Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 88
-80-
IX. Sláttutimi
Eins og vikið var að i upphafi, ræður sláttutimi miklu um
heygæði. Fellur meltanleiki vallarfoxgrass um 2,1% á viku frá
skriði, en hjá flestum öðrum tegundum nokkru hægar (Hólmgeir
Björnsson og Jónatan Hermapnsson 1983). Þetta svarar til þess,
að heygæði, mæld sem fóðureiningar i kg þurrefnis, minnki um
0,032 á viku. Samband meltahleika við kg heys i fóðureiningu er
ólinulegt, enda er sú eining óhentug til flestra eða allra nota,
þótt heygæði séu venjulega gefin upp á þann hátt. 1 áðurnefndu
reiknilikani var gert ráð fyrir mun örara falli eða 3,7% á viku.
Er þaó svipað og fæst i tilraunum meó vallarfoxgras i
Norður-Sviþjóð (3,4%). Mismuninn á nióurstöðum þar og hér má
skýra með þvi, að meltanleikinn fellur örar eftir þvi sem gras
vex við hærra hitastig (Guðni Þorvaldsson, persónuleg heimild).
Við slátt hættir grasvöxtur um sinn og er endurvöxtur nokkra
stund aó komast af staó, einkum ef jörð er farin að þorna.
Heildaruppskera minnkar nokkuð, a.m.k. ef oft er slegið eða þétt
er beitt. I reiknilikaninu er reiknað með, aó timi (fyrri)
sláttar hafi nokkur áhrif á þá uppskeru, sem nýtist af hektara.
Svara forsendurnar til þess, að þurrefnisuppskera af hektara vaki
um 16 kg á hvern dag, sem (fyrri) slætti er seinkað.. Vegur þessi
uppskeruauki að nokkru upp áhrif þess, að fóðurgildi minnkar, ef
seint er slegið. Hver fóóureining i siðslegnu heyi verður þó
aldrei jafngildi fóðureiningar i snemmslegnu heyi handa hámjólka
kúm. Áhrif sláttutimans á uppskeru eru samkvæmt tilraunum mun
meiri á vallarfoxgrastúni en reiknað var með, en svipuð eða
jafnvel minhi á vallarsveifgrastúni og túni með blönduðum
gróðri. Dæmi um niðurstöður er að finna i erindi Sslaugar
Helgadóttur hér á undan, þar sem uppskeran er reiknuð bæði sem
þurrefni og fóðureiningar á hektara. Ýmsar fleiri niðurstöður úr
sláttutimatilraunum má nefna. í Hvanneyri jókst meðaluþpskera á
tvislegnu vallarfoxgrasi að meðaltali árin 1966-1970 um 37 kg/ha
á hvern dag sem slætti var frestað i fyrri hluta júli, en 90
kg/ha á dag i siðari hluta mánaðarins (Magnús Öskarsson og
Bjarni Guðmundsson 1971). I tilraunum nr. 509, 567 og 568 á
Korpu hefur uppskera vallarfoxgrass vaxið um 94 kg á hvern dag
sem (fyrri) slætti var frestað frá júnilokum til júliloka
(meðaltal 7 tilraunaára á árunum 1982-1985). I sömu tilraunum er