Ráðunautafundur - 15.02.1987, Page 16
-8-
er að gert, verður að skera kúastofninn niður um 40%, þegar loftslag skiptir
úr hlýja flokknum í þann kaldasta, og fækkun sauðfjár þyrfti sennilega að
verða enn meiri. Þetta er miðað við nútímann, en fyrr á öldum hefðu áhrifin
orðið mun meiri. Þetta má prófa fyrir síðari hluta 19. aldar með því að
nota tölur um bústofn og hitafarið í Stykkishólmi. Þá sést að bústofni
fækkaði eða fjölgaði í takt við hitann, þannig, að í kaldasta loftslagsflokki
væri bústofn samkvæmt því aðeins 52% af því sem hann væri í þeim hlýja, eftir
1930. Það er dapurleg niðurstaða, og sýnir að ekki þarf að undrast mann-
felli af hungri fyrr á öldum. Ofan á þetta kemur nefnilega, að nytjar af
þeim skepnum, sem lifðu í harðindunum, hafa vafalaust verið miklu minni en
þegar vel áraði. 1 grein í Frey á síðasta ári gerði ég sams konar athugun
á samhengi lofthita og bústofnsstærð á þessari öld. Það er erfiðara, því
að þá eru búnaðarhættir breyttir. En svo virðist sem talan, sem reyndist
vera 52% á 19. öld, sé komin í um 65% síðustu áratugi, það er að segja, að
í kaldasta lof.tslagsflokki væri nú hægt að hafa 65% þess búfjár, sem unnt er
að hafa í hlýja flokknum. En þá er þess að gæta, að eitthvað mun mönnum
hafa tekist að vega á móti áhrifum loftsiagsins með fóðurbætisgjöf óg öðrum
ráðum, að öðrum kosti hefðu þessi áhrif harðinda orðið meiri.
í framhaldi af grein sem ég skrifaði í tímaritið Climatic Change árið 1985
læt ég fljóta hér með í grein minni nokkrar hugleiðingar um fallþunga dilka,
en annars fjalla Ólafur og Oón Viðar um það efni í sinni grein. Þeir nota
mest gögn frá árunum 1965-1983, en í minni grein er tekið fyrir tímabilið
1941-1984, þó aðeins landsmeðaltöl. Það er nokkurs virði að fá slíkan sam-
anburð, og samræmið í niðurstöðum okkar um áhrif hitafars og fjárfjölda er
ákjósanlegt. Það má segja að ég sé nokkuð glannalegri í ályktunum mínum,
því að með því að setja fallþungann fastan í aðhvarfslíkingunni fæ ég það
samhengi hita og fjárfjölda, sem ætla mætti að svaraði til þess, að álag á
beitilönd væri alltaf hið sama. Svo virðist eftir því, að í kaldasta
loftslagsflokki þurfi að öðru jöfnu að vera 30% færra fé en í hlýja flokknum,
aðeins vegna rýrari uppskeru í beitilöndum. Eftir þessu að dæma virðast
möguleikar til heyöflunar og beitar fylgjast mjög að til lengdar. Því. er
líklegt að í tímanna rás hafi bændur nauðugir viljugir hlíft afréttum og
beitilöndum nægilega vel í harðindum, með því að fækka fé vegna heyskorts.
Frá þessu verða þó tímabundnar, en nokkuð alvarlegar undantekningar, meðan
breytingar eru að gerast. Þannig hefði helst þurft að vera búið að fækka
fé stórlega vorið 1979 til þess að ekki yrði óhæfilegt álag á hagana þá
um sumarið, þvi að þá. var fé tiltölulega mjög margt eftir allgóð ár næst
á undan. Þetta leiðir hugann að því, að ef bændum tekst að gera ráð-