Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 119
-111-
St.jórnun á dreifistút er nú í flestum tilvikum með raf-
búnaði eða vökvaþrýstingi og er að mestu búið að aðlaga búnað-
inn að húsunum á dráttarvélunum, en á tímabili var hann ekki
samhæfður.
IV. Samanburður á múgsöxurum og fjölhnífavðgnum við
votheyshirðingu
Fyrir þá sem vilja forþurrka hey til votheysgerðar er
einkum um þrjár leiðir að ræða þ.e. hirðing með fjölhnífa-
vagni, múgsaxara og rúllubindivél. Nánar verður fjallað um
rúllubagga á öðrum stað í dagskránni, en hérna verður gerður
lauslegur samanburður á fjölhnífavögnum og múgsöxurum og þá
bæði stuðst við innlendar og erlendar rannsóknaniðurstöður.
A flþör f við hleðslu úr múgum er eðlilega mjög ólík eftir
þessum tveimur aðferðum. Með nýjustu gerðum af fjölhnífavögn-
um eru hleðsluafköstin oft á bilinu 30-40 tonn á klst og
aflþörfin á tengidrifi 20-25 kW. Sérhæfð afköst (spesifikk
kapasitet) er því oft um 1,5 tonn/kWt . Við múgsaxara eru
hleðsluafköstin ekki ólík, oft um 40 t/klst, en algengt að
aflþörfin sé um 70 kW og sérhæfð afköst því oft um 0,6
tonn/kWt. Rétt er þó að undirstrika í þessu sambandi að
verulegur munur getur verið á milli framleiðenda og eins eftir
skurðlengd heysins. Munurinn á aflþörf er samt sem áður
verulegur á milli þessara aðferða enda söxunin ólík. Velji
menn að nota múgsaxara til smækkunar á heyinu verður að gera
sér grein fyrir hinni geysilegu aflþörf eigi að ná þokkalegum
a fköstum.
Söxun heysins er eðlilega ólík milli þessara tækja enda
múgsaxarinn sérbyggður til að smækka heyið með ýmsum
stillimöguleikum. Á fjölhnífavagninum eru hinsvegar settir
hnífar í hleðslustokk en ekki er um að ræða eiginlegan
söxunarbúnað. Eftirfarandi tafla er sýnishorn úr innlendum
mælingum.
Hlutfall af þunga, 1í
Óskorið Múg- saxari (10 mm) Fjöl- hnífavagn (35 hní far)
•Strálengd undir 20 mm 0,4 63,9 5,3
Strálengd 21 - 40 mm 0,3 19,3 8,4
Strálengd 41 - 80 mm 1,1 10,0 28,5
Strálengd 81 - 160 mm 2,7 4,7 41,5
Strálengd 161 - 320 mm 12,5 2,1 14,6
Strálengd y f ir 320 mrti 83,0 0.0 1,7
I þessum athugunum var saxarinn stilltur á 10 mm skurð-
lengd en meðalbil hnífa á vagninum um 40 mm. Munur á smækkun