Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 12
-4-
1 lok þessarar inngangsgreinar er bent á, að loftslagsbreytingar stækka
og minnka það svæði, sem hentar til landbúnaðar, að öðru jöfnu. Skógar-
mörk eru stundum miðuð við, að júlíhiti nái 10 stigum að meðaltali.
Hugsanlegt skógræktarsvæði á landinu gæti því verið 11000 ferkílómetrar
eins og er, en á kolsýruöid yrði það sex sinnum stærra, 64 000 ferkíló-
metrar og mundi flæmast upp eftir hálendinu. Hltt er annað mái, að lengi
þyrftu þau hlýindi að standa til þess að jarðvegur myndaðist á blásnum
melum og grjótauðnum, jafnvel þótt náttúran fengi til þess hjálp frá
manninum. Hins vegar er hugsanlegt að votlendi uppi á heiðum mundi þorna
og verða blómlegt beitiland eða ræktunarjörð. Allt eru þetta auðvitað
fremur hæpnar ályktanir, en þó yrðu breytingarnar að líkindum miklar að
ýmsu leyti. 1 þeim umskiptum mundu líka mörg sérkenni íslenskrar .náttúru
eyðast eða spillast, þó að okkur sé tamt að hyggja gott til hlýinda.
II. Áhrif loftslaqsbreytinqa á ýmsar qreinar landbúnaðar
Önnur greinin sem ég a í íslandskaflanum fjallar um ahrif loftslagsbreytinga
á ýmsar búgreinar, þó að mestu leyti um grasvöxt, en líka um fóðrun og
beit búpenings, byggrækt og skógrækt.
Kaflinn um grassprettu er byggður á gögnum Hagtíðinda um he'yfeng á landinu,
en ekki er athugaður munur milli héraða. Og það er einungis lofthitinn
sem er notaður sem mælikvarði á loftslagið, úrkoma og aðrir veðurþættir eru
fyrirfram taldir miklu áhrifaminni, þó að vitað sé að stundum geta þeir
haft verulega þýðingu. Hér skiptir það líka máli, að hitinn hefur þann
eiginleika að taka miklum iangtímabreytingum. Hið sama virðist ekki
gilda um ofþurrka eða óþurrka, sem dreifast á árin líkt og af tilviljun,
en sýnast ekki hnappast saman á vissum tímabilum fremur en öðrum. Til að
mæta slíkum tilviljanakenndum atburðum er fyrningasöfnun ágætur kostur, en
hún er vita gagnslaus til að mæta 10-50 ára kuldaskeiði, ef ekki er annað
að gert. 1 þessu sambandi er rétt að gera samanburð við rannsókn þeirra
Holmgeirs og Áslaugar á grassprettu í tilraunareitum. Þar fæst athyglis-
verð prófun á mínum niðurstöðum, og að öðru leyti bæta þessar aðferðir líka
hvor aðra upp. Mælingar í tilraunum eru miklu nákvæmari, sýnishornin hins
vegar margfalt takmarkaðri, kannski 100 000 sinnum, og tilviljanakenndur
breytileiki ruglar því fremur niðurstöður. Líka má segja, að heyfengur á
landinu gefi réttari mynd af uppskeru á hektara í byggðum landsins og kunni
því að vera hagnýtari í áætlanagerð. Aðalatriðið er þó að útkoma úr báðum
aðferðum er furðu svipuð.
Sú niðurstaða að vetrarhiti hafi tiltölulega mikil áhrif á grassprettu kom
mér nokkuð á óvart, þegar ég fór að skrifa um þetta efni fyrir 20 árum.