Ráðunautafundur - 15.02.1987, Síða 14
-6-
aldarinnar var svo fundið eftirfarandi samhengi með minnstukvaðrata-aðferð:
Y=(0,29 + 0,0729 S + 0,0794 W) (1820 + 28,1 N - 0,051 N2)
Her er Y árlegt töðufall á landinu, í kg á ha, þar með talin áætluð tún-
be'it, S er sumarhiti í Stykkishólmi, maí-sept., W vetrarhiti í Stykkishólmi,
í:síðasta október-apríl, og N er köfnunarefni í kg á ha. Samkvæmt þessu
eru áhrif hvers hinna 7 vetrarmánaða 20% hiinni en áhrif hvers hinna 5 sumar-
mánaða, en samanlögð áhrif vetrarins eru þó 10% meiri en sumarsins.
Fylgni þessarar sprettu, sem er áætluð með formúlunni, og raunverulegs
heyfengs er mjög gott, frá 0,89 upp í 0,94 á einstökum tímabilum þessara
83ja ára. Þessir tveir þættir, áburður og hiti, skýra þannig mestan
hlutann af breytileika heyfengsins frá ári til árs.
Þessi formúla er dálítið breytt frá því sem ég hafði áður sett fram, og ég
tel að hún gefi nú mun raunsærri niðurstöðu, þegar hlýindi aukast mikið.
Það kemur jeinkum fram með því að nota formúluna á tilraunir bæði á íslandi
og írlandi, þar sem hitinn er miklu meiri.
Og hver er þá niðurstaðan? Hún er sú, að sprettan í kaldasta loftslags-
flokki, eins og 1859-1868, sé 19% minni en árin 1951-1980, en hins vegar
18% meiri í hlýja flokknum, á 10 hlýjustu árum eftir 1930. Á þessum tveimur
öfgaflokkum er þannig 46% sprettumunur, miðað við þann kaldari. Tún sem
gefa nægan heyforða á hlýja tímabilinu, þyrftu því að stækka skyndilega um
46% til að gefa jafn mikið af sér á kalda skeiðinu. Og auðvitað verður slík
stækkun ekki framkvæmd í hvelli, síst eftir það efnahagslega áfall, sem
harðindunum fylgir, heldur þýðir þetta blóðugan niðurskurð búpenings, ef
menn hafa ekki búið sig undir slíkt hallæri með öðrum ráðum. Þetta er
gott dæmi um tilgang þessa IIASA-verkefnis, að leita að aðferðum til að
vera viðbúinn slíkum loftslagsbreytingum hvenær sem er.
í framhaldi af þessu er einmitt tekið fyrir í grein minni eitt af þessum
ráðum, sem ég hef haldið fram. Það er að miðla svo áburði milli langvinnra
góðæristíma og harðærisskeiða, að í báðum tilfellum fáist jafn mikil spretta
af hverjum hektara túns. Þar með yrði til dæmis óþörf sú gífurlega túna-
stækkun, sem áðan var nefnd, þegar harðindi steðja að. Af formúlunni hér
á undan má ráða, að til þess að spretta í hlýja loftslagsflokknum eftir
1930 verði jafn mikil og í þeim kaldasta, þarf að vera rúmlega helmings-
munur á köfnunarefnisáburði. Sem dæmi mætti nefna. 60 kg/ha á hlýrra