Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 11
-3-
eru líka notaðar.
Þá var allítarlega lýst skiptingu í loftslagsflokka, sem þykja hentugir til
þess að giöggva sig á hvað muncfi gerast í ýmsum búgreinum, ef hver þeirra
yrði ríkjandi á landinu. Loftslagsflokkarnir eru aðallega fimm, einn til
viðmiðunar, og til þess er valið tímabilið 1951-1980. Þá eru tveir kaldir
flokkar og einn hlýr, allir teknir úr hitasögunni í Stykkishólmi. í fimmta
lagi er kolsýruflokkur, byggður á spá um hita og úrkomu allra mánaða
ársins í Stykkishólmi, miðað við að kolsýruloft tvöfaldist. Tafla er
sýnd yfir meðalhita og meðalúrkomu í Stykkishólmi í hverjum þessara fimm
flokka. 1 viðmiðunarflokki 1951-1980 er árshiti 3,7 stig, en 2,4 í þeim
kaldasta, sem er byggður á hita köldustu samfelldu 10 áranna í Stykkishólmi,
1859-1868. Annar kaldur flokkur lýsir 10 útvöldum köldustu árum á tíma-
bilinu 1931-1984, og svo er hlýr flokkur, sem miðast við 10 hlýjustu ár
1931-1984. Þá er árshiti 4,8 stig, 2,4 stigum hærri en í kaldasta flokki.
Þar sjáum við þau aftök, sem gagnlegt er að vita af. Þessir fjórir fyrstu
flokkar geta allir talist hugsanlegir, án meiriháttar loftslagsbreytinga,
og við þurfum að vera við þeim öllum búin. Sérstaklega kemur þá til álita
sá kaldasti, því að hlýjunni er auðveldara og notalegra að mæta að flestu
leyti. Fimmti flokkurinn byggist á sérstakri úttekt, sem var valin úr
verkum þeirra loftslagsfræðinga, sem hafa reiknað út áhrif þess á hita og
úrkomu, ef kolsýruloftið á jörðinni tvöfaldaðist, úr 0,34% loftsins í 0,68%.
Nú þegar hefur það aukist um 25% af því sem það var á fyrra hluta 19. aldar,
þar af um 10% á síðasta aldarfjórðungi. Hér koma líka til ýmis önnur efni,
sem streyma út í andrúmsloftið með mjög vaxandi hraða á síðustu áratugum.
Eftir þessum útreikningum ætti tvöföldun kolsýruloftsins og það sem því
fylgir að hækka árshita í Stykkishólmi upp í 7,7 stig, en það er 4 stigum
meira en 1951-1980, svipaður hiti og í Skotlandi og á vesturströnd Noregs.
Þetta kynni að gerast á næstu öld, fyrr eða síðar. Þessi hiti er vissulega
svo langt fyrir ofan það sem við þekkjum af reynslunni, að það er erfitt
að gera sér grein fyrir áhrifum hans á grassprettu og aðra þætti Tand-
búnaðar, en nokkrar tilraunir eru þé gerðar til þess í greinunum sem á
eftir fara, meðal annars með samanburði við hlýrri lönd.
Það er athyglisvert, að í sögulegu loftslagsflokkunum er úrkoman í nánu
samhengi við hitann, mest í hlýja flokknum, minnst í þeim kaldasta, svo
að þar munar 150 mm á ári. Því er það ekki óvænt, að í kolsýruflokknum
er gert ráð fyrir allmikilli úrkomu, og það yrði vel þegið, því að annars
væri hætt við ofþurrkum í þessum eindáíma hlýindum.