Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 138
-130-
kominn að samborgarar geri þeim róðurinn léttari.
Til frekari umhugsunar má gera ráð fyrir því að um 15000
tonn af heykögglum yrðu framleidd i fyllingu timans við æskilegt
þróunarstig.
Þetta magn kostar þá u.þ.b. 75 millj. kr og jafngildir sem
næst 10 millj. FE eða u.þ.b. 10000 tonnum af kjarnfóðri, sem
kostar um 180 millj. kr. Þarna sparast um 105 millj. króna, sem
að mestum hluta er beinharður gjaldeyrir.
Þetta mag'n má þá framleiða með 5 kögglunarsamstæðum, sem
uppsettar kosta u.þ.b. 30 millj. kr og má að hluta draga frá
fyrrnefndum gjaldeyrissparnaði fyrsta árið, en oliukostnaður til
slíkrar ársframleiðslu nær hins vegar ekki 2 millj. kr.
I þessu sambandi er umhugsunarvert hvað reði þvi að til
alvarlegrar athugunar var að byggja einar þrjár nýjar
graskögglaverksmiðjur um og upp úr 1980. Illu heilli náðist
fram, með fulltingi tveggja ráðherra og þrýstihópa i héraði, að
reisa eina þeirra i Hólminum i Skagafirði, sem frægt er orðið aö
endemum.
Það umhugsunarverðasta er e.t.v. það, að þá var til staðar
afgerandi valkostur til að framleiða svipað hráefni, heyköggla,
sem hér eru til umræðu. Þaó sem þó vekur mesta furðu i þessum
samanburði er að sumir þeir, sem einna harðast börðust fyrir
nefndum timaskekkjufyrirbærum, höfðu fylgst manna nánast með
framvindu heykögglagerðar frá upphafi vega - má jafnvel tala um
einstaka þeirra sem frumkvöóla i þeim efnum. Eina haldbæra
skýring höfundar á þessu frumhlaupi, jafn ágætra og annars
skynsamra manna, er að þeim hefur ekki verið sjálfrátt gagnvart
hinu gamalgróna, rammislenzka þráhyggjumáltæki: Eigi skal renna
fyrr en á Hólminn er komið.
Hugsa sér það, að til að framleiða 15000 tonn af heykögglum,
sem sex graskögglaverksmiðjur á um 100 millj. kr stykkið, tókst
aldrei að framleiða i formi grasköggla á ári (rúml. 13000 mest),
er hægt að framleióa með 5 heimaþróuðum og smiðuðum færanlegum
heykögglaverksmiðjum inni á gafli á búum bænda fyrir 15-20 sinnum
lægri stofnkostnaó og mun lægri rekstrarkostnaó og þvi mun
ódýrari vöru.
Hvaó skyldi hún vera há prósentan af þvi fjármagni, sem
rikið hefur lagt, og á eftir að leggja, i
graskögglaverksmiðjurnar, sem nægja mundi til að smiða allar