Ráðunautafundur - 15.02.1987, Blaðsíða 15
-7-
skeiðinu og 130 kg/ha á því kaldara, en munur á árshita þessara flokka er
2,4 stig. Hlutfall kalís og fosfórs er þá reiknað svipað og tíðkast hefur.
Heð því að nýta allan búfjáráburð ætti að vera hægt að lækka þessar köfnunar
efnistölur úr 60 í 30 og úr 130 í 100.
Kosturinn við þessa aðferð er sá, að það er hægt að bregðast svo að segja
samstundis við versnandi veðurfari. 1 fyrsta lagi má auðvitað auka áburðinn
eða minnka eftir því hvernig ástatt er með fyrningar hvert vor. í öðru
lagi er galdurinn sá, að það er hægt að sjá fyrir með nokkurri vissu strax
í apríllok, hver Verði sprettan á komandi sumri. Þetta byggist á því nána
sambandi sem reynist vera milli sprettu og vetrarhita, þó að ekkert sé vitað
um sumarhitann. Hér má leiða fram formúluna:
Y = (0,876 + 0,0892 W) (1820 + 28,1 N - 0,051 N2)
Hér eru sömu skýringar og á fyrri formúlu, en sumarhitanum S er sleppt.
Með því að bera meira á eftir kalda vetur en hlýja er því hægt að ná enn
meiri jöfnun á milli ára en með því að miða við fyrningar einar saman. Að
sjálfsögðu þarf þrátt fyrir þetta að setja gætilega á til þess að eiga
allgóðar fyrningar eftir meðalvetur, gjarnan þriðjung af meðalgjöf. 1 við-
bæti við þetta erindi er sagt frá 10 ára tilraun á Hvanneyri, þar sem fram
kemur, að hágt er að útrýma áhrifum vetrarhitans á uppskeruna með áburðar-
temprun eins og hér hefur verið lýst.
Næst kem ég að kafla um fóðurþörf búfjár. Á harðindaskeiðum, þegar lítið
sprettur, bætist það ofan á, að fóðureyðslan er meiri, þó ekki sé nema
vegna seinkunar vorgróðurs. Frá 1925-1949 lét Veðurstofan skrá daglega
gjöf búfjár á 15-20 veðurstöðvum, í fjórðungum af fullri gjöf. Þetta eru
merkar heimildir, en athuganirnar féllu niður um 1950. 1 greininni er sýnt
samhengi vetrarhita og fóðurþarfar hrossa, lamba og áa í nokkur ár milli
1940 og 1950. Samhengið er áberandi, meiri heyeyðsla kalda vetur en hlýja
enda sterkt samhengi milli frosta og snjóalaga. Þetta svarar til þess að
í kaldasta loftslagsflokki þurfi um 46% meira hey handa hrossum og sauðfé en
í hlýja flokknum, eftir 1930. En það er rétt að taka skýrt fram, að ára-
skipti heygjafar sauðfjár eru nú að líkindum talsvert minni, því að vetrar-
beit er nú miklu minna notuð en áður var. Þó eru þessi áraskipti ennþá að
líkindum meiri en í fóðurþörf kúa. Eftir sömu skýrslum frá 1940-1950
þyrftu kýr minnst 10% meira fóður í kaldasta loftslagsflokki en í þeim hlýja
og það leggst ofan á 30% minni sprettu. Þetta þýðir í reynd, að ef ekkert