Ráðunautafundur - 15.02.1987, Síða 33
-25-
Fjölþætt aðhvarfsgreining sýndi aó í nyrstu sveitinni, Arnes-
hreppi, var vænleiki dilka háðari árferði en á hinum stöðunum.
Þannig minnkaði meöalfallþungi i Arneshreppi um rúm 0.8 kg við
lækkun meðalárshita um hverja 1° C, miðað við óbreyttan fjár-
fjölda. Þar kom einnig fram að fjárfjöldi í högum skýrði 57%
af árlegum mismun á fallþunga dilka þannig að fjölgun um hverjar
100 vetrarfóðraðar kindur leiddi til tæplega 180 g minnkunar á
fallþunga. A syðsta svæðinu, öræfum, voru tengsl á milli hita
og fallþunga langminnst og algerlega ómarktæk. Þar eð meira
rignir í öræfum aó sumarlagi en í hinum sveitunum var kannað
samhengi á milli sumarúrkomu og fallþunga þar og reyndist það
ekki heldur marktækt.
I ljósi þeirrar niðurstöðu að við breytingu um 1° C i meðal-
árshita megi vænta um 0.4 - 0.8 kg (3-6%) breytingar á meðalfall-
þunga i landinu er sett fram sú tilgáta aó áhrif á beitarþol út-
haga séu mun meiri, jafnvel á bilinu 10 - 20% fyrir hverja gráóu.
Þetta gefur tilefni til hugleiðinga um væntanlegar breytingar á
beitarþoli, hvort sem þær tengjast hlýnandi loftslagi, t.d. vegna
áhrifa frá auknu koldíoxiði (CO2) i lofti, eða kólnandi lofts-
lagi, t.d. vegna áhrifa eldgosa eða kjarnorkusprenginga. Sérstök
athygli er vakin á rýrnandi beitarþoli úthaga i köldum árum eða
a kuldaskeiðum, t.d. með hliðsjón af áratugnum 1859 - 1868 þegar
meóalárshiti var aðeins 2.4° C, svipað og kalda árið 1979, en
til samanburðar má benda á að meðalárshitinn var 3.3° C á tima-
bilinu 1965 - 1983 sem hér var tekið fyrir. Til þess að draga
upp gleggri mynd af þvi ástandi sem gæti skapast, og hvernig
eigi að bregðast við þvi, er lögö áhersla á að geróar verði lang-
tima beitartilraunir. Þær þyrftu að standa 10 - 20 ár á hverjum
stað, einkum i hálendinu, og tengjast samhliða rannsóknum á
veðurfari, sprettu og gróðurfari á tilraunastöóunum.
Þótt tengslin á milli meðalárshita eða til dæmis meðalsumar-
hita annars vegar og fallþunga hins vegar gefi visbendinar um
sprettu og beitarþol úthaga er ljóst að i raun er um margþætt og
flókið samhengi að ræða. Þvi er gerð tillaga að reiknilikani er
tengi saman margvislega veðurfarsþætti, uppskeru og gæði úthaga-
gróðurs, beitarálag, vöxt dilka og fleira, en mikið vantar af
gögnum fyrir slikt likan, svo sem um næringargildi bitins
gróðurs og um veðurfar, einkum i hálendinu.