallegu útsýni. Húsið er með stórum garði og verönd liggur hringinn í kringum húsið. Erpur er einn þekktasti íbúi Kópa- vogs og hefur látið í sér heyra þegar honum mislíkar bæjarpólitíkin. Tenging hans við bæinn er mikil. Enda gott að búa í Kópavogi eins og frægt er. – bb Það er gott að búa í Kópavogi Kópavogshjarta Erps slær sem aldrei fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ /PJETUR Húsið við Sæbólsbraut nýtur sín vel í kvöldsólinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það beSta líKa við að vera í SamStarFi við UNiCeF er að við GetUm hriNGt í alla Sem oKKUr FiNNSt SKemmtileGir oG beðið Þá Um að vera með oG aUðvitað vill eNGiNN SeGJa Nei við JaFN öFlUG oG Góð SamtöK oG UNiCeF. 2 4 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U R30 l í f I Ð ∙ f R É T T a B l a Ð I Ð 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E C -F 0 4 0 1 C E C -E F 0 4 1 C E C -E D C 8 1 C E C -E C 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.